Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 44

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 44
Náttúrufræðingurinn 136 4. Suðurland. Við rannsóknir á spóum á Suðurlandi 2010–2013 kom í ljós afrán bæði kinda og hesta á eggjum fuglanna. Þetta sást glögglega í myndavélum sem settar voru upp í grennd við hreiður. Niðurstaðna er getið í að minnsta kosti þremur rit- gerðum og einu ráðstefnuspjaldi þar sem fjallað er um varpárangur spóa og hverjir væru valdir að eggjahvarfi.12−15 UMRÆÐA Eflaust eru tilvik um eggja- eða ungaát sauðfjár fleiri en hér eru tilgreind þótt þau hafi ekki verið skráð eða okkur kunnugt um þau. Fækkun í vað- fuglastofnum í Evrópu hefur verið tengd við tap á kjörlendum þeirra vegna landbúnaðar.16 Sjófuglar verða einnig fyrir barðinu á búfénaði.3,4 Sama á við hér á landi. Hvers vegna étur sauðfé egg og unga villtra fugla? Óljóst er hversu víðtækt það er að sauðfé éti egg eða unga. Ef til vill hafa einungis ákveðnar kindur tekið upp á þessu atferli á svipaðan hátt og einstaka svartbakar Larus marinus taka æðar- unga Somateria mollissima. Þeir koma sér fyrir á útsýnisstað og hafa vakandi auga með æðarkollum með unga.17 Sú skýring hefur verið nefnd á fugla- áti kinda að þær vanti steinefni.3 Í Flatey þar sem vart varð við eggja- og ungaát voru kindurnar í girðingu og komust ekki í fjöru. Kindur í Breiðafjarðareyjum hafa löngum leitað í fjörubeit þar sem þær innbyrða salt með þangi.18,19 Sauðfé getur einnig vantað steinefni vegna þess að því er haldið á of litlum afgirtum svæðum. Það virðist samt ekki vera algild skýring enda sést sauðfé oft á þjóðvegum landsins sleikja salt sem notað er til rykbindingar á malarvegum, en vegsalt er að mestu natríumklóríð, þ.e. venjulegt matarsalt.20 Búfé getur haft ýmis önnur áhrif á villta fugla en að éta egg og unga. Þannig eru hreiður troðin niður og egg brotin.21 Samband er á milli áhrifa á fugla og fjölda húsdýra, og hversu lengi dýrin eru í ákveðnu hólfi.1,22 Varp mófugla, svo sem hrossagauka Gallinago gallinago í Flatey misferst iðulega vegna átroðn- ings, eins og fjölmargar skráningar vitna um (ÆP & ST, óbirtar uppl.). Áhrif búfjár eru eflaust breyti- leg eftir því hvaða búfénaður á í hlut. Þannig gengur hrossabeit oft nærri landi í litlum beitarhólfum. Sýnt hefur verið fram á að varpþéttleiki vepju Vanellus vanellus er ekki eins mikill þar sem búfénaði er beitt og meiri hætta er á afráni.23 Hér er ekki svigrúm til að kafa djúpt í þetta viðfangsefni en full ástæða er til að benda á að áhrif búfénaðar á fugla eru enn lítt könnuð á Íslandi.24−27 Þau geta bæði verið nei- kvæð og jákvæð. SUMMARY Predation of sheep on wild bird eggs and chicks in Iceland In 2019 to 2021 sheep were noted eat- ing Arctic tern Sterna paradisaea eggs, as well as beheading chicks and cutting off part of their wings, on the island of Flatey in Breiðafjörður, W-Iceland (Figs 1–5). One Redshank chick Tringa totanus was also found beheaded. The reason for this behaviour is unknown but may possibly be related to minieral deficiency in the sheep. Recorded observations of this kind are rare in Iceland. Here is a summary in chronological order of other incidental observations when livestock were either seen or inferred to have taken wild bird eggs or killed unfledged young. The first such observation is from 1964 when sheep were seen eating Arc- tic tern eggs on the island of Flatey in Skjálfandi bay, N-Iceland. The second example is from 1983−1985 when domestic sheep were observed predating on various wader eggs, such as Golden Plover Pluvia- lis apricaria and Whimbrel Numenius phaeopus at the farm Engidalur in N-Iceland. The third example is from 1996 when sheep in Mjóifjörður, E-Iceland, were inferred having predated Arctic tern chicks, which were found head- less and some of the sheep in same enclosure were found to have blood on their muzzle. During 2010–2013, in a breeding biology study of Whimbrel Numenius phaeopus in S-Iceland, using camera traps, sheep and horses were recorded predating eggs. The effects of sheep or other live- stock on wild birds is still poorly stud- ied in Iceland, but these can be both negative and positive for the birds. 1. Beintema, A.J. & Müskens, G.J.D.M. 1987. Nesting success of birds breeding in Dutch agricultural grasslands. Journal of Applied Ecology 24(3). 743–758. 2. Sharps, E., Smart, J., Mason, L.R., Jones, K., Skov, M.W., Garbutt, A. & Hiddink, J.G. 2017. Nest trampling and ground nesting birds: Quantifying temporal and spatial overlap between cattle activity and breeding Redshank. Ecology and Evolution 7(16). 6622–6633. 3. Furness, R.W. 1988. The predation of tern chicks by sheep. Bird Study 35(3). 199–202. 4. Furness, R.W. 1988. Predation on ground-nesting seabirds by island populations of red deer Cervus elaphus and sheep Ovis. Journal of Zoology 216(3). 565–573. 5. Ævar Petersen 1979. Varpfuglar Flateyjar á Breiðafirði og nokkurra nærliggj- andi eyja. Náttúrufræðingurinn 49(2−3). 229−256. HEIMILDIR ÞAKKIR Ragnar Helgi Ólafsson lagði til mynd sem höfundar þakka fyrir. 6. Ævar Petersen 2018. Arctic terns in Iceland. Fyrirlestur 13. mars 2018 á fundinum CBird meeting í Cambridge, Englandi. 21 bls. https://www.researchgate. net/publication/356504421_erindi-2018-03-13-Kria-CBird_22_-Cambridge 7. Freydís Vigfúsdóttir, Tómas G. Gunnarsson & Gill, J.A. 2013. Annual and between-colony variation in productivity of Arctic tern in West Iceland. Bird Study 60(3). 289−297. 8. Ævar Petersen 2010. Fuglalíf í Flatey á Skjálfanda. Náttúrufræðistofnun Íslands NÍ-10001, Reykjavík. 44 bls. 9. Sigurður Gunnarsson 2000. Höfuðlausir kríuungar. Bliki 20. 65. 10. Kristlaug Pálsdóttir 1992. Eggjaát hjá kindum. Bliki 12. 55–56. 11. Rannveig Þórhallsdóttir 2008. Ég hef nú sjaldan verið algild. Hólar, Akureyri. 279 bls. 12. Borgný Katrínardóttir 2012. The importance of Icelandic riverplains as breed- ing habitats for Whimbrels Numenius phaeopus. MS-ritgerð við Háskóla Íslands. 50 bls. 13. Tómas G. Gunnarsson & Borgný Katrínardóttir 2014. Sauðfé étur egg og unga. Bændablaðið 20. nóvember, 51.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.