Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 14
Náttúrufræðingurinn
106
Ritrýnd grein / Peer reviewed
8. mynd. Veiði fullorðinna dýra (rauðir punktar)
og yrðlinga (bláir punktar) á vestan- og aust-
anverðu landinu. Línurnar sýna þriggja ára
keðjumeðaltal. Aukning eftir 1980 hófst fyrr á
vestanverðu landinu en stóð lengur og varð
meiri austanlands, bæði hvað varðar fullorðin
dýr og yrðlinga. – The total number of adult
(red dots) and juvenile foxes killed (blue dots)
in West (left) and East (right) Iceland. The
dotted lines show 3-year running average.
The growth after 1980 was more rapid in the
west but lasted longer and reached a higher
maximum in the east, both for adults and
cubs. Gögn/Data: Umhverfisstofnun / The
Environment Agency of Iceland.
Ár / YearÁr / Year
0
50
0
10
0
0
15
0
0
20
0
0
25
0
0
30
0
0
0
50
0
10
0
0
15
0
0
20
0
0
25
0
0
30
0
0
F
jö
ld
i v
ei
d
d
ra
d
ýr
a
/
T
o
ta
l k
ill
ed
f
o
xe
s
Vestur / West Austur / East
1960 1980 2000 2020 1960 1980 2000 2020
Yrðlingar / CubsFullorðin dýr / Adults
9. mynd. Hlutfall mórauðra refahræja af vestur-
hluta landsins (bláir punktar, N=4814) og
austurhluta (rauðir þríhyrningar, N=6770). Lá-
rétta línan sýnir 50% hlutfall. Langflest árin
voru mórauðir refir í meirihluta en mikill munur
er á landshlutum hvað þetta varðar. – Per-
cent of obtained samples/fox carcasses of
the blue morph in west (blue dots, N=4814)
and east (red triangles, N=6770) Iceland. The
horizontal line represents 50%. Most years,
blue foxes were more common, but the re-
gions differ as the proportion of blue foxes
was lower in the eastern part.
Ár / Year
H
lu
tf
al
l m
ó
ra
u
ð
ra
/
P
ro
p
o
rt
io
n
b
lu
e
1980
20
40
60
80
10
0
1990 2000 2010 2020
sveiflur í veiðitölum á Hornströndum (6.
mynd). Veiðisókn var stöðug á þessum
tíma, þ.e. farið var á svæðið árlega til að
leita grenja og þau sem voru í ábúð voru
unnin, enda lög um útrýmingu refa enn
í gildi (sjá 1. innskotsgrein, bls. 104).
Þegar Hornstrandir voru heimsóttar
árin 1998 og 1999 var farið á 170 greni
og voru 39 af þeim í ábúð, eða 22,9%.
Gögnin úr ferðinni 1999, fimm árum
eftir friðun, voru borin saman við gögn
frá því fimm árum fyrir friðun. Niður-
stöður benda til þess að stofninn þar
hafi vaxið í fyrstu en síðan hafi stöð-
ugleiki tekið við.21 Upp frá þessu hefur
verið fylgst reglulega með refunum á
Hornströndum, með sérstakri áherslu
á Hornvík og Hælavík (þ.m.t. Hlöðu-
vík) þar sem þekkt eru 42 greni á 72
ferkílómetra svæði.39 Fjöldi grenja í
ábúð sem hlutfall af fjölda grenja sem
farið er á hefur haldist nokkuð stöðugur
um 24,6% að meðaltali frá árinu 1999
eða að jafnaði 0,19 greni á ferkílómetra
(7. mynd).
Svo virðist því sem stofnvöxtur hafi
verið minni innan griðlanda þar sem
friðun á sér stað en þar sem veiðar voru
stundaðar. Refum hélt áfram að fjölga á
landsvísu eftir friðun og til ársins 2008
en hvorki í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli
né í Friðlandi Hornstranda. Ábúðar-
þéttleiki er í samræmi við geldhlutfall,
þ.e. því hærra sem hlutfall grenja í ábúð
er, þeim mun lægra ætti geldhlutfall
að vera, en það er lykilþáttur þéttleika-
háðrar stofnstýringar hjá óðalsdýrum
eins og refum og er vísitala á burðargetu
lands.12 Stærð óðals fer fyrst og fremst
eftir framboði fæðu og eftir því sem
fæðustofnar stækka er pláss fyrir fleiri
óðul, og þéttleiki refa eykst. Að sama
skapi stækka óðulin að flatarmáli, þeim
fækkar og þéttleiki rándýra, þ.á m. refa,
minnkar þegar fæðuframboðið dregst
saman.40 Á svæðum þar sem þéttleiki
refa er mikill, svo sem á Hornströndum,
er geldhlutfall yfirleitt hátt því ekki fá öll
kynþroska dýr aðgang að óðali. Veiðar,
sérstaklega grenjavinnsla, hafa þau áhrif
að samkeppni um óðul verður minni og
kynþroska dýr sem annars væru geld fá
tækifæri til að tímgast. Hóflegar veiðar
kunna því að geta viðhaldið vaxtarhraða
stofns, sérstaklega ef fæðuframboð er
nægilegt að vetri.41 Nánar verður fjallað
um fæðuval og tímgun refa í næstu grein.
Undanfarin ár hefur orðið viðkomu-
brestur hjá refum á Hornströndum og var
ástandið einna verst árið 2019.39 Þá voru
mun færri óðul í ábúð en áður og mun
færri got voru staðfest. Sama virðist hafa
verið uppi á teningnum í Þjóðgarðinum