Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 202240 FRÉTTIR Svandís Svavarsdóttir matvæla­ ráðherra lagði í síðustu viku fram tillögur fyrir ríkisstjórn að fæðuöryggi fyrir Ísland. Tillögurnar eru í 16 liðum og verður í framhaldinu áfram unnið með tillögurnar í annarri stefnumótun stjórnvalda. Tillögurnar og greinargerð með þeim voru unnar af Jóhannesi Sveinbjörnssyni, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands. Meðal tillagna er, að fylgjast þurfi vel með þróun matvælaverðs og hvernig hún hefur áhrif á getu almennings til fæðukaupa, einkum þeirra hópa sem búa við lökust kjör. Þá þurfi markviss flokkun landbúnaðarlands til að auðvelda sveitarfélögum ákvarðanatöku í skipulagsmálum. Tryggja þurfi aðgang að mikilvægum svæðum vegna fæðuframleiðslu og fersk vatnsöflunar. Styrkja þarf undirstöðu jarðræktar á Íslandi Einnig þurfi að styrkja undirstöður jarðræktar á Íslandi, til að auka framleiðslu plöntuafurða og vinna almennt gegn sveiflum í innlendri fæðuframleiðslu milli ára. Þetta á við um grasrækt, kornrækt til fóðurs og manneldis, útiræktun og ylræktun grænmetis. Þetta er best gert með vönduðu yrkjavali, jurtakynbótum, bættri rækt- unartækni, öflugum rannsóknum, kennslu og leiðbeiningum. Í tillögunum kemur einnig fram að mikilvægt sé að gera GFSI-mat sem fyrst fyrir Ísland, en slíkt mat segir til um hversu góðar aðstæður eru fyrir fæðuöryggi í landinu. Það er til dæmis gert með því að meta reglulega heildarfæðuneyslu á íbúa og fylgjast með þróun matvælaverðs og hvaða áhrif sú þróun hefur á þau sem búa við lökustu kjörin. Afkoma bænda ein af undirstöðum fæðuöryggis Í tillögunum er bent á að ásættanleg fjárhagsleg afkoma bænda sé ein af undirstöðum fæðuöryggis sem þurfi að huga að ásamt því að styrkja sem best jarðrækt á Íslandi, hvort sem um er að ræða gras- eða kornrækt, útiræktun eða ylræktun. Einnig er bent á mikilvægi orkuskipta þar sem áhersla er lögð á innlenda orkugjafa s.s. rafmagn og jarðhita ásamt endurnýtingu næringarefna frá heimilum og fyrirtækjum. Samfélagslegt átak í þeim efnum sé í senn undirstaða framfara í fæðuöryggi, sjálfbærni fæðuframleiðslu til lengri tíma og mikilvægt umhverfismál. /smh bondi@byko.is Stöðluð stálgrindarhús Stærðir: 80m², 150m², 250m² og 350m² Stálgrindin er heitgalvaniseruð og er sérsmíðuð fyrir íslenskar aðstæður. Húsin standast mestu snjó-og vindálagskröfur sem gerðar eru í byggð á Íslandi og henta því sem geymslu-og vélaskemmur í öllum landshlutum. Húsin eru klædd 60mm PIR yleiningum á veggi og 80/125mm yleiningum á þök. Mögulegt er að velja liti á klæðningarnar. Húsunum fylgja allar nauðsynlegar teikningar til að fá byggingarleyfi ásamt teikningum af grunni og vinnuteikningum. Einnig fylgir keyrsluhurð, einn gluggi og tvær gönguhurðir. Reyklosunargluggar eru á þaki sem hleypa inn birtu. á hagstæðu verði 16 tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands 1. Mælt er með því að íslensk stjórn- völd beiti sér fyrir því að Ísland verði sem fyrst metið með aðferðum Global Food Security Index (GFSI), sem á hver- jum tíma gefur góða mynd af skilyrðum fyrir fæðuöryggi og framvindu í þeim efnum. 2. Jafnframt fari fram reglulegt mat á útkomum fæðuöryggis, svo sem hei- ldarfæðuneyslu á íbúa og sjálfsaflahlut- falli landsins fyrir einstaka fæðuflokka. 3. Jafnframt gildistöku sérstakrar fæðuöryggisstefnu fyrir Ísland, þarf að fara yfir lagalega ábyrgð innlendra stjórnarstofnana á einstökum þáttum fæðuöryggis, þannig að heildarmyndin sé skýr. 4. Fylgjast þarf vel með þróun matvælaverðs og hvernig hún hefur áhrif á getu almennings til fæðukaupa, einkum þeirra hópa sem búa við lökust kjör. Framlag frjálsra félagasamtaka og einkaaðila varðandi matvælaaðstoð er afar mikilvægt, en stjórnvöld þurfa að hafa skýrt hlutverk í að tryggja að matvælaaðstoð innanlands nái til allra sem á því þurfa að halda. 5. Matvælaöryggi, sem snýr að því hversu örugg fæðan er til neyslu, er mikilvægur liður í fæðuöryggi. Matvælastofnun hefur meginábyrgð á eftirfylgni með matvælaöryggi, Matís ohf. og fleiri rannsókna- og háskólastof- nanir sinna margvíslegum rannsóknum og vöktunum tengdum matvælaöryggi, og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna hafa einnig mikilvæg hlutverk í þessu sambandi. Tryggja þarf samfellu í fram- kvæmd og þróun þessara mála. 6. Hlutverk innan stjórnkerfisins virðast skýr hvað varðar kröfur til næringargil- dis fæðunnar, og þarf að tryggja að svo verði áfram. Landlæknisembættið hefur megin hlutverk og ábyrgð hvað varðar opinberar ráðleggingar um alhliða, næringarríkt mataræði, bæði fyrir börn og fullorðna. 2 Matvælastofnun hefur eftirlit með næringarmerkingum mat- væla í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna. 7. Vöktun á umhverfisbreytum og skuldbinding stjórnvalda um að ná stjórn á áhrifum umhverfisbreytinga á fæðukerfin, og öfugt, eru lykilatriði til að tryggja fæðuöryggi til fram- tíðar. Gögn til mats þessara atriða í GFSI koma að mestu úr alþjóðlegum gagnagrunnum, en leggja þarf mat á þörf á nýjum íslenskum rannsóknum í þessum tilgangi. 8. Markviss flokkun landbúnaðar- lands auðveldar sveitarfélögum ákvarðanatöku í skipulagsmálum. Tryggja þarf aðgang að mikilvægum svæðum vegna fæðuframleiðslu og ferskvatnsöflunar. 9. Neyðarbirgðir geta verið mikilvægur þáttur í öryggisviðbúnaði þjóðarin- nar. Þar sem sum lykilaðföng m.t.t. fæðuöryggis eru einnig lykilaðföng fyrir aðra þætti þjóðaröryggis (t.d. eldsneyti og lyf) er lagt til að neyðarbirgðahald sé á ábyrgð eins stjórnvalds á landsvísu frekar en að stofna sérstakt stjórnvald sem eingöngu hefur með að gera birgðahald út frá sjónarhóli fæðuöryg- gis. Stofnaður hefur verið sérstakur starfshópur um neyðarbirgðir á vegum forsætisráðuneytisins sem ætlað er að taka slíkar ákvarðanir, og eru því ekki settar fram tillögur hér um magn neyðarbirgða af einstökum aðföngum. Hvað varðar allar neyðarbirgðir er lagt til að stjórnvöld beri kostnað en semji um framkvæmdina við innflytjendur varanna. Til greina getur komið að hafa samvinnu við nágrannaþjóðir, einkum Norðurlöndin um neyðarbirgðir í einhverjum tilvikum. Lagt er til að fjármögnun neyðarbirgða byggi á föstum tekjustofnum, en sé ekki háð fjárlögum hvers árs. 10. Þrátt fyrir baktryggingu í neyðar- birgðum þarf að leggja megináherslu á öryggi framboðs. Skipulega þarf að vinna áhættugreiningar fyrir einstaka atburði sem snögglega geta leitt til ójafnvægis í fæðukerfi og framboðskeðjum, vegna áhrifa á mikilvæga innviði. Dæmi um slík atvik eru stríðsógnir, heimsfaraldrar og náttúruvár af ýmsu tagi. Lagt er til að ákvarðanataka um slíkar áhættugrein- ingar sé á ábyrgð sama stjórnvalds og neyðarbirgðahald á landsvísu. Framkvæmd áhættugreininganna má hins vegar fela aðilum (stofnunum, fyrirtækjum, starfshópum) sem hafa þá þekkingu sem til þarf. 11. Ásamt innlendri matvælafram- leiðslu eru vel virk kerfi alþjóðlegra viðskipta undirstaða aðgengis að fæðu og aðföngum til fæðuframleiðslu og matvælaiðnaðar. Alþjóðlegir samningar þurfa að tryggja hagsmuni Íslands í þessum efnum. 12. Viðbragðsáætlanir vegna al- varlegra raskana og/eða neyðarástands í samfélaginu sem snerta fæðuöryggi geta m.a. snúist um úthlutun úr neyðarbirgðum og forgang á vöru eða þjónustu. Skilgreina þarf alvarlei- kastig með tilliti til fæðuöryggis á sambærilegan hátt og tíðkast um aðra þætti almannavarna: óvissustig, hæt- tustig, neyðarstig. Þessi alvarleikastig fæðuöryggis þarf að skilgreina í sam- ræmi við öryggi framboðs mikilvægra vara og þjónustu til samfélagsins í heild, þar sem að hluta til er um að ræða sambærileg aðföng í fæðukerfinu eins og í öðrum mikilvægum 3 kerfum samfélagsins. Viðbragðsáætlanir þurfa að taka mið af þessu og þeim neyðar- birgðum sem ákvörðun hefur verið tekin um að séu til staðar í landinu. 13. Ásættanleg fjárhagsleg af- koma bænda er ein af undirstöðum fæðuöryggis. Forsendur hennar eru m.a. góð menntun bænda, rannsóknir og þróun í landbúnaði, aðgengi bænda að hagkvæmri fjármögnun og fjármálaþjónustu, framleiðsla í takt við þarfir markaða, markviss landbúnaðarstefna og skynsamlegir samningar milli stjórnvalda og bænda. 14. Meðal mikilvægustu líffræðilegu þáttanna sem ógna fæðuframleiðslu heimsins eru smitandi dýra- og plöntu- sjúkdómar/-skaðvaldar. Þessir þættir hafa áhrif á fæðuöryggi beint gegnum uppskerutap og vanhöld og óbeint gegnum áhrif á gæði matvæla og matvælaöryggi og afkomu í fæðufram- leiðslukerfinu. Matvælastofnun fer með þennan málaflokk. Stöðugt þarf að þróa aðferðir til að tryggja góða plöntu- og dýraheilsu í gegnum eftirlit bæði innan- lands og með innflutningi. 15. Til að auka framleiðslu plöntua- furða, og vinna almennt gegn sveiflum í innlendri fæðuframleiðslu milli ára, þarf að huga sérstaklega að því að styrkja undirstöður jarðræktar á Íslandi. Á þetta við um grasrækt, kornrækt til fóðurs og manneldis, útiræktun og ylræktun grænmetis. Þetta er best gert með vön- duðu yrkjavali, jurtakynbótum, bættri ræktunartækni, öflugum rannsóknum, kennslu og leiðbeiningum. Þetta mun hafa jákvæð áhrif yfir í búfjárræktina einnig, sem byggir að hluta á innlendri fóðurframleiðslu frá jarðræktinni. 16. Orkuskipti, með aukinni áherslu á innlenda orkugjafa (rafmagn, jarðhi- ta), og aukin endurnýting næringaref- na bæði frá heimilum og fyrirtækjum; mundi draga úr þörfinni fyrir innflutt jarðefnaeldsneyti og áburð. Samfélagslegt átak í þessum málefnum er undirstaða framfara í fæðuöryggi og sjálfbærni fæðufram- leiðslu til lengri tíma, og mikilvægt umhverfismál. Mynd / smh Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands: Auka þarf framleiðslu plöntuafurða og huga að afkomu bænda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.