Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 40
Niðurstaðan var
því að þróa heild-
stæða mannauðs- og
launalausn sem saman-
stendur af ýmsum kerfis-
hlutum sem saman
mynda eina heild.
Origo setti Kjarna á markað
í upphafi árs 2015. Kjarni
er heildstæð mannauðs- og
launalausn sem gerir fyrir-
tækjum kleift að halda alger-
lega utan um mannauðs- og
launamálin sín, allt frá
ráðningu til starfsloka.
Halla Árnadóttir er forstöðumaður
mannauðs- og launalausna hjá
Origo. „Við ákváðum að ráðast í
þetta verkefni þar sem við töldum
svigrúm á markaðinum fyrir nýja
lausn og fundum þörf á kerfi sem
styður allt ferlið; frá ráðningu til
starfsloka. Það var mikil þekking
og reynsla til staðar hjá Origo á
þessum málaflokki og því góður
grundvöllur til að mæta þessari
þörf.“
Halla segir að á þessum tíma-
punkti hafi ýmsir kostir verið
skoðaðir. „Það kom til álita að gera
lítið og einfalt launakerfi og tengja
það við erlent, þroskaðra mann-
auðskerfi. Við skoðuðum nokkur
slík kerfi og tókum samtal um það
við hagsmunaaðila á markaðinum.
Eftir þá skoðun var okkar niður-
staða að við næðum með því móti
ekki þeirri lausn sem við stefndum
að og fannst að hið minnsta ættu
grunnmannauður og laun heima í
einni og sömu lausninni. Niður-
staðan var því að þróa heildstæða
mannauðs- og launalausn sem
samanstendur af ýmsum kerfis-
hlutum sem saman mynda eina
heild.
Við vorum svo lánsöm að fá inn
flotta viðskiptavini strax í upphafi
sem ákváðu að leggja traust sitt á
okkur og þessa nýju lausn og það
kom okkur af stað á þessari veg-
ferð.“
Að sögn Höllu hafa nýir kerfis-
hlutar bæst við lausnina frá árinu
2015 ásamt tengingum við hin
ýmsu kerfi. Einnig hefur viðskipta-
mannahópurinn stækkað jafnt og
þétt og í dag starfar Origo með um
70 frábærum viðskiptavinum sem
halda utan um upplýsingar 20.000
starfsmanna.
Ör þróun og reglulegt samtal
við viðskiptavini
„Við erum á fleygiferð í áfram-
haldandi þróun á Kjarna,“ segir
Halla. „Við vinnum þróunina í
tveggja vikna sprettum og gefum
út nýjar útgáfur af Kjarna á um það
bil tveggja mánaða fresti með lág-
markstruflun fyrir notendur.“
Halla segir mikilvægt að eiga
reglulegt samtal við viðskipta-
vini og að hópurinn hjá Origo
fagni öllum góðum ábendingum
varðandi hluti sem bæta lausnina.
Þetta samtal sé mikilvægt til að
tryggja að nýjungarnar sem Origo
þróar mæti örugglega þörfum við-
skiptavinanna.
„Viðskiptavinir senda okkur oft
tillögur um nýjungar sem þeir vilja
sjá í kerfinu og hafa þær tillögur
áhrif á forgangsröðun í þróuninni
hjá okkur. Það hefur færst í aukana
að við tökum rýnifundi með við-
skiptavinum okkar í tengslum við
ákveðna virkni. Í þá rýni höfum
við þá valið þá viðskiptavini sem
hafa sýnt þessari tilteknu virkni
mestan áhuga í samtali við okkur.
Við erum reglulega með þjónustu-
heimsóknir til viðskiptavina og
þar er kjörinn vettvangur fyrir þá
að koma hugmyndum sínum á
framfæri.“
Halla segir Origo halda raf-
ræna kynningu tvisvar á ári þar
sem farið er yfir helstu nýjungar
í þeim útgáfum sem gefnar hafa
verið út frá síðustu kynningu.
Einnig er haldin notendaráðstefna
einu sinni á ári. „Þar förum við
yfir ákveðnar nýjungar í Kjarna,
fáum ytri fyrirlesara til að fara yfir
mannauðstengd mál og kynnum
vegvísinn í þróuninni fyrir næsta
árið. Við bjóðum upp á mat og
drykk og það er ómetanlegt að ná
þarna líka þessu óformlega spjalli
við viðskiptavinina.“
Vefviðmót fyrir stjórnendur
og starfsfólk
„Aðaláherslan í þróunarstarfinu
þessa dagana er á vefviðmót í
Kjarna. Í lok árs 2019 kom fyrsta
útgáfan af Kjarnavefnum þar
sem ráðningarhluti Kjarna og
launasamþykkt var færð yfir í
vefviðmót. Síðan þá hefur talsvert
af virkni bæst á vefinn og geta
stjórnendur nú nálgast allar helstu
upplýsingar um starfsmanna-
hópinn sinn á Kjarnavefnum. Þeir
geta þar meðal annars séð yfirlit
yfir helstu upplýsingar um teymið
sitt, unnið launaáætlun, séð launa-
þróun hópsins, samþykkt launin,
séð yfirlit yfir orlofsstöðu hópsins
og sent skjöl í rafræna undirritun,
auk þess sem þeir geta unnið ráðn-
ingarferlið í vefviðmótinu. Einnig
eru ýmsar lykiltölur aðgengilegar
á vefnum.
Starfsfólk er líka með aðgang að
öllum sínum helstu upplýsingum í
gegnum starfsmannavef. Þar getur
það viðhaldið helstu grunnupp-
lýsingum, séð orlofsstöðuna sína
og launaseðla, sótt um samgöngu-
og líkamsræktarstyrk, svo eitthvað
sé nefnt.
Hugsunin með vefviðmóti fyrir
stjórnendur og starfsfólk er að gera
þessa aðila sem mest sjálfbjarga
með að nálgast þessar upplýsingar
og létta þannig á álagi á mann-
auðs- og launadeildir sem geta
þá notað tímann í meira virðis-
skapandi verkefni. Öflugir skýrslu-
gerðarmöguleikar Kjarna, hvort
sem það er í gegnum kerfið sjálft,
vefviðmótið eða með tengingum
við ytri skýrslugerðartól, eins og
Power BI, spara tíma hjá not-
endum sem þurfa þá ekki að eyða
miklum tíma í að ná út upplýsing-
unum. Tengingar Kjarna við hin
ýmsu kerfi létta líka lífið þar sem
þessar tengingar koma í veg fyrir
margskráningu á upplýsingum í
hin ýmsu kerfi.“
Stærstu nýjungarnar
„Fyrir utan Kjarnavefinn þá
hafa stærstu nýjungarnar okkar
síðustu tvö árin verið kerfishlut-
arnir Dagpeningar og Viðvera en
með því að taka þessa kerfishluta
í notkun í Kjarna geta viðskipta-
vinir mögulega fækkað þeim ólíku
kerfum sem þeir eru með í notkun.
Einnig fórum við í vinnu við að
koma Teríu, mötuneytislausninni
okkar, alfarið inn í Kjarna, en hún
var áður sérlausn sem var tengd við
Kjarna.
Halla segir reglulega bætast við
tengingar við hin ýmsu kerfi og
að teyminu finnist mikilvægt að
viðskiptavinir geti valið um að
hafa allar þessar upplýsingar í einu
og sama kerfinu eða tengja Kjarna
við önnur kerfi sem þeir vilja nýta
fyrir hluta af mannauðs- og launa-
upplýsingunum.
„Við erum svo með ýmislegt
skemmtilegt á teikniborðinu fyrir
næsta árið. Þar má meðal annars
nefna launaáætlunarskýrslur
á Kjarnavefinn, samþykktar-
ferli launabreytinga ásamt fleiri
lykiltölum. Við erum einnig að
vinna að því að þróa „onboarding/
offboarding“ virknina enn frekar,
sérstaklega í tengslum við ýmis
verkefni sem ýmsir aðilar þurfa
að framkvæma þegar starfsmenn
hefja störf eða láta af störfum.“
Innleiðingarferlið og framúr-
skarandi þjónusta
Að sögn Höllu er viðskiptavina-
hópurinn mjög fjölbreyttur. Má
þar telja sveitarfélög, stofnanir og
einkafyrirtæki í ýmsum geirum.
„Flækjustigið í launavinnslu er
mismunandi hjá viðskiptavinum
okkar en með breiðan hóp við-
skiptavina hefur okkur tekist að
leysa allar helstu flækjur. Inn-
leiðingarferlið getur tekið stuttan
tíma en reynslan hefur sýnt okkur
að almennt er gott að miða við
tveggja mánaða tímabil þar sem
við samkeyrum laun ein mánaða-
mót og greiðum svo út úr Kjarna
um mánaðamótin þar á eftir. Þá
hafa viðskiptavinir svigrúm til að
læra og hefja ferðalagið vel í nýju
kerfi.
Nýlega innleiddum við t.a.m.
Kjarna hjá Hafnarfjarðarbæ sem
er með um 2.500 launþega að
viðbættum 1.000 sumarstarfs-
mönnum og með 20 mismunandi
kjarasamninga. Þrátt fyrir að um
talsvert umfangsmikla aðgerð sé
að ræða tók innleiðingin eingöngu
tvo mánuði.“
Þjónustan við kerfið og inn-
leiðinguna er stór hluti þeirrar
vöru sem Origo býður og leggur
fyrirtækið ríka áherslu á að við-
halda góðu sambandi við núver-
andi og nýja viðskiptavini. Til að
fylgja því eftir eru framkvæmdar
reglulegar þjónustukannanir sem
hafa komið mjög vel út. „Við getum
stolt sagt frá því að við fengum yfir
90 prósent jákvæða niðurstöðu
í síðustu könnun, þar sem spurt
var um ánægju með þjónustuna,
viðmót ráðgjafa, áreiðanleika
þjónustunnar og hvort Kjarni væri
leiðandi mannauðs- og launalausn
á íslenska markaðinum.
Góð þjónusta hefur ítrekað verið
nefnd sem einn af ákvörðunarþátt-
um nýrra viðskiptavina við val á
Kjarna og hafa notendur sem færa
sig á milli fyrirtækja margsinnis
innleitt Kjarna á nýja staðnum. Við
erum þakklát fyrir þau frábæru
meðmæli,“ segir Halla Árnadóttir,
forstöðumaður mannauðs- og
launalausna hjá Origo. n
Kjarni – alhliða mannauðs- og launalausn
Halla Árnadóttir,
forstöðumaður
mannauðs- og
launalausna
hjá Origo, segir
samtalið við
viðskiptavini
mikilvægt til
að tryggja að
nýjungarnar
sem Origo þróar
mæti örugglega
þörfum við-
skiptavinanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
4 kynningarblað 21. maí 2022 LAUGARDAGURMannauðsMál