Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 79
Innkaupaskrifstofa
Sími 411 1111
ÚTBOÐ
Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg:
• Malbiksviðgerðir 2022, útboð nr. 15478
• Hlemmur og nágrenni 1. og 2. áfangi - Gatnagerð, yfirborðsfrágangur og lagnir - Eftirlit, útboð nr. 15559
Nánari upplýsingar er að finna á
www.reykjavik.is/utbod
ÚTBOÐ
Fasteignafélag Árborgar slf óskar eftir tilboðum í:
„Stekkjaskóli 1.áfangi
– lóðarfrágangur“
Verkið felur í sér lóðarfrágang umhverfis 1. áfanga Stekkja-
skóla við Heiðarstekk 10 á Selfossi. Þar á meðal er uppsetning
girðinga og lampa, lagning raf-, fráveitu- og snjóbræðslulagna.
Jarðvinna og yfirborðsfrágangur fela meðal annars í sér gröft,
fyllingar, hellulögn, malbikun og lagning á leikvallagúmmíi.
Einnig skal ganga frá gróðri og frágangi að leiktækjum.
Verkinu skal að fullu lokið 1. nóvember 2022.
Útboðsgögn verða afhent á útboðvef sem er aðgengilegur hér:
https://arborg.ajoursystem.net/Tender/DirectLink/a7b08237-
8a39-406f-aa3a-d842be422c17
Tilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu Ajour.
Tilboð skulu sett fram með þeim hætti sem sett er fram í
útboðskerfinu og í samræmi við skilmála útboðs og hlaða upp
þeim skrám sem gerð er krafa um. Bjóðandi fær staðfesting-
arpóst þegar hann hefur skilað tilboði. Ef enginn póstur berst,
hefur afhending ekki tekist. Bjóðendur skulu í þeim tilfellum
leita til Ajour þjónustuaðila án tafar. Bjóðandi ber ábyrgð á að
tilboð berist á réttum tíma og eru hvattir til að hefja tímanlega
vinnu við að skila þeim inn.
Skilafrestur tilboðs er til kl. 11:00 föstudaginn 3. júní 2022.
Opnun tilboða verður framkvæmd með rafrænum hætti á
útboðsvefnum eftir að skilafrestur tilboða er liðinn. Bjóðen-
dum verður því ekki boðið að mæta á opnunarfund en í kjölfar
opnunar tilboða verður bjóðendum sent opnunaryfirlit rafrænt.
Mannvirkja og umhverfissvið Árborgar
Leikskóli Seltjarnarness
Við þurfum á góðu fólki að halda til að koma til liðs við okkar frábæra hóp!
Skólinn státar af metnaðarfullri starfsemi, ýmsum viðbótarkjörum, styttingu
vinnuvikunnar og tilboði um námssamninga. Í leikskólanum er lögð sérstök
áhersla á tónlist og umhverfismennt.
Við óskum eftir að ráða í eftirfarandi störf:
• Deildarstjórar, fullt starf
• Leikskólakennarar, fullt starf
• Leikskólaliðar, fullt starf
• Starfsmaður leikskóla, fullt starf
Upplýsingar um störf í Leikskóla Seltjarnarness veita Margrét Gísladóttir, leikskólastjóri,
margret.gisladottir@seltjarnarnes.is og Linda Björg Birgisdóttir, aðstoðarleikskólastjóri,
linda.b.birgisdottir@seltjarnarnes.is í síma 5959-280/290.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra
sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélög.
Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skilað á Ráðningarvef
Seltjarnarnesbæjar undir seltjarnarnes.is – Störf í boði
Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til og með 7. júní 2022.
Skóla-og frístundasvið fagskrifstofa grunnskólamála.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Verkefnastjóri í byggingateymi
fyrir skóla- og frístundastarf
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir starf verkefnastjóra bygginga fyrir skóla- og frístundastarf
laust til umsóknar.
Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi til að vinna í teymi innan skóla- og frístundasviðs um byggingar og búnað.
Undir skóla- og frístundasvið heyrir rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar, starfsemi Náms-
flokka Reykjavíkur og skólahljómsveita. Jafnframt greiðir sviðið framlög til sjálfstætt starfandi dagforeldra, leikskóla, grunn-
skóla og tónlistarskóla og hefur eftirlit með starfsemi þeirra. Skóla- og frístundasvið þjónustar yfir 20 þúsund börn og fjölskyldur
þeirra. Útgjöld sviðsins eru u.þ.b. 60 milljarðar kr. á ári í tæplega 200 rekstrareiningum.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Helsta starfssvið verkefnastjóra grunnskólabygginga er
að hafa menntunarlega umsjón með verkefnum skóla- og
frístundasviðs varðandi uppbyggingu og endurbætur á
húsnæði grunnskóla og frístundastarfs.
• Veita umhverfis- og skipulagssviði og eignaskrifstofu
Reykjavíkur, ráðgjöf á sviði skóla- og frístundastarfs í
nýbyggingum, endurnýjun og/eða viðbótum við húsnæði og
útisvæði fyrir grunnskóla- og frístundastarf.
• Veitir stjórnendum grunnskóla- og frístundastarfs ráðgjöf og
stuðning í verkefnum tengdum framkvæmdum.
• Að hafa eftirlit með að framkvæmdir við byggingar fyrir
skóla- og frístundastarf Reykjavíkurborgar taki mið af
Menntastefnu Reykjavíkurborgar, aðalnámskrá grunnskóla
og Stefnu Reykjavíkurborgar um byggingar fyrir skóla- og
frístundastarf.
• Er fulltrúi skóla- og frístundasviðs í viðbragðsteymi vegna
húsnæðismála.
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Framúrskarandi hæfni í samskiptum
• Reynsla og þekking af skóla- og frístundastarfi
• Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi
• Skipulagshæfileikar og hæfni til að koma upplýsingum
fram í ræðu og riti.
Umsókn fylgi starfsferilskrá og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Um laun og starfskjör fer samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar og viðeigandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 4.júní nk.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, wwww.reykjavik.is/storf
Nánari upplýsingar veita Daníel Benediktsson, verkefnastjóri og Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri á fagskrifstofu
grunnskólamála.netföng: daniel.benediktsson@reykjavik.is og soffia.vagnsdottir@reykjavik.is
Embassy – Housing
The American Embassy, is seeking to lease
a house/apartment in Reykjavik area.
Required size is 120– 250 square meters, large living room,2 full
bathrooms, garage/inside parking and permission to keep pets.
Lease period is for minimum 3 years. Please send an e-mail to:
sveinssonk@state.gov before June 1st . with information about
the house and location (photos,street and house/apartment
number) and phone number of the contact person showing the
property.
sEndiráð – Húsnæði
Bandaríska Sendiráðið óskar að taka á leigu
hús/íbúð á höfuðborgarsvæðinu.
Æskileg stærð 120 – 250 fermetrar, stór stofa, 2 baðherbergi
með sturtu/baðkari, bílskúr/stæði í bílageymslu og leyfi til að hafa
gæludýr.
Leigutími lágmark 3 ár. Vinsamlegast sendið tölvupóst á:
sveinssonk@state.gov fyrir 1. júní með upplýsingum um eignina
og staðsetningu (ljósmyndir,götuheiti og húsnúmer/íbúðarnúmer)
og símanúmer þess sem sýna mundi eignina.