Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 2022 33 Valtra Lely Center Ísland Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 // Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 – lci.is VARAHLUTIR Í DRÁTTARVÉLAR John Deere New Holland Steyr Case IH Fiat Deutz Fahr Zetor Kubota Massey Ferguson Claas Fendt Sumrin eru lengri og hlýrri. Fyrir tuttugu árum var frost 1. maí og tímabilinu lauk 15. september því þá var aftur komið frost. Núna er tímabilið hálft ár og maður nokkuð rólegur fram að 15. október.“ Þá hafa gífurlegar tækniumbætur átt sér stað, framfarir sem Guðjón og Helga hafa átt stóran þátt í. „Ég er verulega nýjungagjarn og hef alltaf viljað prófa það nýjasta sem er í gangi. Þetta er til dæmis fyrsta einkarekna stöðin í Evrópu sem ræktaði tómata með lýsingu.“ Árið 1994 framkvæmdu þau hjónin tilraun í samstarfi við Rarik, Samband garðyrkjubænda og fleiri aðila um að rækta tómata undir ljósum að vetri til. „Í Garðyrkjuskólanum höfðu verið gerðar tilraunir með lýsingu tómatplantna á árunum 1977–1978, en þá var kunnáttan ekki meiri en svo að notuð voru 50 watta ljós. Ég gerði tilraun með 160 wött og þá tókst ræktunin sæmilega. Í dag eru tómatar ræktaðir með 250 wöttum,“ segir Guðjón, en ylrækt undir ljósum er í dag grundvöllur tómataræktunar hér á landi sem og víðar í Norður-Evrópu. Tækniframfarir eru hægari í útiræktun og því enn afar mann- frek framleiðsla. „Þegar við Helga byrjuðum notuðum við alla páska til að prikla eftir að hafa sáð í bakka. Svo gengum við bogin um garðana og plöntuðum. Nú er fljótlegt að sá með sáðvél. Plöntunin er einnig vélræn en það þarf reyndar sex til sjö manns í verkið,“ segir Guðjón, en þegar afurðin er tilbúin þarf að handskera hvern einasta kálhaus upp. Hann segist þurfa sex auka starfsmenn þá sex mánuði sem útiræktunin fer fram. „Til eru vélar sem skera kál erlendis. En þar sem jörðin hér er kaldari verður stilkurinn styttri svo vélin nær ekki að skera.“ Vinsælir á fjögurra ára fresti Guðjón sér bjarta tíma fram undan í íslenskri garðyrkjuframleiðslu enda séu afurðirnar góðar, heilnæmar og ræktaðar án eiturefna, sem ættu að vera eftirsóknarverðir eiginleikar fæðu. Það sem háir aukningu í ylræktarframleiðslu er að sögn Guðjóns raforkuverð, tíðrætt málefni sem dúkkar upp reglulega á vettvangi stjórnmálanna. „Okkur var lofað fullum endurgreiðslum af flutningi, eins og alltaf fyrir kosningar. Enn vantar upp á 20% og athugið að þetta er bara flutningurinn, ekki magnið. Við erum að borga samkvæmt sömu gjaldskrá og heimilin, sem er galið. Ég er með tvær heimtaugar sem ég er örugglega búinn að borga upp 30 sinnum. En stjórnmálamenn gleyma okkur fljótt, svo skjóta þeir aftur upp kollinum í um- ræðunni um málefnið hálfu ári fyrir næstu kosningar. Þá verðum við mjög vinsælir,“ segir Guðjón, sem fær 5–6 milljóna króna rafmagnsreikning í hverjum mánuði. Bjartsýnin borgar sig Á Melum starfrækir sonur hjónanna, Birgir, ásamt eiginkonu sinni, Steinunni Jónsdóttur, Litlu bændabúðina, en þar eru seldar vörur garðyrkjustöðvarinnar ásamt afurðum beint frá bændum og smáframleiðendum, s.s. kjöt, hrossabjúgu, kryddjurtir, mjólk, ber, sælgæti, sultur og súrkál. Vöruúrvalið byggir á uppskeru og framboði á hverjum tíma. Guðjón unir sér best í ræktuninni sjálfri enda þekkir hann lítið annað. „Einhver er ástæðan fyrir því að ég er búinn að hanga í þessu starfi í 52 ár. Það eina sem ég hef unnið í lífinu, annað en í garðyrkju, eru fjórir mánuðir hjá trésmið. En að vera garðyrkjubóndi er mjög fjölbreytt starf og skemmtilegt. Maður þarf að vera píparinn, rafvirkinn og smiðurinn, annars gengur þetta ekki upp. En ég hef alltaf haft gaman af þessu.“ Starfinu fylgir enn fremur heilsubót, enda felst í henni mikil hreyfing og útivera, auk þess sem það skemmir ekki að hafa greiðan aðgang að fersku grænmeti.Hins vegar er garðyrkju- fram- leiðsla alltaf ákveðið glæfraspil, því rekstrarreikningurinn flöktir með utanaðkomandi óvissuþáttum, eins og veðurfari. „Kostnaðurinn er óstöðugur. Allt hefur til að mynda hækkað núna, bæði áburður og fræ. En það er vonandi bara tímabundið vandamál, sem maður tekst á við með því að fá minna í kassann í haust en ella. Svo er dýrt að lenda í tjóni eins og uppskerubresti. Maður er þegar búinn að eyða öllum efniskostnaði og vinnuafli við ræktunina þegar hún eyðileggst. Það þarf því allt að ganga vel svo þetta borgi sig.“ - En hvernig gengur það upp? „Þú þarft að vera bjartsýnn og hafa ágætis taugar,“ segir Guðjón Birgisson, garðyrkjubóndi á Melum. Útiræktaðar kálplöntur voru um það bil að verða tilbúnar til útplöntunar. Guðjón og Helga hafa verið umfangsmestu ræktendur blómkáls í landinu en í ár hyggjast þau minnka við sig í þeirri framleiðslu. Þess í stað verður aukning á ræktun kínakáls. Litríkar paprikur vaxa á Melum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.