Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 118

Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 118
Við feng- um þetta árið erfiðar aðstæður svo sem fimbul- kulda og snjó- blindu. Vilborg Arna Þetta var frábær stund og Íslendingar eru svo sannarlega að sækja í sig veðrið þegar kemur að ferðum af þessari stærð. Vilborg Arna Vilborg Arna Gissurardóttir og Brynhildur Ólafsdóttir fóru fyrir átta manna leið- angri þvert yfir Grænlands- jökul og þurftu að þola 42 stiga frost með vindkælingu þegar kaldast var. Hópurinn lenti á Reykja- v í k u r f lug vel l i u m k völdmatarleytið á miðvikudag og voru fagnaðarfundir þegar leiðangursmenn föðmuðu fjöl- skyldumeðlimi sína eftir mánað- araðskilnað og erfiðar aðstæður. „Við Brynhildur vorum búnar að ræða þetta öðru hvoru í tvö ár áður en við létum slag standa og auglýst- um ferðina síðasta haust,“ segir Vil- borg Arna aðspurð um forsöguna. „Það er ákveðinn hópur sem hefur verið að stunda ferðaskíða- mennsku síðustu ár og vaxið innan greinarinnar svo sífellt f leiri eru að verða tilbúnir til þess að takast á við verkefni af þessari stærðargráðu.“ Hún segir hópinn sem skráði sig til leiks sterkan og reynslumikinn, sem er auðvitað lykilatriði í slíkri áskorun. Fólk sem hefur ýmist stundað útivist í áratugi eða komið inn af krafti síðustu ár. „Flestir höfðu tekið þátt í verkefnum á okkar vegum áður, svo sem í Vatna- jökulsþverunum, háfjallaferð til Nepal og fleira. Það er gaman að sjá greinina vaxa og þróast í þessa átt. Bakgrunnurinn hjá þátttakendum er fjölbreyttur og kemur úr björg- unarsveitastarfi, úr hópastarfi í ferðafélögunum og þátttöku í gönguskíða- og últrahlaupum. Hæfileikarnir leyndu sér heldur ekki þegar kom að því að leysa hin ýmsu mál, svo sem viðgerðir á búnaði, saumaskap eða frumlegri eldamennsku til þess að brjóta upp daglega matseðilinn,“ segir Vilborg. Gaman að konum fjölgi Vilborg var að þvera Grænlands- jökul í annað sinn en í fyrra skiptið, fyrir áratug, gekk hún í öfuga átt. „Það var lærdómsríkur leiðangur og fyrsta ferðin mín af þessari stærðargráðu. Í gegnum tíðina hafa konur verið í minnihluta þeirra sem stýra stórum leiðöngrum og það er gaman að fylgjast með og taka þátt í þeirri þróun að fjölga þeim.“ Eins og fyrr segir stýrði Vilborg leiðangrinum við aðra konu, hina reyndu Brynhildi Ólafsdóttur, en Vilborg segir þær vinna vel saman í stórum ferðum, enda farnar að læra vel hvor inn á aðra. „Það er ómetanlegt að eiga trausta og góða félaga úti á örkinni.“ Leiðin yfir Grænlandsjökul frá vestri til austurs er 540 kílómetrar samkvæmt korti, en Vilborg segir sjálfa gönguna þó lengri enda þurfi stundum að taka beygjur og sveiga. „Sérstaklega fyrstu dagana sem liggja í gegnum bláísinn, sem helst er hægt að líkja við völundarhús. Hæsti punktur jökulsins er um 2.500 metrar en hækkunin sjálf er meiri þar sem stallar og landslag eru í jöklinum.“ Vilborg segir oft hægt að ná smá rennsli á skíðunum niður í móti. „En maður þarf að borga fyrir það með því að skíða upp á bungu strax á eftir.“ Fimbulkuldi og snjóblinda Vilborg segir það reyna á bæði and- lega og líkamlega að þvera jökulinn. „Flestir finna fyrir þreytu, sumir fá álagsmeiðsli og svo er þetta líka langur tími að heiman frá fjölskyld- unni sem getur reynt á. Við fengum þetta árið erfiðar aðstæður, svo sem fimbulkulda og snjóblindu,“ segir Vilborg en hún lýsir snjóblindu á við það að skíða inni í mjólkurglasi. „Því ekki er hægt að greina mun á himni og jörðu.“ Eins segir hún færið hafa verið svokallað sandpappírsfæri. „Það stafar af miklum kulda en þá er ekkert rennsli á skíðum og sleðum og færið verður því mjög þungt. Það er því óhætt að segja að hafa þurfti fyrir hverjum kílómetra og þessum fáu góðu dögum sem við fengum var tekið fagnandi af lífi og sál.“ Vilborg segir alla hafa einhvern tíma átt erfiða daga í leiðangrinum og að það sé eitt af því sem þurfi að hugsa vel fyrir fram, hvernig maður ætlar að díla við slíkar stundir, því þær séu óhjákvæmilegar á svo löngum tíma. „Gott pepp frá félaga, tónlist eða hljóðbók í eyrun getur gert krafta- verk á slíkum stundum og flestir ná sér fljótt og vel á strik. Ég elska sjálf að vera með eitthvað á takteinum, bæði þegar ég er í stuði sem og þegar á þarf að halda.“ Verbúðar-playlistinn alla leið Í þessari ferð vildi þó ekki betur til en svo að niðurhalið á síma Vilborg- ar misfórst eitthvað, en hún taldi sig vera að leggja af stað með gríðarlega gott og skemmtilegt úrval af tónlist. „Það vildi þó ekki betur til en svo þegar að á reyndi að þá var eitthvað minna inni á símanum, eiginlega bara nokkur lög eða óviðjafnan- legur Verbúðar-playlistinn á Spot- ify. Mörg lögin eru algjör nostalgía og gaman að tralla með en ég viður- kenni að það gerði ekki mikið fyrir stuðið í mér að fá lögin Máninn hátt á himni skín eða Nú er árið liðið, í þúsundasta skiptið í ferðinni, en það er samt svolítið fyndið. Ég valdi lagið Svart-hvíta hetjan mín sem lag ferðarinnar hjá mér,“ segir hún og hlær. Hópur Vilborgar og Brynhildar var þó ekki einn á Grænlands- jökli enda annar íslenskur hópur á vegum leiðsögumannsins Einars Torfasonar einnig á ferðinni og urðu miklir fagnaðarfundir þegar þeir mættust á hájöklinum. Tveir íslenskir hópar í fyrsta sinn „Við gengum frá vestri til austurs en sá hópur gekk í hina áttina, svo við mættumst á jöklinum. Við vorum í sambandi í gegnum skilaboð sem send voru í gegnum gervihnött enda ekkert símsamband á jökl- inum. Þannig náðum við að bera saman bækur okkar og sjá til þess að við værum örugglega á sömu stefnu og gátum ákvarðað hvenær hóparnir myndu ná saman. Það var líka skemmtilegt og hvetjandi að skrifast á og fá fréttir af hvert öðru, auk þess könnuðust menn við hver annan í hópunum.“ „Þetta er í fyrsta skipti sem tveir íslenskir hópar af þessari stærð Óvænt en sannarlega ánægjulegt faðmlag eftir 30 daga á jökli. Fréttablaðið/Valli Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Yfir Grænlandsjökul í fimbulkulda 38 Helgin 21. maí 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.