Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 57
Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 2022 57 Efni: 25 grömm af skýjabandi eða sambærilegu garni úr geitafiðu eða ull. Sokkaprjónar nr. 3,0 og 3,5 mm. Aðferð Fitjið upp 36 lykkjur á sokkaprjóna nr 3,0 mm. Tengið í hring og prjónið stroff; 2 lykkjur sléttar 1 lykkju brugðna. Prjónið 5 umferðir þannig. Næst er skipt yfir á prjón nr 3,5 og prjónað slétt og aukið út um 2 Lykkjur jafnt yfir hringinn, þá eruð þið með 38 L á prjónunum. Prjónið þrjár umferðir slétt og síðan munstur eftir mynd. Athugið að munstrið er prjónað ofan á handarbakinu en á lófanum er prjónað slétt. Munstrið nær því eingöngu yfir helminginn af lykkjunum á prjónunum. Athugið að aukið er út fyrir þumli í 20. umferð munsturs, þannig; Aukið er út áður en munstrið er prjónað fyrir vinstri hönd og eftir að munstrið er prjónað fyrir hægri hönd. Aukið er út um 4 lykkjur (samtals 8 lykkjur) sitt hvoru megin við fyrstu lykkju. Gott er að auka út í 4 umferðum og prjóna eina slétta umferð á milli (sjá mynstur). Munstrið prjónast áfram í sömu slóð, en þumallykkjurnar eru prjónaðar án munsturs. Eftir 19 umferðir er komið að þumlinum; fyrstu 5 lykkjurnar og síðustu 5 lykkjurnar eru geymdar á bandi eða nælu (þær mynda síðar þumalinn) og 3 nýjar lykkjur fitjaðar upp á milli í staðinn og prjónað áfram í hring þar til munstri lýkur, þá eru prjónaðar 3 umferðir slétt og síðan 5 umferðir stroff eins og í byrjun; 2L slétt, 1L brugðin. Fallegt er að láta stroffið standast á í enda og í byrjun. Fellið laust af og prjónið þumalinn. Þumall Takið upp lykkjurnar á nælunni. Bætið við þeim þremur sem fitjaðar voru upp fyrir ofan þumalinn og einni lykkju hvoru megin við þær. Alls 15 lykkjur. Prjónið 4 umferðir slétt og 5 umferðir stroff (2L slétt, 1L br). Fellið laust af. Prjónið hina stúkuna og gætið þess að þumallinn er nú á hinni hlið stúkunnar. Saumið inn lausa enda, skolið í volgu vatni og leggið til þerris. Gangið frá endum og skolið úr stúkunum. Prjónaútskýringar: L lykkja(lykkjur) slétt lykkja o sláið upp á prjóninn / prjónið tvær l saman \ takið eina lykkju óprjónaða fram af, prjónið næstu og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. /x\ takið tvær lykkjur óprjónaðar fram af eins og þið séuð að prjóna slétt, prjónið næstu lykkju og steypið báðum óprjónuðu lykkjunum yfir. Lykkjan í miðjunni lendir ofan á hinum tveimur. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 9. júní Skýjastúkur HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 7 2 3 4 3 1 7 5 8 5 6 7 2 1 2 7 6 9 1 4 3 4 8 5 3 8 6 9 6 7 9 4 2 4 6 1 Þyngst 3 8 7 4 9 6 5 8 3 9 6 1 2 7 6 4 1 9 7 4 2 3 5 8 4 2 6 1 5 3 7 8 3 8 4 5 2 4 2 7 6 9 3 1 5 8 7 5 3 5 9 1 3 6 6 2 5 1 2 5 1 6 9 3 4 9 7 8 2 4 1 9 6 1 3 3 5 7 4 Hestakona og dýralæknir FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Hestar og hundar eru í uppáhaldi hjá Jóhannu Mattý, átta ára stelpu sem býr í Borgarbyggð. Nafn: Jóhanna Mattý Arnardóttir. Aldur: Verður 8 ára í ágúst. Stjörnumerki: Ljón. Búseta: Laxeyri, Borgarbyggð. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestar og hundar. Uppáhaldsmatur: Hakk og spakk. Uppáhaldshljómsveit: Bríet. Uppáhaldskvikmynd: Að temja drekann sinn. Fyrsta minning þín? Þegar það fæddust hvolpar heima. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Æfi sund og er að læra á flautu. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hestakona og dýralæknir. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Setja hor í kaffið hans pabba þegar hann skrapp frá (þegar ég var lítil). Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt í sumar? Baka, fara á hestbak og í sumarbústað. Næst » Ég skora á Vigdísi Önnu Eyjólfsdóttur, hina bestu vinkonu mína, að svara næst. Skýjaband - Geitagarn 100% íslenskt kasmírgarn. Á Íslandi eru til u.þ.b. 1.400 geitur. Íslenska geitin er á válista og í útrýmingarhættu en hún á vaxandi fylgi að fagna og er nú til víða um land. Fáeinir bændur mjólka geiturnar sínar og gera osta, ís og fleira góðgæti úr mjólkinni og selja beint frá býli. Íslenska geitin framleiðir kasmír og kasmír er gullið í garninu! Ótrúlega mjúkt . Geiturnar eru ekki margar hér á landi og hver og ein gefur lítið af hráefninu sem kallast geitafiða og er kembd af geitunum áður en hún er hreinsuð og unnin í garn. Uppspuni er eina spunaverksmiðjan á landinu sem gerir garn úr geitafiðu fyrir geitabændur og þeir selja það sjálfir. Einnig er hægt að fá gullgarnið í takmörkuðu magni í Uppspuna. Upplýsingar um söluaðila á geita-kasmír-garni má fá með því að senda póst á hulda@uppspuni.is eða í síma 846-7199 www.uppspuni.is Reykjabúið vantar mann til starfa í viðhald og viðgerðir. • Umsjón með verkstæði og ýmislegu tilfallandi • Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt • Vélvirki, rafvirki eða laghentur aðili Allt getur komið til greina. Áhugasamir vinsamlega sendi fyrirspurnir og upplýsingar á reykjabuid@kalkunn.is. Atvinna Reykjabúið ehf, 271 Mosfellsbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.