Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 42
Mannauðsdagurinn er nú haldinn í tíunda sinn og fögnum við því 10 ára afmæli ráðstefnunnar, sem hefur vaxið hratt og dafnað með hverju árinu og er nú stærsti viðburður stjórnunar og mannauðsmála hér á landi í dag. Sigrún Kjartansdóttir, fram­ kvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, segir að á Mannauðsdeginum 2022 verði fjallað um mörg af mikilvægustu viðfangsefnum mannauðsfólks og stjórnenda fyrirtækja. Með gríðar­ miklum og hröðum breytingum sem heimsfaraldurinn ýtti úr vör eða hraðaði, eru nú komin ýmis ný verkefni og breytt verklag sem mikilvægt er að ná tökum á sem fyrst. Með töluvert breyttu landslagi í stjórnun, auknum kröfum starfsfólks, fjölbreytileika á vinnumarkaði, jafnréttismálum, fjarvinnustefnu og húsnæðis­ breytingum, stendur mannauðs­ fólk og stjórnendur fyrirtækja frammi fyrir nýjum og spennandi áskorunum sem fela í sér fjölmörg tækifæri. Í ár höfum við fengið til liðs við okkur úrvalslið fyrirlesara, bæði erlendra og innlendra, sem munu Mannauðsdagurinn 2022 Sigrún Kjartansdóttir framkvæmda- stjóri Mann- auðs, félags mannauðsfólks á Íslandi Birgir Jónsson, eigandi Play flugfélagsins, heldur hér fyrirlestur á Mannauðsdegi 2021. Mannauðsfólk og stjórn- endur fyrirtækja standa frammi fyrir nýjum og spennandi áskorunum sem fela í sér fjöl- mörg tækifæri. Á Mannauðsdeginum, sem haldinn verður í október, verður úrvalslið fyrirlesara, bæði erlendra og innlendra, sem munu miðla af reynslu sinni og þekkingu og gefa gestum ferska sýn og nýjar hugmyndir. miðla af reynslu sinni og þekkingu og gefa okkur ferska sýn og nýjar hugmyndir. Fyrirlestur Camillu Kring PhD., frá Super Navigators ApS, heitir „How do we create new sustain­ able rhythms in working life that support a diversity of family rhythms, work rhythms and circadian rhythms?“ og sker hún upp herör gegn gamaldags nálgun á hefðbundnum vinnutíma og hvetur til þess að fundinn sé nýr „taktur“ í vinnunni, sem styður við fjölbreytt nútímasamfélag. Tim Munden, fyrrverandi Chief Learning Officer hjá Unilever, mun ræða um þær helstu áskor­ anir sem fyrirtæki og leiðtogar þeirra standa frammi fyrir að hans mati. Starfsfólk vill störf sem hafa tilgang og vinnustaðurinn þarf að vera heilbrigður og mann­ legur. Stjórnendur og leiðtogar vilja sveigjanlegt fyrirtæki sem getur „lært“, eða breyst og þróast á skömmum tíma og samfélagið vill að fyrirtæki sýni samfélags­ lega ábyrgð. Erindið hans heitir: „People, purpose & performance – Getting fit for the 21st Century“. Tolulope Oke, sem starfar sem Global D&I Customer Engage­ ment Leader hjá Amazon, er reynslumikil þegar kemur að jafn­ réttismálum og mun deila hag­ nýtum leiðum til að taka jafnrétti og fjölbreytileika á næsta stig. Erindið hennar heitir: „Taking Diversity & Inclusion to the next level: exploring opportunities to go further“. Jeff Schwartz, fyrrverandi ráð­ gjafi hjá Deloitte Consulting LLP og höfundur bókarinnar „Work Disrupted“, mun tala um nauðsyn nýrrar hugsunar þegar kemur að fyrirkomulagi starfa og starfs­ frama á 21. öldinni. Erindið heitir: „Reframing work and Careers for 2030: A time for bold and empathic HR and Business leadership“. Auk erlendu fyrirlesaranna mun Jón Björnsson, forstjóri Origo, segja frá jafnréttisvegferð fyrir­ tækisins í erindinu „Að ná árangri í jafnréttismálum er ákvörðun“. Erindi Sigríðar Elínar Guðlaugs­ dóttur, framkvæmdastjóra mann­ auðs hjá Alvotech, heitir „Hvað er ég búin að koma mér í núna? – að smíða flugvél á meðan við erum að fljúga henni“ og Thor Ólafs, CEO hjá Strategic Leadership Group, talar um „Hvernig EGÓ­frítt leið­ togastarf eykur helgun í starfi, sköpunargleði og framleiðni“. Samhliða ráðstefnunni verður glæsileg sýning í Norðurljósasal Hörpu. Rúmlega 40 fyrirtæki kynna fjölbreytta þjónustu sína og vörur, allar tengdar stjórnun og mannauðsmálum. Mannauðsdagurinn 2022 verður haldinn hátíðlegur í Hörpu föstu­ daginn 7. október. Mannauðsdagurinn er vett­ vangur fyrir alla þá sem láta sig nútímastjórnun varða.■ Miðasala er hafin á www.mann- audsdagurinn.is – tryggðu þér miða því í fyrra varð fljótt uppselt. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Betri yfirsýn fjarveru og meiri sjálfvirkni! Tímon veitir frábæra innsýn í mannauðsmálin. Með mælaborðinu færðu yfirsýn yfir orlof, fjarveru og yfirvinnu, ásamt Bradford-stöðu starfsfólks. Gefðu þér tíma með Tímon tímaskráningu www.timon.is Öryggi | Samvinna | Framsækni Vilt þú ganga til liðs við öflugan hóp lækna á Sjúkrahúsinu á Akureyri? Sjúkrahúsið á Akureyri • Er framsækinn og eftirsóknarverður vinnustaður • Veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu með áherslu á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir • Er annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa landsins og gegnir lykilhlutverki í almannavörnum • Er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun sem leggur metnað sinn í kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum • Leggur áherslu á að ráða til starfa og halda í hæfileikaríka einstaklinga • Er miðstöð læknisfræðilegrar þjónustu sjúkraflugs í landinu • Er með alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni og er fyrsta heilbrigðisstofnunin á Íslandi til að hljóta slíka vottun • Er með jafnlaunavottun skv. IST-85 frá árinu 2019 Sjúkrahúsið býður upp á krefjandi og áhugaverð störf í fjölbreyttu og spennandi starfsumhverfi með góðri handleiðslu og býður upp á tækifæri til starfsþróunar með markvissri þjálfun og fræðslu. Ef þú hefur áhuga á að koma og vinna á lifandi og fjölbreyttum vinnustað þá er Sjúkrahúsið á Akureyri góður kostur. Við tökum vel á móti þér. Sjúkrahúsið á Akureyri • Er framsækinn og eftirsóknarverður vinnustaður • Veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu með áherslu á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir • Er annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa landsins og gegnir lykilhlutverki í almannavörnum • Er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun sem leggur metnað sinn í kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum • Leggur áherslu á að ráða til starfa og halda í hæfileika íka einstaklinga • Er miðstö læknisfræðilegrar þjónustu sjúkraflugs í landinu • Er með alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni og er fyrsta heilbrigðisstofnunin á Íslandi til að hljóta slíka vottun • Er með jafnlaunavottun skv. IST-85 frá árinu 2019 Sjúkrahúsið býður upp á krefjandi og áhugaverð störf í fjölbreyttu og spennandi starfsumhverfi með góðri handleiðslu og býður upp á tækifæri til starfsþróunar með markvissri þjálfun og fræðslu. Ef þú hefur áhuga á að koma og vinna á lifandi og fjölbreyttum vinnustað þá er Sjúkrahúsið á Akureyri góður kostur. Við tökum vel á móti þér. 6 kynningarblað 21. maí 2022 LAUGARDAGURMannauðsMál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.