Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 202248 AF VETTVANGI STJÓRNARRÁÐSINS Kraftmikill, metnaðarfullur landbúnaður Í sumar tekur gildi ný reglugerð um áburðarvörur (2019/1009/ EB), hún setur reglur um hvaða efni eru leyfileg sem áburðarvörur með tilliti til efnainnihalds og öryggis. Hún tekur til bæði lífræns og ólífræns áburðar og í reynd öll efni, þ.m.t. örverur, sem auðga jarðveg næringu og sjá plöntum og sveppum fyrir ræktunarumhverfi og næringu. Með tilkomu þessarar reglugerðar verða allar áburðarvörur að vera CE-merktar, sem þýðir að öryggi þeirra og gæði eiga að vera tryggð. Aukaafurðir dýra, sem eru nýttar sem áburður, falla ekki innan gildissviðs reglugerðarinnar, enda er önnur reglugerð sem tekur til þeirra. Moltugerð og lífgasgerð með meltunarleifum eru mikilvægir þættir til að minnka urðun lífrænna afurða. Mikilvægt er að líta ekki á lífræn efni sem úrgang heldur sem hráefni til frekari vinnslu. Hér er ætlunin að fjalla um moltugerð og gera grein fyrir kröfum. Framleiðsla moltu skal alltaf miða við að hráefnin séu flokkuð sérstaklega á upprunastað, þannig að þau blandist ekki öðrum efnum. Kröfur til meltunarleifa sem verða til við lífgasgerð eru þær sömu og til moltu. Hráefni, sem má nota í moltu og lífgasgerð: • Lífræn, niðurbrjótanleg efni úr görðum, matarleifar úr eldhúsum, veitingastöðum, stóreldhúsum, smásölum og sambærilegar leifar frá matvælavinnslum. • Dýraafurðir, aðeins hafi þær verið gerðar skaðlausar með fyrri vinnslu t.d. gæludýrafóður. • Aukefni til jarðgerðar, sem eru nauðsynleg til að bæta vinnsluna og minnka umhverfisáhrif. Efni sem má ekki nota við þessa vinnslu eru eftirfarandi: • Lífræn efni úr blönduðu heimilissorpi, jafnvel þótt það hafi verið flokkað á síðari stigum. • Seyra, iðnaðarskólp og eðja frá dýpkunar fram­ kvæmdum. • Aukaafurðir dýra og afleiddar afurðir sem falla undir gildissvið reglu­ gerða um aukaafurðir dýra (1069/2009/EB), utan þær afurðir sem hafa verið fullunnar samkvæmt þeirri reglugerð. Sú reglugerð inniheldur ákvæði um moltu­ og lífgasgerð úr aukaafurðum dýra. Moltugerðin skal vera í vinnslustöð: • Þar sem gætt sé fulls aðskilnaðar hráefnanna frá öðrum efnum sem kunna að vera unnin í verksmiðjunni. • Gætt sé fullkomins aðskilnaðar milli hráefna og unninnar vöru, þar með talið í geymslum. Loftháð niðurbrot (moltugerð): Loftháð niðurbrot á að byggj­ ast á stjórnuðu niðurbroti líf­ niðurbrjótanlegra efna sem er aðallega loftháð, sem örvar hitamyndun, vegna niðurbrotsins og hentar hitakærum bakteríum. Öllum pörtum lotunnar skal snúið eða hrært í reglulega til að auka loftstreymi og til að fá út nægjanlega gerilsneyðingu og einsleitni efnis­ ins. Meðan á myltingu stendur þarf að tryggja að allir hlutar lotunnar hafi náð einhverjum af eftirfarandi hitunarþáttum: • 70°C eða meira í a.m.k. 3 daga • 65°C eða meira í a.m.k. 5 daga • 60°C eða meíra í a.m.k. 7 daga • 55°C eða meira í a.m.k. 14 daga. Kröfur til hreinleika moltu • Molta má ekki innihalda meira en 6 mg/kg þurrefnis af PAH16 (fjölhringa, aróma tísk vetniskolefni). • Molta má ekki innihalda meira en 3 g/kg þurrefnis af sýnilegum óhreinindum yfir 2 mm af einhverju eftirfarandi: Gler, málmar eða plast og ekki meira en 5 g/kg þurrefnis samtals af þessum óhreinindum. Hvaða kröfur eru gerðar til lífræns áburðar? • Lífrænn áburður á að innihalda lífrænt bundið kolefni og næringarefni úr lífrænum efnum. Hlutfall þeirra skulu koma fram í merkingum vörunnar. • Sett eru mörk fyrir eftirfarandi óæskileg efni: 1. Kadmíum (Cd) 1,5 mg/ kg þurrefnis 2. Sexgilt króm (Cr VI) 2 mg/kg þurrefnis 3. Kvikasilfur (Hg) 1 mg/kg þurrefnis 4. Nikkel (Ni) 50 mg/kg þurrefnis 5. Blý (Pb) 120 mg/kg þurr­ efnis 6. Ólífrænt Arsen (As) 40 mg/ kg þurrefnis 7. Biuret (C2H5N3O2) á ekki að finnast í lífrænum áburði 8. Kopar (Cu) má ekki fara yfir 300 mg/kg þurrefnis 9. Sínk (Zn) má ekki fara yfir 800 mg/kg þurefnis. • Sett eru mörk fyrir sjúkdóms valdandi bakteríur eins og salmonellu og iðragerla. Í því sambandi skal taka 5 sýni af hverri lotu moltunar áður en hún er sett á markað. Sýnin skal greina á viðurkenndri rannsóknastofu. Salmonella má ekki finnast í 5, 25 g eða 25 ml sýnum. Iðragerlar mega ekki fara yfir 1.000 í 5 1 g eða 1 ml sýnum. Valgeir Bjarnason, fagsviðsstjóri áburðarmála . Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum í landbúnaði hefur verið framlengdur til 3. júní næstkomandi. Framleiðendur sem hafa byrjað lífræna aðlögun í samræmi við gildandi reglugerð um lífræna framleiðslu landbúnaðarafurða og merkingar geta sótt um. Lífræna aðlögunin skal vera undir eftirliti faggildu löggildingarstofunnar Túns. Sækja ber sérstaklega um styrki í garðyrkju skv. ákvæðum reglugerðar um stuðning við garðyrkju nr. 1273/2020. Í öðrum landbúnaði er sótt um styrki samkvæmt ákvæðum reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 430/2021. Umsóknarfrestur er til miðnættis 3. júní (www.afurd.is). Á Afurð má einnig finna upplýsingar um nauðsynleg fylgiskjöl með umsókn. ...frá heilbrigði til hollustu Landbúnaður á Íslandi er fyrst og fremst atvinnugrein og á að vera það áfram. Þó svo að í hugum sumra sé búskapur lífsstíll og snúist um að viðhalda tilteknu atvinnu- og menningarlandslagi þá er landbúnaður atvinnugrein. Bændur framleiða matvæli og aðrar þær vörur sem neytendur vilja og þurfa að kaupa. Almenningur styður við innlendan landbúnað með víðtækum hætti. Það eru áskoranir til skemmri tíma í ákveðnum greinum landbúnaðar á Íslandi sem eru til komnar vegna stríðs Rússa í Úkraínu. Sérstaklega er þetta áskorun fyrir kjötframleiðslu sem reiðir sig að miklu leyti á innflutt aðföng. Hátt aðfangaverð, sérstaklega á áburði og nú einnig á fóðurbæti hefur étið upp framlegð margra búa. Þessu til viðbótar hefur um árabil verið afkomuvandi í sauðfjárrækt sem hefur valdið því að framleiðsla á lambakjöti hefur dregist talsvert saman.Vegna þessara miklu hækkana á áburðarverði lagði ég til að 700 milljónum yrði varið til þess að koma til móts við bændur vegna þeirra í síðustu fjárlögum. Sérstök áhersla hefur verið á að greina hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur, hver staða matvælamarkaða er hér innanlands og hvernig þessi áhrif koma við mismunandi búgreinar. Landbúnaður er atvinnugrein og þar þarf að ríkja réttlæti í afkomu bænda í virðiskeðjunni. Eins og bent var á í tillögum Landbúnaðarháskólans um aðgerðir til að bæta fæðuöryggi, þá hefur afkoma bænda einfaldlega mikil áhrif á fæðuöryggi. En að sama skapi er í þeirri skýrslu bent á að fæðuöryggi snýst líka um það að allir hópar samfélagsins hafi efni á því að kaupa holl og góð matvæli. Framtíðin er björt til sveita Þrátt fyrir þessar áskoranir er framtíðin björt. Mikill áhugi er hjá ungu fólki að stunda landbúnað, það sést í aðsókn í búfræðinám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og fjölgun þeirra sem stunda búvísindanám á síðustu árum. Það heyrist í samtölum við unga bændur og þau sem stefna á það að verða bændur, hafi þau til þess tækifæri. Það mælist í sístækkandi útlánasafni Byggðastofnunar til kynslóðaskipta í landbúnaði. Þannig að mannauðurinn er til staðar. En mannauðurinn einn og sér er ekki nægjanleg forsenda fyrir kraftmiklum og metnaðarfullum landbúnaði. Til þess að fólk geti haslað sér völl í landbúnaði þurfa að vera forsendur til þess að geta byggt upp tæknivædd bú þar sem möguleikar eru til þess að stunda nútíma landbúnað sem ræður við þær umbreytingar sem eru að verða í greininni. Nákvæmnislandbúnaður, aukin krafa neytenda um rekjanleika, velferð búfjár, árangur í loftslagsmálum og þannig mætti lengi telja. Þær forsendur eru bæði efnahagslegar og félagslegar. Þær snúast um brauðstritið, að eiga fyrir reikningunum, að geta séð fyrir fjölskyldu og að búa í öruggu húsnæði. En þær snúast líka um aðgengi að verslun, samgöngum, opinberri þjónustu, leikskólaplássum og vegalengd í grunnskóla. Fjárfesta þarf í framförum Framfarir í atvinnugreinum byggjast á því að fjárfest sé til framtíðar. Framfarir verða ekki til af sjálfu sér, heldur leiða þær af sér betri þekkingu og bættri tækni. Nútíma, tæknivæddur land bún­ aður krefst mikils stofnkostnaðar. Og það er til mikils að vinna. Á slíku búi eru vinnuaðstæður bænda góðar sem gerir starfsvettvanginn aðlaðandi. Þess vegna er Stuðningskerfið, það verður að vera aflvaki fram fara og styðja fjárfestingar sem skila raunverulegum ávinningi. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Moltu- og áburðargerð: Kröfur og framkvæmd samkvæmt nýrri reglugerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.