Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 202238 LÍF&STARF Félag eldri borgara á Húsavík og nágrenni lagði land undir fót: Suðurland gerði stormandi lukku hjá Húsvíkingum Félag eldri borgara á Húsavík fór í fjögurra daga ferð um Suðurland dagana 26.–29. apríl. Alls tóku 52 eldri borgarar þátt í ferðinni. „Þetta var frábær ferð og mikil ánægja með hana hjá öllum. Við fengum dásamlegt veður alla dagana, fórum í skemmtilegar heimsóknir, nutum góðra veitinga og gistingar á Hótel Selfossi og komum öll alsæl heim,“ segir Lilja Skarphéðinsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Húsavík og nágrenni. Meðal staða sem voru heimsóttir voru Sólheimar í Grímsnesi og Grímsborgir, sem eru líka í Grímsnesi. Þá var Tré og list í Flóahreppi heimsótt og Brugghúsið í Ölvisholti, sem er einnig í Flóanum. Sérstök skoðunarferð var farin um nýja miðbæinn á Selfossi. Guðni Ágústsson fór með gamanmál á hótelinu eitt kvöldið fyrir hópinn og þá dansaði danshópur línudans fyrir hópinn líka á hótelinu. Þá var fólk duglegt að ganga um á Selfossi, skoða inn í verslanir og njóta þess að vera til. Ekki gleyma því að stjórn Félags eldri borgara á Selfossi tók á móti hópnum fyrsta daginn og sýndi þeim aðstöðuna sem félagið hefur í Grænumörkinni og kynnti þeim starfsemi félag- sins í máli og myndum. Einnig var nýja 60 manna hjúkrunarheimilið, sem á að fara að opna á Selfossi, kynnt hópnum. /MHH Formennirnir tveir, Lilja Skarphéðinsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Húsavík og nágrenni, og Þorgrímur Óli Sigurðsson, formaður félagsins á Selfossi. Nýja hjúkrunarheimilið er í baksýn. Kolbrún Karlsdóttir hjá Bergmáli á Sólheimum kynnti starfsemi félagsins, sem er líknar- og vinafélag. Hún bauð hópnum upp á dýrindis kjötsúpu og rjómapönnukökur og kaffi. Hópurinn stillti sér upp í myndatöku í góða veðrinu í nýja miðbænum á Selfossi. Myndir / MHH Hópurinn hafði gaman af því að hitta Reyni Pétur á Sólheimum en hann sagði nokkrar skemmtilegar sögur og spilaði á munnhörpuna sína. Ólafur Sigurjónsson hjá Tré og list í Forsæti í Flóahreppi tók á móti hópnum og sýndi safnið sitt, sem hann og Bergþóra Guðbergsdóttir, eiginkona hans, hafa byggt upp á síðustu árum. Sjón er sögu ríkari. Börn úr Grunnskólanum á Þórshöfn vöktu nýverið athygli vegfarenda á umhverfismálum og héldu á skiltum fyrir utan Kjörbúðina á Þórshöfn. Þar mátti sjá til að mynda hvatningu til bifreiðaeigenda um að drepa á vélum bíla fyrir utan verslunina og áminningu um að endurvinna og endurnýta. „Unga kynslóðin er greinilega að taka af skarið í umhverfismálum og hvetja til minni mengunar enda er þetta kynslóðin sem mun erfa landið og vill fá það í hendur ómengað eins og við sem eldri erum tókum við því,“ segir á vefsíðu Langanesbyggðar þar sem þetta kemur fram. /MÞÞ Börn úr Grunnskólanum á Þórshöfn vöktu athygli á umhverfismálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.