Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 202226 LÍF&STARF Á aðalfundi Beint frá býli á dögunum var samþykkt aðild að Samtökum smáframleiðenda matvæla (SSFM). Fundurinn ályktaði um að auka þurfi svigrúm til heimavinnslu á fleiri dýraafurðum og heimila þurfi sölu á ógerilsneyddri mjólk og mjólkurafurðum. Hanna S. Kjartansdóttir, bóndi á Leirulæk, verður áfram formaður, en hún selur nautakjöt undir merkjum Mýranauts. Þrjú erindi um mat Við aðildina að SSFM tekur Oddný Anna Björnsdóttir við starfi framkvæmdastjóra Beint frá býli og gegnir því samhliða því að vera framkvæmdastjóri SSFM. Að sögn Oddnýjar voru þrjú erindi flutt á aðalfundinum sem snerust um mat og matvælaframleiðslu. „Hafliði Halldórsson frá Icelandic Lamb greindi frá árangrinum í markaðssetningu íslenska lamba­ kjötsins. Tjörvi Bjarnason sagði frá Matarlandinu, sem er nýr vefmiðill þar sem fjallað er um allt sem tengist mat og matvælaframleiðslu og er jafnframt vettvangur fyrir sölu og miðlun á upprunamerktum búvörum og fleira góðgæti. Unnur V. Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, sagði frá þeirri þjónustu sem landshlutasamtökin geta veitt heimavinnsluaðilum og öðrum smáframleiðendum matvæla. „Það helsta úr skýrslu formanns var að félagið hefur nú fengið þrjú kynningarmyndbönd afhent frá framleiðslufyrirtækinu Beit, sem mikil ánægja er með, enda lýsa þau vel því sem Beint frá býli stendur fyrir og þeim gæðavörum sem félagsmenn framleiða. Eins að ný heimasíða hafi verið tekin í notkun og félagsmenn hvattir til að uppfæra sín svæði eftir þörfum. Í gegnum hana geta neytendur sent framleiðendunum fyrirspurnir og fengið svör og í framhaldinu pantað. Eins var tekin törn í að sækja um afsláttarkjör hjá ýmsum fyrirtækjum,“ bætir Oddný við. Auka þarf svigrúm til heimavinnslu Á aðalfundinum var ályktað um að ánægjuleg þróun hefði orðið í heimavinnslu afurða með reglugerð sem heimilar slátrun sauð­ og geitfjár heima á býli. Fundurinn beinir því til yfirvalda að heimila einnig slátrun á alifuglum og nörturum eins og matvælalöggjöfin geri ráð fyrir. Er í því sambandi vitnað til ákvæðis í matvælalöggjöfinni, þar sem segir að hægt sé að „beina afhendingu framleiðanda á litlu magni kjöts af alifuglum og nörturum, sem er slátrað á býlinu, til neytanda eða smásölufyrirtækis á staðnum sem afhendir slíkt kjöt beint til neytenda sem nýtt kjöt. Aðildarríki er heimilt, að eigin frumkvæði og með fyrirvara um almenn ákvæði sáttmálans, að viðhalda eða setja landsbundnar reglur.“ Í ályktuninni segir að hér á landi hafi ekki verið settar landsbundnar reglur, sem þýðir að ekki er hægt að ala alifugla heima á býli og selja afurðir þeirra á löglegan hátt, þar sem sláturleyfishafar taka þessa fugla ekki inn í sláturhúsin sín. Þá óskar fundurinn einnig eftir því að bann við vinnslu afurða heimaalinna svína verði endurskoðað hið fyrsta og fellt úr gildi. Sala á ógerilsneyddri mjólk Þá ályktaði fundurinn um þörfina fyrir heimild heimavinnsluaðila til að selja ógerilsneydda mjólk og mjólkurafurðir beint frá býli og setti fram formlega ósk þess efnis á fundinum. Í ályktuninni segir að bændur finni vel fyrir eftirspurninni eftir slíkum vörum „og telur félagið því að leyfa eigi slíka framleiðslu og sölu með ströngum skilyrðum sem matvælalöggjöfin opnar á í gegnum landsbundnar reglur. Verði hún áfram bönnuð verði hægt að sækja um undanþágu að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Í dag er heimilt að flytja inn og selja ógerilsneydda osta, en óheimilt séu þeir innlendir, sem er að sjálfsögðu ótækt með öllu,“ segir í ályktuninni. /smh Vörur Beint frá býli. Hanna S. Kjartansdóttir, bóndi á Leirulæk, verður áfram formaður. *Afborganir miðast við Lykillán fyrir 75% af kaupverði til 60 mánaða frá Lykli fjármögnun. Vextir miðast við 6,8% breytilega vexti og eru tengdir við eins mánaða reibor vexti. Lánaskilmála má finna á www.lykill.is. Árleg hlutfalltala kostnaðar – ÁHK er ** 8,88% - Verð innifelur virðisaukaskatt. Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | S: 540 4900 | www.yamaha.is Verð: 2.560.000 kr. 700cc fjórgengis-4WD-H/L drif - driflæsing - spil - rafmagnsstýri - dráttarkúla - götuskráð - hvít númer - 307kg eigin þyngd. GRIZZLY 39.438 kr.* afborgun á mánuði ** 10 Á BYRGÐ Á DRIFREIM ULTRAMATIC ÁBYRGÐ LÁNSHLUTFALL ALLT AÐ 75% Í ALLT AÐ 60 MÁNUÐI Aðalfundur Beint frá býli ályktaði um þörf á meira svigrúmi til heimavinnslu Uppbygging leiguhúsnæðis í Fjarðabyggð: Byrjað á íbúðum í Neskaupstað og Breiðdalsvík í sumar Fyrir skömmu var skrifað undir vilja yfirlýsingu milli Fjarða­ byggð ar, Bríetar, Húsnæðis­ og mannvirkjastofnunar, og verk­ taka fyrirtækisins Búðinga um uppbyggingu og styrkingu leigu­ íbúðamarkaðarins í Fjarðabyggð. Í henni felst að nú í júní verður hafist handa við byggingu á fjórum íbúðum í Neskaupstað fyrir Leigufélagið Bríeti, og áætlað að þær verði afhentar í febrúar 2023. Þá verði einnig hafist handa við byggingu á tveimur eignum á Breiðdalsvík seinnipart sumars og áætlað að vinnu við þær verði lokið haustið 2023. Það er verktakafyrirtækið Búðingar ehf. á Fáskrúðsfirði sem mun annast framkvæmdir á báðum stöðum. Þá var einnig skrifað undir samkomulag þess efnis að Bríet kaupi tvær íbúðir, sem nú er verið að klára við Stekkholt á Fáskrúðsfirði, sem Búðingar hafa unnið við að undanförnu. Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar. Með þessu eru stigin fyrstu skref í samstarfi Fjarðabyggðar við Leigufélagið Bríet eftir að sveitarfélagið lagði þar inn íbúðir sem það átti. Með því varð Fjarðabyggð hluthafi í Bríet ásamt ríkinu. Samstarfið hefur gefist vel og telja aðilar samkomulagsins eðlilegt að næsta skref sé að leggja í enn frekari uppbyggingu leiguíbúðamarkaðarins í Fjarða­ byggð og með samkomulaginu eru skref stigin í þá átt. Þá verður næsta verkefni að hefja undirbúning að byggingu leiguíbúða á Eskifirði og Stöðvarfirði. Sú vinna hófst nú í maí og stefnt að samkomulagi þess efnis á sumri komanda. /MÞÞ Skrifað undir viljayfirlýsingu í Múlanum í Neskaupstað. Frá vinstri: Róbert Sigurvaldason, f.h. Búðinga ehf., Drífa Valdimarsdóttir, f.h. Leigufélagsins Bríetar, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Hermann Jónasson, forstjóri HMS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.