Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 75

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 75
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 167 silfurberg gegndi hlutverki og er það ótrúlegur listi sem fæstir hafa líklegast haft greinargóða hugmynd um. Bókin er blanda flestra meginþátta í sögu silfurbergsins en aðalþættirnir eru einkum tveir. Fyrst ber að nefna sjálfa vísindasöguna, hvernig þekking á silfur- bergi og eiginleikum þess leiddi sífellt til þróaðri og dýpri þekkingar á eðlisfræði, einkum ljósfræði og rafsegulfræði, og fræðigreina á öðrum sviðum, svo sem matvælafræði, líffræði og læknisfræði. Bókin skilur lesandann í þessu tilliti eftir með góða hugmynd um mikilvægi vísindarannsókna og hvernig hver upp- götvunin hleðst ofan á þá fyrri. Hinn aðalþátturinn er það hvernig nýting silfurbergsins fléttaðist inn í Íslands- söguna sjálfa, þróun samfélagsins, verk- þekkingu og sjálft samband Íslands við umheiminn. Með því að flétta þessa tvo þræði saman við stóratburði heims- sögunnar fæst yfirsýn um samhengi íslenskrar jarðfræði og heimssögu sem vart hefur verið gefin áður, nema ef til vill helst í umfjöllun um Skaftárelda og áhrif þeirra á heimssögulega atburði. Höfundum tekst vel að kasta ljósi á þetta samhengi fyrir lesendur. EFNISTÖK Höfundur þessa greinarkorns telur ekki sérstaka ástæðu til að fara yfir efnis- tök hvers kafla bókarinnar. Kaflarnir eru heildstæðir og ramma hver um sig ákveðið umfjöllunarefni á skýran og afmarkaðan hátt. Fyrstu kaflar bókar- innar fanga vísindasögu 17.–18. aldar og setja tóninn, sérstaklega fyrir þá lesendur sem hafa ekki kynnt sér vís- indaframvindu fyrri alda. Sá þráður er gegnumgangandi í bókinni en eftir að lestur hefst kemur fljótt í ljós hve víð- feðm saga silfurbergsins er í vísinda- sögunni og hve nátengt það er ýmsum afkimum eðlisfræðinnar. Ef hratt er lesið verður bókin því eins konar rússí- bani í gegnum stóran hluta vísindasögu síðustu alda, einkum eðlis-, efna- og kristallafræði. En það má líka dóla sér hægar í gegnum bókina, smjatta á köflunum og velta þeim fyrir sér. Fyrir áhugafólk um Íslandssögu kennir hér ýmissa grasa, mörg stef og nöfn eru kunnugleg en annað kemur lesendum á óvart. Sögu Helgustaða við Reyðarfjörð og námunnar þar eru gerð góð skil en bókin vekur eðlilega upp spurningar um sjálfan fundarstaðinn, hvernig á Þversnið af skautunarsmásjá (þ. Polarisations- mikroskop) frá 1871, til að skoða gegnsæjar þunnsneiðar af bergsýnum. Nicol-prismu (merkt p og q) gerð úr íslensku silfurbergi eru notuð til að skauta ljós í bæði neðri og efri hluta smásjárinnar en með tvískautuðu ljósi má greina á milli mismunandi steinda í berg- sýninu. Úr Physikalische Krystallographie (1885) e. Paul Groth.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.