Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 2022 29 var svo haldið af stað með sérstakan lánaflokk, til stuðnings minkabændum í landinu, sem glímdu við mikinn lausafjárvanda vegna verðhruns á skinnum á markaði.“ Útvíkkuð starfsemi dreifbýlis „Annað sem ég tel afar mikilvægt og færist sífellt í aukana hérlendis – er að bændur eru margir hverjir að útvíkka sína starfsemi og bæta við sig ferðaþjónustu, en í dag eru landbúnaður og ferðaþjónusta langstærstar í lánasafni Byggða- stofnunar. Oftar en ekki höfum við veitt lán til landbúnaðar og ferðaþjónustu á sama staðinn. Mér finnst þetta mjög merkileg og góð þróun, að bændur geti nýtt það landsvæði og hugsanlega þær húseignir sem þeir eiga, í ferðaþjónustu og aukið tekjur sínar með slíkri sameiningu. Að auki trúi ég að upplifun ferðamanna af Íslandi verði allt önnur og betri við að kynnast íslenskum bændum. Með þessu er rétt að horfa til þess að landbúnaður er gríðarlega mikilvægur fyrir landið út frá byggðafestu, því ef hans nyti ekki við væri ekki fólk í dreifðari byggðum sem að myndi koma niður á m.a. ferðaþjónustunni. Ferðamaðurinn vill þjónustu sem hann fengi ekki, ef dreifðari byggða nyti ekki við. Hringferðir í kringum landið yrðu ekki mikil upplifun ef þar væri enga þjónustu að finna,“ segir Arnar og brosir. „Það er einn þáttur í því hversu mikilvægt það er að halda byggð sem víðast og að styrkja dreifðari byggðir á sem mestan hátt. Brothættar byggðir Eitt verkefna Byggðastofnunar er síðan Brothættar byggðir og varðar byggðalög sem standa höllum fæti. Þar má til dæmis sjá áhrif kynslóðaskiptalánanna. Málið er það að í mjög dreifðum byggðum kemur fyrir að ekki verða kynslóðaskipti, lítill sem enginn áhugi er hjá afkomendum að flytja í sveitina og taka við rekstri búsins. Í einhverjum tilvika er staðan líka sú að jarðir eru það afskekktar að illa gengur að selja þær og þá leggjast þessi bú í eyði. Það er náttúrlega mjög bagalegt. Þess vegna, meðal annars, höfum við verið að bjóða upp á 90% kynslóðaskiptalánin sem gera það að verkum að einhver utanaðkomandi fær tækifæri til að kaupa umrædda jörð og hefja þar búskap. Í raun er vandamálið það að færri byggðarlög komast að en vilja í verkefnið. Eins og er sinna verkefninu hjá okkur tveir starfsmenn sem fara á íbúafundi og -þing auk þess að sitja í verkefnastjórnun. Það sem er svo frábært við verkefnið er að það er alfarið unnið af og með heimamönnum, í heimabyggð, að verkefnum sem heimamenn telja ástæðu til að fara í, og þá eftir umræður og kosningar þeirra sjálfra. Það er algerlega lykilatriðið í þessu, að ekki er um að ræða ákvörðun ráðuneytis eða nefndar frá höfuðborgarsvæðinu. Enda eru niðurstöður og ánægja heimamanna eftir því, tekið er á þeim verkefnum og vandamálum sem þeir telja þörf á.“ Störf óháð staðsetningu „Í raun, svo punktur sem tengist þessu einnig,“ bætir Arnar við, „er að mínu viti ein stærsta byggðaaðgerð síðustu ára; Störf óháð staðsetningu. Við vorum að klára ársfund Byggðastofnunar núna 5. maí og var þetta þema fundarins, rætt frá öllum hliðum, kostir og gallar. Í ríkisstjórnarsáttmálanum er kveðið á um að öll störf hins opinbera skuli auglýst óháð staðsetningu, sé hægt að vinna þau á þann máta. Mikil áhersla virðist lögð á þetta hjá hinu opinbera og tel ég það afar mikilvægt. Oft atvikast málin þannig að yngra fólkið fer á höfuðborgar- svæðið til þess að mennta sig en kemur ekki aftur í landsbyggðirnar. Ef viðkomandi fær ekki starf tengt náminu í sinni heimabyggð er auðvitað mjög erfitt fyrir þann einstakling að flytja þangað aftur, þó viljinn sé fyrir hendi. Hins vegar, ef sá möguleiki væri fyrir hendi að fólk geti flutt aftur í heimabyggð og unnið störf óháð staðsetningu, þá er það gríðarlegt byggðarmál að mínu viti og gæti orðið til þess að meiri byggðafesta næðist á þeim stöðum sem hafa glímt við viðvarandi fólksfækkun. Ég tel að yngri kynslóðirnar, sem eru í háskóla núna, séu opnari fyrir slíkri tilhögun og eftir fimm eða tíu ár muni slíkt þykja sjálfsagt. Það verði ekki einu sinni til umræðu hvar þú býrð á landinu – þú bara vinnur starfið þaðan sé þess kostur. Það má segja að Covid hafi ýtt okkur 10 ár fram hvað varðar þessa hugmynd þegar stór hluti landsmanna neyddist til að vinna heiman frá sér. Þetta er stór punktur hvað varðar byggðafestu – að þessi möguleiki sé fyrir hendi. Við gerðum könnun árið 2020 í dreifbýli og sveitum þar sem íbúar voru spurðir um ýmsa þætti – þar á meðal hvort þeir hygðust flytja í þéttbýli á næstu þremur árum. Af þeim sem sögðust ætla að flytja í þéttbýli var rúmur helmingur sem sagði ástæðuna vera atvinnu- eða menntunartækifæri. Ef við getum stuðlað að því og komið því til leiðar að fólk geti unnið og sinnt námi frá þeim stað á Íslandi sem það helst kýs, í dreifbýli, sveitum eða þéttbýli – þá er mikill sigur unninn. Ég tel mjög mikilvægt að við náum að skapa þennan grundvöll því að fjölmennur hópur fólks vill búa utan þéttbýlis samkvæmt þessari könnun, en hefur í raun ekki tök á því vegna atvinnu- eða menntunartækifæra. Val um fjarvinnu og fjarnám er framtíðin.“ Gróffóðurkeppni Yara 2022 Kynning á keppendum 1. Bjóla í Rangárþingi ytra. 2. Jörðin er 1.000 ha og þar af eru 140 ha ræktaðir. 3. Nautgripir, um 95 mjólkandi kýr og í uppeldi er um 125 gripir. 4. Slá á réttum tíma. 5. Vallarfoxgras. 6. Já, með skeljasandi. U.þ.b. 4 tonn/ha við endurræktun. 7. Búskapurinn. 1. Egg á Hegranesi í Skagafirði. 2. 253 ha og þar af um 68 ha ræktaðir. 3. Kúabú, en líka skógrækt. 4. Veðrið. Úrkomuleysið um vorið, og vonandi fáum við vætu fyrir fyrsta slátt. 5. Vallarfoxgras, fjölært rýgresi og vallarsveifgras. 6. Já, ég setti tæplega 2 tonn af Dolomit kalki á túnið haustið 2020. 7. Þau eru ýmis, en ræktun er stutta svarið, hvort sem það er í gróðurhúsi, fjósi eða úti á túni. Ágúst Sæmundsson Bjóla Davíð Logi Jónsson og Embla Dóra Björnsdóttir Egg Sláturfélag Suðurlands svf. | Fosshálsi 1, Reykjavík - 575-6000 | yara@yara.is | www.yara.is 1. Hvar er bærinn? 2. Stærð jarðar og þar af ræktað land? 3. Gerð bús? 4. Hvað telur þú vera stærstu áskorunina í keppninni? 5. Hvert er sáðgresi keppnisspildunnar? 6. Hefur keppnisspildan verið kölkuð? Ef svo er þá með hvaða kalkgjafa og hve mikið? 7. Áhugamál? Spurningalistinn Bjóla Egg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.