Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 202214
Flateyringurinn Siggi Björns
ætlar að gleðja landann með
spili og söng í nær þriggja vikna
tónleikaferð um Vesturland
og Vestfirði ásamt Franzisku
Günther. Þau voru líka hér á ferð
á síðasta ári og héldu þá tónleika
víða um land.
Fyrir Íslandsferðina var Siggi að
spila í Norður-Þýskalandi.
Siggi Björns hefur síðan 1988
lifað á spilamennsku úti um allar
trissur. Hann er frá Flateyri og
ólst upp þar eins og aðrir púkar
fyrir tíma dagheimila, við höfnina
og í beitningarskúrunum. Síðan
á unglingsárunum hefur gítarinn
aldrei verið langt undan þó að það
hafi lengi vel ekki verið hugmyndin
að lifa af gítargutli. Síðustu árin
hefur hann verið í Berlín og alltaf
á ferðinni.
Er orðin goðsögn á dönsku
eyjunni Borgundarhólmi
Síðan 1990 er Siggi búinn að spila öll
sumur á dönsku eyjunni Borgundar-
hólmi og er enn að, enda orðin eins
konar goðsögn þar. Þar hitti hann
Franzisku Günther fyrst. Hún var
þá unglingur sem var farin að reyna
fyrir sér við að troða upp með
gítarinn. Í gegnum árin héldu þau
alltaf sambandi og þegar Siggi kom
til að spila í Waren Müritz í Norður-
Þýskalandi, þar sem Franziska bjó,
var hún alltaf dregin með á sviðið.
Franziska er búin að gera það
gott síðustu árin á þýskum sviðum
og annars staðar í Evrópu með
sinni tónlist. Titillagið af síðasta
geisladisk Franzisku, „Besser
wenn der Kopf Nicht Hängt“ lá
í sjö mánuði á topp tíu á lista yfir
frásagnar- og þjóðlagatónlist í
Þýskalandi.
Síðustu sex ár hafa Siggi og
Franziska unnið mikið saman og
spilað vítt og breitt um Norður-
Evrópu. Þau hafa samið þó nokkuð
af efni saman og gefið út. Í maí
2021 kom sólódiskur frá Sigga og
eru flest lögin skrifuð í samvinnu
við Franzisku.
Á tónleikum spila þau að mestu
efni úr eigin smiðju og mátulega
sannar sögur því til stuðnings.
Íslandstúr 2022:
24.05. Reykjavík -
Hús Máls og menningar
28.05. Hellissandur -
Frystiklefinn
29.05. Stykkishólmur -
Vatnasafnið
03.06. Flateyri - Vagninn
(+Svavar Knútur)
05.06. Bíldudalur - Vegamót
(+Svavar Knútur)
09.06. Bolungarvík -
Einarshúsið
10.06. Hólmavík - Café Riis
Þess má geta að eftir tónleikana
í Bolungarvík, eða laugardaginn
11. júní, munu þau líka koma
fram í skemmtiprógrammi fyrir
sjóma nnadag í Félagsheimilinu í
Bolungar vík.
Spilar með syninum á tónleikum
í Þýskalandi eftir Íslandsferðina
„Eftir Íslandsferðina verðum við
eina helgi í Þýskalandi, þar sem við
spilum tvenna tónleika,“ sagði Siggi
í samtali við Bændablaðið.
„Sonur minn Magnús, sem er
aðeins fjórtán ára, spilar þar með
okkur á trommur. Síðan höldum við
ferðinni áfram til Borgundarhólms
þar sem ég verð í allt sumar.
Franziska verður með mér þar í
nokkrar vikur en er svo á ferðinni
ein á festivölum í Þýskalandi fram
á haustið,“ segir tónlistarmaðurinn
Siggi Björns. /HKr.
FRÉTTIR
Flateyringurinn Siggi Björns og Franziska Günther eru nú á tónleikaferðalagi
um Vesturland og Vestfirði. Þau hófu túrinn í Húsi Máls og menningar í gær,
miðvikudaginn 24. maí, og enda þessa ferð þann 10. júní með tónleikum á
Café Riis á Hólmavík.
Blönduósbær og Húnaþing vestra
hafa gerst aðilar að Heilsueflandi
samfélagi. Alma D. Möller
landlæknir var á ferðinni þar á
dögunum og undirritaði samning
ásamt sveitarstjórum, þeim
Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur
í Húnaþingi vestra og Valdimar
O. Hermannssyni á Blönduósi.
Meginmarkmið Heilsueflandi
samfélags er að styðja samfélög í
að skapa umhverfi og aðstæður sem
stuðla að heilbrigðum lífsháttum,
heilsu og vellíðan allra íbúa. Í
slíku samfélagi er heilsa og líðan
íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun
og aðgerðum á öllum sviðum.
Með samningnum skuldbinda
sveitarfélögin sig til að innleiða
markmið Heilsueflandi samfélags
í sveitarfélaginu í samræmi við
samninginn.
„Með undirskrift samnings um
Heilsueflandi samfélag einsetja
sveitarfélög sér að vinna markvisst
lýðheilsustarf, í samræmi við
markmið og leiðarljós Heilsueflandi
samfélags með stuðningi frá
Embætti landlæknis og öðrum
sem að starfinu koma. Í markvissu
lýðheilsustarfi er bilið á milli gagna,
stefna og aðgerða brúað með því
að nota lýðheilsuvísa, gátlista og
önnur gögn til að meta stöðuna og
forgangsraða í samræmi við þarfir
hvers samfélags. Miðlægt vefkerfi,
sem er í þróun, styður samfélög
í að halda utan um starfið, meta
framvindu þess og miðla áfram,“
segir á vef Húnaþings vestra. /MÞÞ
Siggi Björns og Franziska Günther með tónleikaröð á Íslandi í maí og júní:
Með eigin lög og mátulega
sannar lygasögur
Siggi, Franziska og Magnús að spila í miðju Covid-fári, inn á rafræna útgáfu
sem flutt var á hátíðinni Stútungi sem haldin var á Flateyri á síðasta ári.
Siggi og Franziska á Tónleikum í Grindavík í maí 2021. Mynd / HKr. Framkvæmdir eru hafnar
við byggingu nýrrar kirkju í
Grímsey, en fyrsta skóflustungan
var tekin nýlega. Miðgarðakirkja
í Grímsey brann til grunna ásamt
öllum kirkjumunum á liðnu
hausti og var mikið reiðarslag
fyrir Grímseyinga.
Þeir voru þó strax staðráðnir
í að reisa nýja kirkju og hófu
undirbúning og söfnun að
byggingunni, sem rísa mun á
grunni þeirrar gömlu. Nýja kirkjan
verður nokkuð stærri en sú eldri,
en hún mun, auk þess að þjóna
helgihaldi, einnig gegna hlutverki
menningarhúss.
Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson,
sóknarprestur Grímseyinga, flutti
stutta hugvekju þegar fyrsta
skóflustunga var tekin, en það var
ungur Grímseyingur, Konráð Sveinn
Svafarsson, sem það gerði. Að því
loknu var boðið upp á veislukaffi
að hætti Grímseyinga. Áætlað er
að vígja nýja kirkju sumarið 2023.
Enn vantar fjármagn
„Bygging nýrrar kirkju er viðamikið
samfélagslegt verkefni sem
Grímseyingar leggja nú allt kapp
á að verði að veruleika. Þegar
hafa safnast nokkrir fjármunir til
byggingar hinnar nýju kirkju og eru
eyjarskeggjar afar þakklátir öllum
þeim sem hafa lagt verkefninu
lið. Grímseyingar standa þó
frammi fyrir þeirri staðreynd að
enn vantar nokkurt fjármagn til
framkvæmdarinnar og hafa af
því tilefni opnað söfnunarsíðuna
grimsey.is/kirkja,“ segir í frétt vegna
framkvæmdanna. /MÞÞ
Ungur Grímseyingur, Konráð Sveinn Svafarsson, tók fyrstu skóflustunguna
að nýrri kirkju í Grímsey. Mynd / Arna Björg Bjarnadóttir
Grímsey:
Skóflustunga tekin að nýrri kirkju
Alma D. Möller og Valdimar O. Hermannsson undirrita samning um
Heilsueflandi samfélag á Blönduósi. Mynd / Aðsend
Heilsueflandi samfélög
í Húnavatnssýslum
Handverkshátíðin á Hrafnagili verður endurskipulögð:
Engin hátíð á komandi sumri
Engin Handverkshátíð verður
á komandi sumri á Hrafna gili í
Eyjafjarðarsveit. Ákveðið hefur
verið að ráðast í endur skipu
lagningu á hátíðinni, en félögin
sem að henni hafa staðið finna
fyrir breyttu landslagi eftir
kórónu veirufaraldurinn.
Fram kemur á vef Eyjafjarðar-
sveitar að til að þróast í takt við
óskir og hugmyndir sem fram hafa
komið þurfi að vanda til verka, óska
eftir umsögnum og hugleiðingum
sýnenda, fastagesta og annarra þeirra
sem þátt hafa tekið í sýningarhaldinu.
„Svo vel megi ganga er því gott
að hafa góðan tíma til undirbúnings
en faraldurinn hefur nú þegar gefið
okkur tíma til að íhuga breytingar og
tækifæri til að huga að því sem vel
hefur verið gert og því sem betur má
fara,“ segir á vef sveitarfélagsins.
Öll vinna í kringum hátíðina er
sjálfboðavinna í fjáröflunarskyni
fyrir þau fjölmörgu félög sem að
henni standa og því mikilvægt að
vanda til verka og gefa sér nægan
tíma. Því hafi verið ákveðið að
Handverkshátíð muni ekki fara
fram í sumar, en strax næsta haust
mun skipuleggjendum, sýnendum
og öðrum áhugasömum verða boðið
á málþing um endurskipulagningu
Handverkshátíðar. /MÞÞ
Þau félög sem staðið hafa fyrir Hand-
verkshátíð á Hrafnagili finna fyrir
breyttu landslagi eftir kórónu-
veirufaraldurinn. Engin hátíð verður
í sumar en ráðist verður í endur-
skipulagningu hátíðarinnar. Mynd / MÞÞ
Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is
Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
Lely Center Ísland
Landbúnaðarleikföng