Fréttablaðið - 21.05.2022, Side 39

Fréttablaðið - 21.05.2022, Side 39
Haldnar voru vinnustofur með öllu starfsfólki ELKO þar sem leitað var eftir áskorunum, tækifærum og hugmyndum um hvernig starfsfólk, stjórnendur og ELKO í heild gætu gert betur. Björn Másson ELKO er stærsta raftækja- verslun landsins, með 217 starfsmenn. Mikið er lagt upp úr því að vinnustaður- inn sé framúrskarandi og ýtt er undir starfsþróun og góða vinnumenningu. Loforð ELKO er „það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli“ og gildir það bæði gagnvart viðskipta- vinum og starfsmönnum. Eitt af markmiðum ELKO er að eiga ánægðustu viðskiptavinina á raftækjamarkaðnum og lykillinn að því markmiði liggur í því að vera með ánægðasta starfsfólkið. Það hefur því verið eitt af aðal- áhersluatriðunum að stuðla að aukinni ánægju starfsfólks og starfsánægjumælingar sem og mælingar á ánægju viðskiptavina, hafa gefið þessari vegferð byr undir báða vængi. Starfsfólk ELKO hefur rödd „Ein besta leiðin til að ná árangri í mannauðsmálum er að gefa starfs- mönnum rödd. Við höfum þess vegna innleitt hjá okkur fjölmarg- ar aðgerðir til að ná fram þessum röddum á skilvirkan máta,“ segir Björn Másson, mannauðsstjóri ELKO. Samkvæmt Birni var árið 2021 „ár mannauðsins“ í ELKO þar sem langtímamarkmiðið var að eiga ánægðasta starfsfólkið. Verkefnið var stórt og gagngert sett í gang til að breyta hugsunarhætti allra í fyrirtækinu í átt til betri vinnu- staðar. Haldnar voru vinnustofur með öllu starfsfólki ELKO þar sem leitað var eftir áskorunum, tækifærum og hugmyndum um hvernig starfsfólk, stjórnendur og ELKO í heild gætu gert betur. Afrakstur vinnustofanna var settur upp í stórt verkefnaskipu- lag sem unnið var í allt árið og mánaðarlegar ánægjukannanir voru jafnframt keyrðar samhliða, til að fylgjast með árangrinum. „Til viðbótar við þessar minni starfsánægjukannanir erum við með árlega vinnustaðargreiningu og var hún send í lok árs 2021 til allra í fyrirtækinu. Það mældist hækkun milli ára í mörgum flokkum greiningarinnar og í 15 af 18 spurningum fengust betri niðurstöður en árið áður,“ segir Björn. „Verkefnið „ár mann- auðsins“ reyndist því árangursríkt og var í kjölfarið ákveðið að halda vinnustofur á hverju ári með yfir- skriftinni „besti vinnustaðurinn“ til að halda árangrinum á lofti til framtíðar. Þegar niðurstöður vinnustaðar- greiningar liggja fyrir eru haldnar vinnustofur í öllum deildum ELKO þar sem niðurstöður eru rýndar og starfsfólk sameinast um úrbótaverkefni sem er svo ráðist í. Lykilatriðið er að bregðast f ljótt við,“ segir Björn. „Sem dæmi þá mældist í eitt skiptið endur- gjöf stjórnenda í lægra þrepi. Við brugðumst við með því að inn- leiða hugmynd að vinnustofu: 15 mínútna samtöl með næsta yfir- manni á 2-4 vikna fresti. Þetta eru óformleg samtöl þar sem starfs- menn geta komið sínu á framfæri, hvort sem það tengist starfinu beint eða almennri líðan starfs- manns. Þetta hefur gengið mjög vel og var stórt stökk í mælingu á bæði endurgjöf og almennri starfsánægju.“ Óttar Örn Sigurbergsson tók við sem framkvæmdastjóri ELKO um áramótin og hann tók 15 mínútna samtöl við alla fastráðna starfs- menn fyrirtækisins á fyrstu mán- uðum ársins til að bera kennsl á líðan starfsmanna og áskoranir í fyrirtækinu sem hægt væri að bregðast við. Verkefnin sem komu út úr þeim fundum eru nú þegar komin áfram til vinnslu. Fræðsla og þjálfun „Góð fræðsla og þjálfun er lykilþáttur í starfsánægju og eflir sjálfstraust á vinnustað. Hún hefur þannig bein áhrif á starfsmanna- veltu. Við hjá ELKO leggjum mikla áherslu á að styrkja starfsfólkið með markvissri þjálfun og mögu- leika á starfsþróun,“ segir Björn. „Árið 2021 var komið á fót stöðu þjálfunarstjóra, en sú staða var búin til eftir eina af vinnustof- unum með starfsfólkinu árið áður. Í lok hvers námskeiðs er send út ánægjukönnun til þátttakenda og frá því að mælingar hófust árið 2021 er niðurstaðan sú að ánægjan mælist í 4,7 af 5 mögu- legum,“ segir Björn. „Árið 2021 var líka boðið upp á rúmlega 30 námskeið fyrir starfsfólk ELKO og við styrkjum starfsfólk einnig til náms. Rafræn fræðsla er svo alltaf að skipa stærri sess og í haust erum við að fara að innleiða nýtt upplýsinga- og fræðslukerfi fyrir vinnustaðinn í stað Workplace sem heitir Relesys.“ Velferðarpakkinn „Velferð starfsmanna skiptir ELKO máli og þess vegna var ákveðið að efla þjónustuþætti sem tengjast heilsu og auka aðgengi að þeim. Árið 2021 var velferðarpakki kynntur til leiks, sem er saman- settur af nokkrum þjónustuþátt- um til að stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu starfsmanna,“ segir Björn. „Meðal þjónustuþátta eru sálfræðitímar, áfallahjálp, lífs- stílsráðgjöf, íþróttastyrkur, starfs- lokanámskeið, hjónabandsráðgjöf og ítarleg heilsufarsskoðun í sam- starfi við Heilsuvernd í Kópavogi.“ ELKO styður við heilbrigðan lífsstíl og heilbrigt mataræði hjá sínu starfsfólki og á öllum starfs- stöðvum ELKO er starfsmönnum boðið upp á niðurgreiddan hádegismat, ásamt því að þeim stendur til boða að fá sér millimál í formi ávaxta og heilsustanga. Siðferðisgáttin „Í samstarfi við Hagvang býður ELKO líka upp á þjónustu sem kallast Siðferðisgáttin. Starfs- fólk sem verður fyrir óæskilegri hegðun eða framkomu eða upp- lifir einhverja vanlíðan á vinnu- stað, getur á öruggan hátt leitað til ráðgjafa hjá Siðferðisgáttinni,“ segir Björn. „Um er að ræða óháðan fagaðila og lausn sem er unnin í samvinnu við stjórnendur og mannauðsstjóra ELKO.“ Mikill stuðningur frá Festi ELKO er í 100% eigu Festar hf. og eru mannauðsmálin fyrir ELKO og hin félögin undir Festi. Það er gríðarlega sterkt og hefur reynst félögunum vel. Í mannauðs- deild Festar starfa 10 manns, 5 mannauðsstjórar og 4 launafull- trúar ásamt framkvæmdastjóra rekstrarsviðs. „Mikill styrkur og hagkvæmni stærðarinnar felst í því að vinna saman að málum og geta leitað ráða hvert hjá öðru. Mörg stór verkefni eru unnin þvert á félögin og næst hagkvæmni með því sam- starfi,“ útskýrir Björn. „Félögin nýta sömu mannauðskerfi og mörg stærri verkefni eru unnin saman, eins og til dæmis jafn- launavottun, mannauðsmælaborð fyrir stjórnendur, vinnustaða- greining og innleiðing á lausnum eins og velferðarpakkanum, Sið- ferðisgáttinni, almennri fræðslu og mörgu öðru.“ Fyrirmyndarfyrirtæki VR ELKO er eitt af fyrirmyndar- fyrirtækjum VR árið 2022. „Fyrir- tækin í fimmtán efstu sætunum í hverjum stærðarflokki fá viður- kenningu og erum við afar stolt og ánægð með að vera eitt þeirra, enda er það yfirlýst markmið okkar að vera með ánægðasta starfsfólkið,“ segir Björn. „Þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið tekur þátt í könnun VR um fyrir- tæki ársins og fögnum við þessum niðurstöðum en stefnum á að gera enn betur með áframhaldandi vinnu með starfsfólki í átt að því að verða besti vinnustaðurinn.“ n Það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli Björn Másson, mannauðsstjóri ELKO, segir að fyrirtækið leggi gríðarlega mikla áherslu á ánægju starfsfólks síns. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ELKO hefur innleitt ýmsar aðgerðir til að gefa starfsfólki sínu rödd svo það sé hægt að bregðast við áskorunum sem það mætir í starfi. MYND/AÐSEND kynningarblað 3LAUGARDAGUR 21. maí 2022 MannauðsMál
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.