Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 202242 Edik á sér langa sögu og nytjar á því verið margvíslegar í gegnum aldirnar. Það hefur verið haft til drykkja og notað til að pækla og auka geymsluþol matar. Í dag er það undirstöðuhráefnið í sinnepi, tómat- og HP-sósu. Edik er notað til að þrífa, eyða lykt og sem illgresis- og skordýraeyðir. Talið er að edik hafi uppgötvast sem hliðarafurð eða mistök við víngerð. Seinna lærðu menn að hægt er að búa til edik úr hvað matvælum sem er svo lengi sem þau mynda alkóhól við gerjun. Í grófum dráttum er til tvenns konar edik. Annars vegar edik sem er gert úr edikssýru, sem er blönduð vatni, eða gerjað edik. Gerjað edik er framleitt úr þynntum afurðum sem verða til við áfengisframleiðslu þar sem uppistaðan er ýmiss konar plöntusafi og kallast þá balsam-, hrísgrjóna-, jurta-, epla-, pálma-, malt- , áðurnefnt öl-, og vínedik svo dæmi séu tekin. Gerjunin á sér stað þegar sykur er brotinn niður af gersveppum án tilkomu súrefnis og til verður alkóhól og koltvísýringur losnar. Á seinni stigum er súrefni bætt við og það gerir bakteríum kleift að framleiða ýmiss konar amínósýrur, vatn og önnur efnasambönd. Í dag er edik aðallega notað til matargerðar en fyrr á tímum var það einnig notað til lækninga. Útþynnt edik, sem er súrt við drykkju, var fyrr á öldum notað til að svala þorstanum og kallað vín fátæka mannsins. Saga ediks Elstu þekktu heimildir um edik eru um sjö þúsund ára gamlar steintöflur frá Babýlon, auk þess sem leifar af ediki hafa fundist í um fimm þúsund ára gömlum leirkrukkum í Egyptalandi. Sagt er að Kleópatra Egypta- landsdrottning hafi unnið veðmál við rómverska elskhuga sinn, Marcus Antonius, með því að leysa perlu upp í glasi með ediki sem hún hristi. Edikgerðarmenn nutu tals- v e r ð r a r virðingar á Shou- tímabilinu í Kína, 1046 til 771, fyrir u p p h a f v e s t r æ n s t í m a t a l s , og var það bæði haft til matar og lækninga. Í Grikk- landi til forna var vatnsþynnt edik blandað með hunangi, drykkur fólksins, og kall- aðist oxykrar. Grikkinn Hippókrates, sem kallaður er faðir læknisfræðinnar, sagði edik vera bæði sótthreinsandi og græðandi fyrir sár og draga úr líkum á sjúkdómum í öndunarfærum. Í Róm var svipaður drykkur sem kallaðist poska, sem sagður er hafa verið bæði styrkjandi og ölvandi, seldur af götusölum. Auk þess var siður meðal Rómverja að hafa skál með ediki nálæga við máltíðir til að væta í brauð og rómverskir hermenn báru iðulega með sér edik í landvinningabrölti sínu til að bragðbæta mat. Auk þess sem edik var notað sem pækill og rotvarnarefni. Samkvæmt því sem segir í náttúrufræði Pliny eldri er edik gott við alls konar kvillum, það bragðbætir mat og eykur almenn lífsgæði. Útbreiðsla og neysla á ediki jókst mikið í Evrópu frá fimmtu til fimmtándu aldar og á þeim tíma var borgin Orléans í Frakklandi fræg fyrir framleiðslu á góðu ediki. Á endurreisnartímanum er áætlað að um 150 edikverksmiðjur hafi verið í Frakklandi og edikframleiðsla ábatasöm útflutningsvara. Plágan mikla, eða svarti dauði, sem gekk yfir Evrópu um miðja fjórtándu öld og fram á þá sautjándu, olli gríðarlegu manntjóni og er sagt að einn af hverjum þremur íbúum álfunnar hafi fallið af hennar völdum. Árið 1720 tóku íbúar Marseille í Frakklandi upp á því að bera í lófa sér svamp sem vættur var með ediki og anda í gegnum hann annað slagið til að verjast plágunni, sem fólk trúði að stafaði af vondu lofti. Aðalsmenn í borginni höfðu stundum þann sið að þeim fylgdi þjónn með ediki í skál svo hægt væri að bleyta upp í svampinum reglulega. Svo mikil var trú íbúa borgarinnar á fyrirbyggjandi mátt ediks við plágunni að þeir betur stæðu létu þvo veggi húsa sinna, bæði að innan og utan, með ediki. Samkvæmt grasalækningabókum miðalda þótti gott að sjóða margs konar jurtir í ediki til að auka kraft þeirra og drekka löginn sér til heilsubótar. Ítalir voru fyrstir til að búa til balsamedik úr vínberjum en Bretar til að framleiða maltedik úr gerjuðu korni. Vinaigre de toilette eða edik sem vellyktandi var talsvert vinsælt meðal kóngafólksins og aðalsins á seinni hluta átjándu aldar. Í auglýsingu frá framleiðanda, Il Secolo, slíks ilmvatns segir að konungur Portúgals og drottningar Hollands og Belgíu og prinsins af Wales kjósi að nota það. Á sama tíma þótti edik upplagt fyrir konur til að lykta af væri korselettið svo þröngt að þeim lá við yfirliði og til að fyrirbyggja mígreni. Edik þótti einnig gott sem augndropar, munnskol og í fótabaðið. „. . . við þorstanum gáfu þeir mér edik að drekka “ Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is SAGA MATAR&DRYKKJA Edik af ýmsum gerðum. Ítalir voru fyrstir til að búa til balsamedik úr vínberjum. „Mig þyrstir.“ Jesús fær edik að drekka á krossinum. Málverk Jacques Joseph Tissot.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.