Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 202210 Stjórn Byggðastofnunar setur almennar reglur um lánakjör hennar með það markmið að leiðarljósi að tryggja aðgang lands- byggðarfólks að langtíma lánum á sem hagstæðustum kjörum. Samkeppnishæfni Byggða- stofnunnar á lánakjörum til bænda hefur því verið mönnum hugleikin, þá hvernig þau standa á móti þeim kjörum og vöxtum er bjóðast á almennum markaði. „Byggðastofnun er samkeppnis- hæf í vaxtakjörum að mínu mati,“ tekur Arnar til máls, „en hefur reyndar aðeins dregist aftur úr í verðtryggðum vöxtum. Ástæðan er sú að stofnunin er sjálf með verðtryggð skuldabréf sem hún getur ekki endurfjármagnað og þar af leiðandi getum við ekki endurfjármagnað lán viðskiptavina okkar úr verðtryggðum kjörum í óverðtryggð því það myndi þá setja okkar verðtryggingajöfnuð í ójafnvægi. Það er ástæðan fyrir því að við höfum ekki getað heimilað bændum - sem hefur verið mikil krafa um - að breyta lánunum sínum úr verðtryggðum í óverðtryggð. Hins vegar var stjórnin að samþykkja á stjórnarfundi í byrjun maí að slíkar breytingar væru nú heimilar þegar verðtryggingajöfnuðurinn leyfir. Staðan er þannig núna,“ segir Arnar, „að Byggðastofnun er að taka ný lán, sem gera okkur kleift að koma verðtryggingajöfnuðinum í jákvæða átt um sirka 800 milljónir. Það gerir það að verkum að við getum skilmálabreytt um 800 milljónum af verðtryggðum lánum bænda, sem væri mjög einfalt verk að gera nema hvað að verðtryggð lán bænda í lánasafni Byggðastofnunar eru um 6 milljarðar. Þá stöndum við frammi fyrir því hvernig við eigum að koma þessum 800 milljónum út með jafnræði og gagnsæi í huga. Auðvitað eru ekki allir bændur sem kjósa að færa sig frá verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð, enda munu slíkar breytingar hækka mánaðarlega greiðslubyrði þeirra svo um munar, eða um 125 þús. kr. af 50 m.kr. láni. Við sjáum fyrir okkur að heimila slíkar breytingar bændum sem tóku lán fyrir árið 2020, en þá fórum við að bjóða óverðtryggð landbúnaðarlán. Þeir bændur sem tóku verðtryggð landbúnaðarlán eftir þann tíma höfðu val um óverðtryggð eða verðtryggð á meðan hinum sem tóku lán fyrr bauðst einungis að taka verðtryggð lán. Þar af leiðandi heimilum við þessum aðilum að sækja um skilmálabreytingu núna og hinum þá í seinni atrennum þegar jöfnuðurinn leyfir það, en vonandi verður aftur í boði svipuð upphæð á næsta ári.“ Kjör og samkeppnishæfni óverðtryggðra lána „En svo varðandi kjörin sjálf,“ heldur Arnar áfram. „Eins og áður sagði höfum við aðeins setið eftir í verðtryggðu kjörunum. Vextir í landinu fara hækkandi eins og er, og munurinn á milli verðtryggðra og óverðtryggðra kjara Byggðastofnunar hefur minnkað. Óhagræðið við óverðtryggt lán er að í kjölfar vaxtahækkunar, hækkar mánaðarleg greiðslubyrði mjög skarpt strax, en gerist mun síðar er kemur að verðtryggðum lánum vegna þess að verðtryggingin leggst ofan á höfuðstólinn og dreifist yfir lánstímann. Það gerir það þó að verkum að verðtryggða lánið er mun dýrara á heildina litið, en greiðslubyrðin sem slík meðfærilegri. Því er viðbúið, í því vaxtastigi og miklu vaxtahækkunum sem við búum við núna, að afborganirnar af óverðtryggðum lánum verði þungar og því mikilvægt að huga að greiðslugetunni. Óverðtryggðu kjörin okkar eru þó klárlega samkeppnishæf og við greinum það í gríðarlegri eftirspurn. Landbúnaður er langstærsta atvinnugreinin í lánasafni Byggða- stofnunar og lánin núna rúmir níu milljarðar, eða rétt tæpur helmingur af lánasafninu. Alls er lánasafn Byggðastofnunar rétt rúmir 20 milljarðar og hefur tvöfaldast síðan 2016. Þessi tvöföldun er að langmestu leyti drifin áfram af landbúnaði og ferðaþjónustu, en tvennt má telja að valdi þessu. Annars vegar það að bændur í mjólkurframleiðslu þurfa að taka ákvörðun um hvort þeir ætli að fara í lausagöngufjós samkvæmt nýrri reglugerð, eða hætta í mjólkurframleiðslu. Gamla fyrirkomulagið með básafjósunum er að renna sitt skeið og ný reglugerð gerir það að verkum að bændur verða að vera með lausagöngufjós. Það er stór og dýr framkvæmd sem ég tel að skýri að mestu leyti þessa gríðarlegu aukningu á lánveitingum frá Byggðastofnun.“ Kaup yngri kynslóðarinnar á bújörðum „Hins vegar svo, að árið 2020 fórum við að bjóða upp á sérstök kynslóðaskiptalán í landbúnaði. Ástæðan var sú að erfitt er oft fyrir unga bændur að kaupa sér bújarðir. Þær eru dýrar og hafa leikreglurnar verið þannig á fjármögnunarmarkaði að hefðbundin eiginfjárkrafa í lánveitingum er yfirleitt 25% á móti 75% láni. Sem dæmi þurfa þá ungir bændur sem kaupa sér bújörð fyrir hundrað milljónir að eiga 25 milljónir í eigið fé – og það er eðlilega oftar en ekki erfið krafa. Fólk hefur til dæmis verið að brúa þetta bil með því að fá seljendalán frá núverandi eigendum búsins – sem gerir það aftur að verkum að vegna seljendalánsins eiga seljendur þá sjálfir í vanda með aðra búsetukosti. Við fórum því af stað með 90% lán með tilkomu ábyrgðakerfis Fjárfestingasjóðs Evrópu, (EIF). Þá er hámarks veðsetning allt að 90% í tilfelli kynslóðaskipta.“ Markmið með lánveitingum „En aftur varðandi vextina, þá stendur öllum bændum til boða að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán. Vonandi gefst okkur kostur á að laga verðtryggðu kjörin á næstunni. Við reynum alltaf að vera samkeppnishæf í kjörum og tökum sérstaka umræðu um vexti í stjórn tvisvar sinnum á ári, oftar ef þurfa þykir. Ræðum þar vaxtaumhverfið á Íslandi, förum yfir okkar fjármögnun, hvort að einhvers staðar sé þörf á að endurskoða vaxtakjör og hvaða möguleika við höfum út frá því fjármagni sem við höfum. Vaxtabreytingar og vaxtaumræða er því mjög tíð hjá Byggðastofnun enda er okkar markmið að bjóða landsbyggðunum öllum samkeppnishæf kjör. Takmark Byggðastofnunar með lánveitingum er að veita lán í dreifðari byggðir þar sem hugsanlegt aðgengi að lánsfé á markaði er þyngra, en það er ekki mikil hjálp í því að veita lán í dreifðari byggðir á slæmum kjörum. „Það er því markmiðið hjá okkur,“ lýkur Arnar máli sínu, „og það sem við glímum við daglega – að geta veitt lán á jaðarsvæðin á sambærilegum lánakjörum og eru í þéttbýlinu.“ /SP FRÉTTIR Það er betra að vera skjó r en skjóur Skoðun dagsins: Sími 570 9090 • www.frumherji.is Nældu þér í óumdeildari skoðun, komdu með hestakerruna á næs skoðunarstöð og hafðu hana klára rir vorið og sumarið. Arnar Már Elíasson, settur forstjóri Byggðastofnunar: Lánskjör Byggðastofnunar eru samkeppnishæf – Bændum er nú heimilt að breyta verðtryggðum lánum í óverðtryggð „Takmark okkar með lánveitingum er að veita lán í dreifðari byggðir þar sem hugsanlegt aðgengi að lánsfé á markaði er þyngra,“ segir Arnar Már Elíasson, settur forstjóri Byggðastofnunar. Mynd / SP Fjárfestingasjóður Evrópu var stofnaður í júní 1994 til að styðja við markmið Evrópubandalagsins með því að hvetja til fjárfestinga í samevrópskum netum og að lítil og meðalstór fyrirtæki nái umhverfismarkmiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.