Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 2022 21 hugmynd byggir á að baktrygging krónunnar verði í endurnýjanlegri orku. Ísland gæti því fræðilega séð tryggt krónuna t.d. í „Grænum kílówöttum eða kílówattstundum“. Sú orka getur í raun verið margfalt meira virði en gull svo lengi sem vatn, vind, jarðhitaorku og sjávarfallaorku þrýtur ekki á Íslandi. Á því er lítil hætta, nema lofthjúpur jarðar hverfi og tunglið hætti að toga í hafflötinn og orsaka flóð og fjöru. Þetta ætti að vera mun raunhæfari kostur en tenging dollars í olíu (Petrodollar) sem er þverrandi auðlind. Þá er Ísland mun betur sett í þessum efnum en margar aðrar þjóðir sem hafa orðið að treysta að stórum hluta á jarðeldsneyti til orkuframleiðslu. Uppsett rafafl á Íslandi var árið 2020 samtals 2.863.774 kílówött í endurnýjanlegri raforku samkvæmt tölum Orkustofnunar. Græn raforkuframleiðsla var samtals 19.124.234 megawattstundir (MWst). Í þessu liggja gríðarleg verðmæti. Trygging íslensku krónunnar í raforku hlýtur þó alltaf að vera háð því að íslenska ríkið hafi alltaf yfirráð fyrir stærstum hluta raforkuframleiðslunnar í landinu. Því myndi uppskipti og sala á Landsvirkjun slá slíkar vangaveltur út af borðinu. Prentun á dollaraseðlum í Vietnamstríðinu kippti gulltryggingunni undan Bandaríkjadollar Bandaríski dollarinn var baktryggður í gulli allt fram til 1971 þegar Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, afnam gulltrygginguna. Það var líkt og margar aðrar þjóðir gerðu við sína gjaldmiðla í fyrri heimsstyrjöldinni, eða 1913, og Bretar árið 1931. Ástæð a aðgerða Nioxons var gríðarleg peninga­ prentun Bandaríkjastjórnar vegna stríðs reksturs í Víetnam. Var þá búið að gefa svo mikið út af dollurum að gullbirgðir Bandaríkjanna hefðu ekki dugað til að leysa út alla þá seðla en hver únsa af gulli var metin á föstu gengi 35 dollara. Dollarinn var því orðinn stórlega ofmetinn og hefði hrunið ef almenningur hefði valið þá leið að skipta peningunum út fyrir gull, en eins og lög gerðu ráð fyrir að væri hægt. Hið alþjóðlega Bretton Woods peningakerfi, sem komið var á fót 1944 af 44 þjóðum og byggði á gulltengingu dollars, hrundi líka í raun í kjölfar aðgerða Nixons. Í framhaldinu af afnámi gulltryggingar á dollar var tekið upp nýtt kerfi 1973 sem byggði á fljótandi gengi gjaldmiðla og bandaríski dollarinn var þá í raun orðinn að „Fiat money“ eins og nánast allar aðrar myntir heimsins, en ekki með neina baktryggingu í raunverðmætum. Olíuviðskiptin hafa haldið Bandaríkjadollar á floti Það sem í raun hefur haldið Bandaríkjadollar í þeirri ofursterku stöðu á heimsmarkaði allar götur síðan 1971 er sú snilld bandarískra ráðamanna að takast að semja við olíuríkin í Mið­Austurlöndum um að dollar væri notaður í öllum þeirra olíuviðskiptum. Slíkt setti í raun nýjan grunn undir bandaríska dollarinn í stað gulls og hélt uppi virði hans í alþjóðaviðskiptum. Var slíkur dollar kallaður Petrodollar með vísun í eldsneyti eða „petrol“. Olíuútflytjendur fengu þá dollara í skiptum fyrir sína olíu og höfðu í raun ekkert val. Dollarar fóru því að hlaðast upp í olíuríkjunum og vegna gagnkvæmra hagsmuna gerði Bandaríkjastjórn samning 1974 við Sádi­Arabíu um að þeir gætu fjárfest með sínum Petrodollurum í bandarískum ríkiskuldabréfum. Þeir fjármunir voru síðan m.a. nýttir í þróunarverkefni sem rekin voru af bandarískum stjórnvöldum og fyrirtækjum til uppbyggingar í Sádi­Arabíu 1979. Þarna var komin hringrás peninga sem skapaði mikinn peningagróða hjá bandarískum fyrirtækjum. Bæði Rússar og Kínverjar hafa reynt að ná samningum við olíuríkin um að nota sínar myntir, rúblu og yuan (renminbi) í stað dollars sem getur augljóslega veikt stöðu dollars á alþjóðamarkaði. Rússar hafa í kjölfar stríðsreksturs í Úkraínu reynt að neyða Evrópusambandsþjóðirnar til að stunda sín kaup á olíu og gasi frá Rússlandi í rúblum. Var það augljóslega hugsað til að styrkja stöðu rúblunnar líkt og Bandaríkjamenn gerðu með samningum við Sádi­Araba og fleiri þjóðir í Mið­Austurlöndum. Rússum virðist ekki vera að takast þetta nægilega vel og það ýtir undir að þeir reyni að tryggja sinn gjaldmiðil með öðrum hætti. Gengi hins kínverska yuan tók að rísa í mars á þessu ári þegar fregnir bárust af því að Kínverjar væru að semja við Sádi­Arabíu um að hluti af olíuviðskiptum þeirra færi fram í yuan í stað dollars. Óljóst er þó hvort slíkir samningar nái fótfestu. Kínverjar vilja tyggja sinn gjaldmiðil Í greininni á GoldMoney segir að Kína hafi fleytt sér á verðbólgu­ öldufaldinum á Vesturlöndum síðastliðin fjörutíu ár og grætt vel. Nú þegar það horfir fram á niðurlægingu Bandaríkjadollars vegna minnkandi áhrifa Bandaríkjanna, m.a í olíuviðskiptum, þá velti Kínverjar því fyrir sér hvernig eigi að bregðast við. Þeir eiga þegar gríðarlegar eignir í dollurum og m.a. bandarískum ríkisskuldabréfum og ekki einfalt fyrir Kínverja að losna undan áhrifum dollars. Kínverjar gætu aftur á móti hæglega veikt dollarinn með því að losa um sína dollaraeign en það þýðir þá væntanlega um leið tap fyrir þá sjálfa. Rússar sagðir á góðri leið með að gulltryggja rúbluna GoldMoney segir að Rússar séu ef til vill lengra komnir í áætlunum sínum um að vera án dollara og annarra vestrænna gjaldmiðla. Þeim áætlunum hafi verið flýtt vegna refsiaðgerða gegn þeim 2014 og aftur nú vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Á sama tíma eru Vesturlönd sífellt að verða viðkvæmari án þess að sjá neinn valkost við ofurvald dollarans sem sé samt dæmdur til að veikjast. Þjóðverjar voru með þýska markið sem afar sterkan gjaldmiðil áður en þeir skiptu yfir í evru. Þeir eru næststærstu eigendur heims af gulli með 3.359 tonn. Þjóðverjar gætu því hæglega tekið upp nýtt og gulltryggt mark og stillt gengið þess af eins og þeim hentaði best í dag. Það myndi þó líklega um leið marka endalok evrunnar. Sterkt þýskt mark á gullfæti gæti líka mögulega styrkt stöðu Þýskalands sem nú glímir við mikinn orkuvanda vegna gas­ og olíuviðskiptanna við Rússa. Slíkt myndi þó líklega valda upplausn í ríkjasamstarfi ESB. Rússar og Kínverjar sagðir neyddir í baráttu gegn þeim sem byggja viðskiptin á dollar Sérfræðingar GoldMoney telja að með því að beita Rússa refsi­ aðgerðum hafi Vesturlönd í raun stillt landfræðilega andstæðingum sínum upp og neytt þá út í sameiginlega fylkingu gegn ríkjum sem byggja allt sitt á mætti Bandaríkjadals. Bent er á í greininni að Rússland sé stærsti útflytjandi heims á orku, málmum og mörgum öðrum hráefnum. Kína er helsti birgir hálfunninna og fullunninna neysluvara fyrir heimsmarkaðinn. Afleiðingar refsi­ aðgerða Vesturlanda taka þetta mikilvæga atriði ekki inn í dæmið að mati greinarhöfunda. Greinarhöfundar GoldMoney skoðuðu núverandi stöðu fjármála­ kerfis heimsins og reyndu að meta hvert það stefnir. Þeirra mat er að það dragi stöðugt úr peningalegum áhrifamætti Vesturlanda, Kína og Rússlands. Því sé brýnt fyrir tvö síðarnefndu ríkin að fjarlægja sig frá yfirvofandi gjaldeyris­, banka­ og fjármálakreppu Vesturlanda. – „Við munum fara að sjá hvernig spilast úr fjármálastríðinu,“ segja greinarhöfundar GoldMoney. Kínverjar hafa litið á aðferðafræði Bandaríkjanna sem leið til að tryggja yfirráð sín. Það hefur leitt til djúpstæðs vantrausts á sambandi Kínverja við Bandaríkin. Það er að mati greinarhöfunda afleiðing af utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Afli dollars beitt gegn kommúnisma víða um heim Sambland af sýnilegri hernaðargetu Bandaríkjanna og minna sýnilegu dollaraveldi sigraði kommúnisma Sovétmanna og Mao Zedong á sínum tíma. Aðstoð til að kaupa upp kommúnisma í Afríku og Rómönsku Ameríku var möguleg með því að prenta dollara til útflutnings. Í tilviki Rómönsku Ameríku með því að endurnýta olíudollara (petrodollars) með aðstoð bandaríska bankakerfisins og breyta þeim í sambankalán. Seint á áttunda áratugnum fengu bankar í London telexskeyti í kílómetravís frá Citibank í Bandaríkjunum sem buðu upp á þátttöku í sambankalánum. Venjulega fyrir 100 milljónir doll­ ara, en tilgangurinn samkvæmt telexinu var undantekningarlaust „að styrkja aðgerðir ríkisins“, að sögn greinarhöfundar GoldMoney. Þjóðir hnepptar í skuldafjötra Lán til Suður­ og Mið­Ameríkuríkja frá bandarískum viðskiptabönkum og öðrum lánveitendum jukust verulega á áttunda áratugnum. Í upphafi áratugarins voru heildarskuldir Suður­Ameríku frá ýmsum lánveitendum 29 milljarðar dollara, en í árslok 1978 hafði sú tala rokið upp í 159 milljarða dollara. Snemma árs 1982 voru skuldirnar komnar í 327 milljarða dollara. „Við vissum öll að eitthvað af því var að hverfa inn á svissneska bankareikninga herforingja og stjórnmálamanna í löndum eins og Argentínu. Verið var að kaupa tryggð þeirra við kapítalíska heiminn og það endaði fyrirsjáanlega með skuldakreppunni í Suður­Ameríku,“ segja greinarhöfundar. Þar sem neysluverðsverðbólga geisaði, þurfti seðlabanki Banda­ ríkjanna og aðrir helstu seðlabankar að hækka vexti seint á áttunda áratugnum og útlánasveifla banka snerist gegn lántakendum í Mið­ Ameríkuríkjunum. Bankar reyndu að draga úr lánaskuldbindingum sínum og oft með lánagjörningum á breytilegum vöxtum, en voru oft að greiða fyrir það með hærri afsláttum. Í ágúst 1982 var Mexíkó fyrst til að tilkynna bandaríska seðlabankanum, fjármálaráðuneytinu og Alþjóða­ gjaldeyrissjóðnum (AGS) að það gæti ekki lengur staðið við skuldir sínar. Alls breyttu sextán Mið­Ameríkuríki skuldum sínum í kjölfarið auk ellefu ríkja í öðrum heimshlutum. Bandaríkin tóku þá forystu um að veita lán til þrautavara í samstarfi seðlabanka og AGS. Bandaríkin veittu eigin fyrirtækjum forgang í bataferli og endurskipulagningu fjárfestinga í Mið­Ameríku. Hluti af þessari endurskipulagningu fólst í að gjaldfella lán og hefja yfirtöku og þar með voru menn komnir í lykilstöðu í framleiðslu margra ríkja. Þetta var hin árangursríka aðferða fræði sem Kínverjar áttuðu sig á tuttugu árum seinna. Hún byggir einfaldlega á því að drekkja þjóðum í „hagstæðum“ lánum sem þær geta svo á endanum ekki staðið við að borga. Þar með eru þær orðnar þrælar lánveitenda. Sömu lúalegu aðferðafræðinni átti að beita gegn Íslendingum Athyglisvert er að skoða þetta í öðru samhengi. Nákvæmlega sömu aðferðafræði átti að beita gegn Íslendingum í kjölfar bankahrunsins 2008 að undirlagi AGS. Íslendingar áttu að fá „hagstæð“ lán til að borga Icesave klúðrið, vitandi vits um að það setti gríðarlegan skuldaklafa á herðar Íslendingum. Í framhaldinu hefði verið einfalt fyrir lánveitendur að sölsa undir sig fiskimiðin við landið og orkulindir á Íslandi eða hvað sem mönnum hefði dottið í hug. Allt gert í nafni væntumþykju og hjálpsemi við íslenska þjóð. Kínverjar lærðu af reynslu Bandaríkjamanna Sumir hafa viljað meina að boð Kínverja til þjóða víða um heim um þátttöku í stórtæku samgöngu­ og viðskiptaverkefni kínverskra stjórnvalda, undir því sem kallað er „Belti og braut“, sé afrakstur af lærdómi þeirra á aðferðafræði Bandaríkjanna. Þar séu þjóðir þó að skuldbinda sig með öllu mýkri og lúmskari hætti en í aðferðafræði Bandaríkjamanna. Íslendingar höfnuðu slíku boði 2019. OECD greindi frá því á sínum tíma að yfir 10 ára tímabil frá 2017 hafi Kínverjar ætlað að fjárfesta sem nemur þúsund milljörðum dollara í þessari áætlun í samgönguinnviðum utan landamæra Kína. Það er að jafnvirði um 137 þúsund milljarða króna samkvæmt gengi í byrjun síðustu viku. Kínverjar og Rússar eru sagðir undirbúa að tryggja sína gjaldmiðla í raunverðmætum í stað þess að hafa þá fljótandi. Þannig yrði þeirra gjaldmiðlar ekki eins háðir gengi annarra gjaldmiðla eins og dollars og evru í aljóðlegum viðskiptum og standast mögulegt fall þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.