Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 96
Það að starfrækja Siðferðisgáttina á vinnustöðum sýnir að fyrirtækinu sé umhugað um vellíðan starfsmanna og sé þátttakandi í að uppræta óæskilega háttsemi á vinnustöðum. Gyða Kristjánsdóttir Hafnarfjörður hefur sett Heilsueflandi vinnustað á oddinn á öllum sínum 60 vinnustöðvum. „Því hefur verið líkt við stríðs- ástand þar sem ósýnilegur óvinur getur drepið mann hvenær sem er; sú óvissa, álag og umbreytingar sem urðu á vinnuumhverfi okkar í heimsfaraldrinum, enda var Covid-veiran sannarlega ósýni- legur óvinur sem gat drepið okkur, ofan á allt annað sem þá gekk á; kröfur um breytt vinnuumhverfi, nýja hæfni og Covid-veikindi sem ollu álagi á vinnustöðum fólks.“ Þetta segir Kristín Sigrún Guð- mundsdóttir, mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar. Þar á bæ er stefnan sett á að vera Heilsueflandi vinnustaður. „Heimsfaraldurinn leiddi af sér stöðugar breytingar, samkomu- takmarkanir, reglulega endur- skipulagningu á vinnustöðum, sóttvarnahólf og smitrakningu. Allt olli það miklu álagi á starfs- fólk og krafðist nýrrar þekkingar og hæfni, jafnvel yfir nótt, þegar þurfti að skipta vinnustöðum í sóttvarnahólf og fundir færðust yfir í fjarfundarbúnað. Fjórða iðnbyltingin var vissulega farin að banka á dyrnar en með Covid- 19 ruddist hún inn með látum; nokkuð sem sérfræðingar í staf- rænni umbyltingu áttu von á að tæki næstu einn til tvo áratugina að umbreyta. Tæknin var til, en lítið farið að nota hana, og allt í einu varð fólk tilneytt til að taka rafræna fundi á Zoom eða Teams, sem að öllu jöfnu hefði ekki gerst nema að vel skoðuðu máli með sérfræðinga í breytingastjórnun sér til halds og trausts, að tileinka sér nýja þekkingu, verklag, ferla og færni á hæfilegum hraða. En heimsfaraldur spyr ekki hvort mannkynið sé tilbúið í slaginn, hann bara mætir með tilheyrandi álagi á starfsfólk og vinnumenn- ingu,“ segir Kristín. Heilsuefling besta fjárfestingin Fyrir mannauðsfólk urðu til fjölmörg ný verkefni til að mæta vanlíðan starfsfólks á tímum Covid. Aukið álag vegna breytinga, óvissuástands og krafa um nýja þekkingu og hæfni, olli enn frekari veikindafjarveru á vinnustöðum, ofan á veikindin sem Covid olli beint. „Allt svona álag, óvissa og hraðar breytingar hafa áhrif á fólk og sumir eiga erfiðara með óvissu en aðrir. Því finnst mér kærkomið tækifæri nú að snúa vörn í sókn, þegar faraldurinn er í rénun og líf okkar að mestu leyti að verða eðlilegt, að innleiða Heilsueflandi vinnustaði á allar starfsstöðvar Hafnarfjarðarbæjar. Embætti landlæknis þróaði þetta stórkost- lega verkfæri sem gerir vinnu- stöðum kleift að nálgast markvisst og skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilsu og vellíðan til góðs; ekki aðeins fyrir starfsfólk, heldur samfélagið allt. Því hefur Hafnarfjörður ákveðið að fara í þessa vegferð og innleiða Heilsu- eflandi vinnustaði á öllum sínum rúmlega sextíu starfsstöðvum,“ greinir Kristín Sigrún frá. Þessa dagana vinnur Hafnar- fjarðarbær að ráðningu verk- efnisstjóra til að leiða verkefnið til næstu tveggja ára og er vonast til að verkefnið hefjist af fullum krafti í lok ágúst. „Ég fullyrði, út frá faraldrinum og því sem á undan er gengið, að heilsuefling, hvort sem hún er líkamleg eða andleg, er með betri fjárfestingum í mannauði sem hægt er að gera í dag,“ segir Kristín. „Nauðsynlegt er að hafa skýra mælikvarða til að mæla árangur af Heilsueflandi vinnustað og við stefnum að því að allt starfs- fólk Hafnarfjarðar hafi aðgang að mælaborði til að fylgjast með árangri af verkinu. Miklu skiptir að innleiðingin verði gagnsæ, árang- ursrík og sýnileg, og að starfsfólkið upplifi áhrif og aukna ánægju og vellíðan í starfi. Þá vonum við að heilsuefling verði til framtíðar sjálfsagður hluti af menningu allra starfsstöðva Hafnarfjarðarbæjar og að verkefnið verði til að valdefla starfsfólk okkar til heilsueflingar og vellíðunar.“ Margt hefur bein áhrif á heilsu Heilsueflandi vinnustaður er að vissu leyti staðall með gátlistum þar sem tekið er á átta mismun- andi þáttum sem hver og einn hefur fjölmarga undirþætti. „Það sem gerir þetta að frá- bæru verkfæri er að í því er tekið á mörgum þáttum heilsueflingar, svo sem stjórnun á vinnustað, sem hefur ótrúlega mikil áhrif á líðan starfsfólks; hvernig stjórnandi sinnir sínu starfi. Heilsueflandi vinnustaður tekur líka vítt á þáttum sem hafa áhrif á heilsu fólks á vinnustað; til dæmis hvaða matur er í boði, hvernig álagsstýr- ingin er, hvernig stutt er við and- lega heilsu starfsfólks, er mögu- leiki til heilsuiðkunar og sturta á staðnum, er fólki gert kleift að koma á hjóli í vinnuna, en einnig umhverfisþáttum eins og hvort loftgæði og hljóðvist séu góð, því svo margt hefur bein áhrif á heilsu fólks á vinnustöðum þess,“ greinir Kristín frá. Hún hvetur öll fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til að setja Heilsueflandi vinnustað á dagskrá. „Á einhverjum tímapunkti vona ég að Embætti landlæknis fái fjár- magn til að senda menn út af örk- inni og votta hvort fyrirtæki séu heilsueflandi og hvort þau standi í stykkinu þegar kemur að heilsu og vellíðan starfsmanna. Við vitum að ekki verður hægt að gera eins fyrir alla á okkar fjölmörgu starfsstöðvum. Hver einasta starfsstöð er ólík og þarf að setja sér sín eigin markmið, samanber ólíkar aðstæður og áherslur í til dæmis leikskólum, íbúðakjörnum fyrir fatlaða eða deildum sem sjá um göturnar okkar. Allt eru þetta ólík störf með ólíkar kröfur og því munum við hafa fulltrúa allra starfsmanna með í ráðum.“ n Sjá nánar á hafnarfjordur.is Hvetur fyrirtæki til að huga að heilsu starfsfólks Frá vinstri standa mann- auðsráðgjaf- arnir Íris Ósk Bjarnadóttir, Sandra Kristín Jónsdóttir og Ólafur Heiðar Harðarson. Lengst til hægri er Kristín Sigrún Guð- mundsdóttir, mannauðsstjóri Hafnarfjarðar- bæjar. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Hagvangur rekur þjónustu sem kallast Siðferðisgáttin og er markmiðið að skapa fyrirtækjum og stofnunum vettvang fyrir starfsmenn sína til að koma því á fram- færi til óháðs þriðja aðila, Siðferðisgáttarinnar, ef þeir verða fyrir óæskilegri fram- komu á vinnustaðnum eða upplifa vanlíðan í tengslum við störf sín. „Hagvangur hefur verið að vinna með fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi í um 50 ár og við fundum fyrir ákveðnu ákalli um að í mörgum tilfellum vantaði að hafa óháðan aðila í þessum málum strax frá upphafi. Þetta geta verið viðkvæm mál sem þarf að vanda sig sérstaklega við að bregðast við,“ segir Gyða Kristjánsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi. „Í dag finnum við að fyrirtæki eru mikið að kalla eftir svona verkfæri til þess að sýna fram á góða stjórnarhætti. Þetta er klárlega hluti inn í þá jöfnu sem fyrirtæki eru flest að vanda sig við núna. Að sama skapi eru fyrirtæki líka að sýna fram á samfélagslega ábyrgð með því að bjóða upp á slíka leið fyrir sitt starfsfólk. Sið- ferðisgáttin starfar sem óháður ráðgjafaraðili í samstarfi við stjórn fyrirtækja eða stofnana sem gera samning um að starfrækja Siðferðisgáttina á viðkomandi vinnustað.“ Á vefsíðunni sidferdisgattin.is kemur fram að allir starfsmenn, óháð stöðu, geti komið máli sínu á framfæri til óháðs þriðja aðila ef þeir upplifa óæskilega framkomu eða vanlíðan í tengslum við störf sín. „Hagvangur er þessi þriðji aðili; starfsmenn fyrirtækja geta notað þetta sem leið til að koma fram með sína upplifun eða hvað sem er og við tökum við tilkynningum þegar þær koma inn á okkar borð, hvort sem það er í gegnum síma eða tölvupóst. Viðkomandi leitar til okkar í fullum trúnaði en ef við- komandi vill fara áfram með málið undir nafni þá erum við í mjög nánu samstarfi við annaðhvort mannauðsstjóra eða framkvæmda- stjóra viðkomandi fyrirtækis svo að hægt sé að bregðast við, sem er oftast reyndin,“ segir Yrsa. Ávinningurinn Ávinningurinn er margvíslegur og má þar nefna að þetta styrkir stoðir góðrar og heilbrigðrar vinnustaða- menningar. Það að starfrækja Sið- ferðisgáttina á vinnustöðum sýnir svo að fyrirtækinu sé umhugað um vellíðan starfsmanna og sé þátttakandi í að uppræta óæski- lega háttsemi á vinnustöðum. Þar kemur samfélagslega ábyrgðin við sögu og jafnframt góðir stjórnar- hættir. Þegar kemur að óæskilegri hegðun segir Stefanía að ekki sé verið að binda sig eingöngu við alvarlegustu málin, sem eru kyn- ferðislegt áreiti, einelti og ofbeldi, heldur sé lögð áhersla á að hafa þetta opið gagnvart öllu sem snýr að vanlíðan í tengslum við störf viðkomandi. „Það er betra að grípa inn í fyrr en seinna. Eitthvað sem var kannski minni háttar mál getur orðið að risastóru máli ef ekki er gripið inn í sem fyrst. Og megin- tilgangur okkar er að grípa málin áður en þau verða að risastórum snjóbolta sem byrjar að rúlla, ásamt því að vera sterk forvörn.“ n Verkfæri tengt góðum stjórnarháttum og samfélagslegri ábyrgð Stefanía Hildur Ásmundsdóttir, Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir og Gyða Kristjánsdóttir. „Í dag finnum við að fyrirtæki eru mikið að kalla eftir svona verkfæri til þess að sýna fram á góða stjórnarhætti. Þetta er klárlega hluti inn í þá jöfnu sem fyrirtæki eru flest að vanda sig við núna,“ segir Gyða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 32 kynningarblað 21. maí 2022 LAUGARDAGURMannauðsMál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.