Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 75

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 75
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 167 silfurberg gegndi hlutverki og er það ótrúlegur listi sem fæstir hafa líklegast haft greinargóða hugmynd um. Bókin er blanda flestra meginþátta í sögu silfurbergsins en aðalþættirnir eru einkum tveir. Fyrst ber að nefna sjálfa vísindasöguna, hvernig þekking á silfur- bergi og eiginleikum þess leiddi sífellt til þróaðri og dýpri þekkingar á eðlisfræði, einkum ljósfræði og rafsegulfræði, og fræðigreina á öðrum sviðum, svo sem matvælafræði, líffræði og læknisfræði. Bókin skilur lesandann í þessu tilliti eftir með góða hugmynd um mikilvægi vísindarannsókna og hvernig hver upp- götvunin hleðst ofan á þá fyrri. Hinn aðalþátturinn er það hvernig nýting silfurbergsins fléttaðist inn í Íslands- söguna sjálfa, þróun samfélagsins, verk- þekkingu og sjálft samband Íslands við umheiminn. Með því að flétta þessa tvo þræði saman við stóratburði heims- sögunnar fæst yfirsýn um samhengi íslenskrar jarðfræði og heimssögu sem vart hefur verið gefin áður, nema ef til vill helst í umfjöllun um Skaftárelda og áhrif þeirra á heimssögulega atburði. Höfundum tekst vel að kasta ljósi á þetta samhengi fyrir lesendur. EFNISTÖK Höfundur þessa greinarkorns telur ekki sérstaka ástæðu til að fara yfir efnis- tök hvers kafla bókarinnar. Kaflarnir eru heildstæðir og ramma hver um sig ákveðið umfjöllunarefni á skýran og afmarkaðan hátt. Fyrstu kaflar bókar- innar fanga vísindasögu 17.–18. aldar og setja tóninn, sérstaklega fyrir þá lesendur sem hafa ekki kynnt sér vís- indaframvindu fyrri alda. Sá þráður er gegnumgangandi í bókinni en eftir að lestur hefst kemur fljótt í ljós hve víð- feðm saga silfurbergsins er í vísinda- sögunni og hve nátengt það er ýmsum afkimum eðlisfræðinnar. Ef hratt er lesið verður bókin því eins konar rússí- bani í gegnum stóran hluta vísindasögu síðustu alda, einkum eðlis-, efna- og kristallafræði. En það má líka dóla sér hægar í gegnum bókina, smjatta á köflunum og velta þeim fyrir sér. Fyrir áhugafólk um Íslandssögu kennir hér ýmissa grasa, mörg stef og nöfn eru kunnugleg en annað kemur lesendum á óvart. Sögu Helgustaða við Reyðarfjörð og námunnar þar eru gerð góð skil en bókin vekur eðlilega upp spurningar um sjálfan fundarstaðinn, hvernig á Þversnið af skautunarsmásjá (þ. Polarisations- mikroskop) frá 1871, til að skoða gegnsæjar þunnsneiðar af bergsýnum. Nicol-prismu (merkt p og q) gerð úr íslensku silfurbergi eru notuð til að skauta ljós í bæði neðri og efri hluta smásjárinnar en með tvískautuðu ljósi má greina á milli mismunandi steinda í berg- sýninu. Úr Physikalische Krystallographie (1885) e. Paul Groth.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.