Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 56
Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 202256 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Stefán og Silja tóku formlega við búrekstrinum að Gerðum í fyrra af foreldrum Stefáns, þeim Geir Ágústssyni og Margréti Stefánsdóttur, en undangengin ár hafa fjölskyldurnar staðið sameiginlega að búskapnum. Býli: Gerðar. Staðsett í sveit: Flóahreppi í Árnes­ sýslu, áður Gaulverja bæjarhreppi. Ábúendur: Stefán Geirsson og Silja Rún Kjartansdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við hjónin ásamt fimm dætrum; Melkorku Álfdísi, 15 ára, Margréti Lóu, 12 ára, Kristjönu Ársól, 11 ára, Ásgerði Sögu, 9 ára og Elsu Björk á fyrsta ári. Tveir kettir eru hér til heimilis, Táta og Lykill. Stærð jarðar? Gerðar ásamt Syðra­ Velli 2 og Galtastöðum eru um 400 hektarar. Gerð bús? Kúabú með nautaeldi. Fjöldi búfjár og tegundir? 80 kýr, þar af 7 holdakýr, 85 kvígur í uppvexti og 101 naut. 20 sauðfjár, 8 hross og nokkrar hænur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagurinn hefst á fjósverkum og öðrum gegningum. Síðan er unnið að öðrum búverkum sem eftir lifir dags með tilliti til veðurs og árs­ tíðar. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Okkur þykja allflest verk skemmtileg en sum störf eru þó meira ergjandi en önnur, eins og til dæmis að berjast við ágang álfta í ræktarlönd sem er okkur ofarlega í huga þessa dagana. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við sjáum í fljótu bragði ekki fyrir okkur miklar breytingar en vonandi höfum við tök á að efla reksturinn á flesta lund. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Eins og staðan er í dag teljum við að mikil tækifæri séu til staðar á nær öllum sviðum íslenskr­ ar búvöruframleiðslu ef vel er staðið að málum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, smjör, skyr og pítusósa. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillaðir hamborgarar eru alltaf jafn vinsælir. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Í seinni tíð er það sennilega gangsetning mjaltaþjóns í fjósinu nýverið. Ristað rósakál og aspassalat Ofnbakað rósakál og aspas, auðvelt og bragðmikið grænmetis meðlæti eða léttur réttur með salati. Tilbúið á innan við 40 mínútum með aðeins fimm hráefnum! Ristað rósakál og aspas › 1 pakki eða net rósakál › 1 búnt grænn aspas › 2 hvítlauksgeirar, skornir í þunnar sneiðar › 2 matskeiðar ólífuolía › 1 klípa salt og pipar Hitið ofninn í 200 gráður. Undirbúið grænmeti: skolið rósakál og aspas. Skerið stilkana af rósakáli og skerið í tvennt eða fernt. Skerið endana af aspas, skerið þá í bita eða framreiðið heila. Steikt grænmeti: Raðið rósakálinu og aspasinum á ofnplötu og dreypið ólífuolíu yfir, blandið grænmetinu þannig að það sé alveg þakið olíu og stráið sneiðum af hvítlauk, salti og pipar yfir. Setjið plötuna í ofninn og steikið í 15 mínútur, hrærið þegar tíminn er hálfnaður til að þetta steikist á öllum hliðum. Berið fram grænmetið. Takið plötuna úr ofninum, raðið grænmeti á disk og berið fram sem meðlæti eða látið kólna og notið sem salat. Gott er að rífa ost yfir, til dæmis Reyki eða Feyki, sem eru ostar sem eru svipaðir í áferð og parmesanostur. Stökkt aspassalat Ferskum aspas er blandað saman við ólífuolíu, sítrónusafa og parmesanosti í þessu ljúffenga, holla salati sem er fullkomið fyrir vorið. › 1 lítill skalottlaukur, saxaður › 3-4 matskeiðar sítrónusafi › salt og pipar, eftir smekk › 2 stilkar þykk aspasspjót (betra að skera með grænmetisflysjara) › 4-5 matskeiðar ólífuolía › 1/3 bolli rifinn parmesanostur › 1/4 bolli söxuð fersk steinselja Í skál, skalottlauk og sítrónusafa blandað saman. Kryddið með salti og pipar. Setjið til hliðar. Skerið hörðu endana af aspasinum. Skerið aspasinn í langar, þunnar ræmur með því að nota grænmetis flysjara. Bætið ólífuolíunni við skalottt­ laukinn og sítrónusafann, þeytið vel saman. Bætið aspasnum saman við og blandið saman. Toppið með rifnum parmesan og ferskri steinselju og berið fram strax. Panna cotta crème Einn einfaldasti eftirrétturinn er panna cotta, eða bragðbættur rjómi með ögn af matarlími, framreitt með vorboðum eins og rabarbara sem er farinn að láta sjá sig í görðum landsmanna. › 3 stk. matarlím › 220 ml mjólk › 400 ml rjómi › 100 g sykur › börkur af ½ sítrónu › 1 kanill › 1 vanilla Allt sett í pott, hitað en ekki soðið, bætt við matarlími sem búið er að vera í köldu vatni, kælt niður og sett í glös og framreitt með rabarbara eða öðrum ávöxtum eða berjum. Rabarbari soðinn í sírópi › 100 ml vatn › 200 g sykur › 1 stjörnuanís › 50 ml perno eða annar líkjör Gott er að léttsjóða rabarbara í ögn af sykursírópi til að jafna sýru og sætu – og nota sem meðlæti. Bætt ofna á panna cotta eða framreitt með ís Ananaskaka á hvolfi › 1 ferskur ananas › 4 msk. ósaltað smjör › 1 msk. vatn › 150 g ljós púðursykur › 250 g hveiti › 2 ½ tsk. lyftiduft › 230 g ósaltað smjör, stofuhiti › 400 g sykur › 2 stór egg › 120 ml súrmjólk › 2 tsk. hreint vanilluþykkni › 200 g jógúrt ís eða gelato, hægt að kaupa í búð, eða næstu ísbúð Hitið ofninn í 180 gráður. Skrælið ananasinn og fjarlægið kjarnann. Skerið í 21/2 cm þykka bita. Bræðið smjörið ásamt vatninu í litlum potti og bætið ljósum púðursykri út í. Hrærið vel með sleif við meðalhita þar til sykurinn er alveg uppleystur til að mynda fallega slétta karamellu, um það bil 3 til 4 mínútur. Hellið í kringlótt ál­muffinsform sem fást í ýmsum búðum eða gerið eina stóra í kökuformi að eigin vali. Bætið ananas í karamelluna, 1 í miðjuna og þrýstið niður svo þeir fari á kaf í karamelluna. Gerið deigið: Sigtið hveiti og lyftiduft saman. Í hrærivél, blandið saman kremi, smjöri og strásykri þar til það er ljóst og loftkennt, um 4 mínútur. Með hrærivélina á lágu, bætið eggjunum við einu í einu. Bætið helmingnum af súrmjólkinni og vanillu út í og síðan helmingnum af hveitinu. Bætið restinni af súrmjólkinni út í og síðan hveitinu sem eftir er. Hellið deiginu í kökuformið yfir karamellu og ananas. Dreifið jafnt yfir með gúmmíspaða. Setjið kökuformið á bökunarplötu og bakið í ofni í um eina klukkustund. Kakan á að vera falleg og gullin ofan á og blásin aðeins upp. Látið kólna aðeins í um það bil eina mínútu áður en hvolft er á kökudisk. Dustið mjög létt með flórsykri og berið hverja sneið fram með skeið af frosinni jógúrt. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari bjarnigk@gmail.com Panna cotta og ananaskaka Gerðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.