Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 202224 Nú síðastliðið haust, nánar tiltekið þann 23. september, hóf Bændablaðið regluleg greinaskrif á síðum sínum varðandi áhuga- leikhúsin í landinu. Mikill áhugi hafði verið varðandi kynningu á starfsemi þeirra, enda kemur þar að fólk úr öllum starfsstéttum og um mikilvægan og merkilegan þátt menningarlífs okkar að ræða. Leitað var til formanns Bandalags íslenskra leikfélaga, Harðar Sigurðarsonar, sem hefur unnið afar gott starf í þágu áhugaleikhúsa, og deildi hann fúslega með okkur þeim upplýsingum sem innt var eftir, er varðaði tilvonandi sýningarhöld leikhúsanna, uppákomur, fundi eða annað, auk þess að gauka að okkur áhugaverðu efni sem annars hefði ekki komist á síður blaðsins. Farið hefur verið víða og lesendur kynnst glaum og gleði landshorna á milli, sorg og sút á sviðum leikhúsa okkar Íslendinga. Vaninn er sá að vertíðir áhugaleikhúsa séu haust og vor og því ætlum við hér hjá Bændablaðinu að gefa umfjöllunum er varða áhugaleik svolítið sumarfrí. Mikil gleði og ánægja hefur þó verið með efnið og lesendur blaðsins spenntir að fylgjast með hvar sýningar standa yfir. Nú vil ég sem þetta skrifar, fyrir hönd okkar hér á ritstjórninni, bjóða áhugaleikhúsunum að hafa samband við mig í sumar ef kemur til þess að verða í boði námskeið, leiksýningar eða aðrar uppákomur sem gaman væri að fjalla um eða koma á framfæri, eða ef fólki liggur eitthvað á hjarta sem það telur lesendum okkar mikilvægt. Við óskum áhugaleikhúsfólki og unnendum gleðilegs sumars og hlökkum til að taka upp þráðinn í haust. Takk fyrir okkur. /SP Áhugaleikhúsin okkar landsmanna ÁHUGALEIKHÚS Á ÍSLANDI Í fylgd með fullorðnum – Hörgárdalur Pétur Pan – Húnaþing vestra Fyrsti kossinn – Keflavík Stúart litli – Mosfellssveit Nei, ráðherra – Hveragerði Rúi og Stúi – Kópavogur Tom, Dick & Harry – Fljótsdalshérað Beint í æð – Selfoss Ronja Ræningjadóttir – Sauðárkrókur Ef væri ég gullfiskur – Reykholt Nei, ráðherra – Sauðárkrókur Hrollleikur – Hugleikur Kardimommubærinn – Eyjafjörður Ferðamaður deyr – Hafnarfjörður Bót og betrun – Hólmavík Smán – Eyjaförður Leitin að sumrinu – Sólheimar Slá í gegn – Borgarnes Síðastliðna þrjá áratugi hefur Þjóðleikhúsið verið í samstarfi við Bandalag íslenskra leikara hvað varðar val á leiksýningu úr smiðju áhugaleikhúsanna er sérstaka athygli vekur. Eins og kom fram í síðasta tölublaði þóttu sýningar Leikflokks Húnaþings vestra og Leikfélags Keflavíkur eiga þann heiður skilinn og óskum við þeim alls hins besta á fjölum Þjóðleikhússins nú í júní. Frá vinstri eru hér þau Björn Ingi Hilmarsson frá dómnefnd Þjóðleikhússins, Guðlaugur Ómar Guðmundsson, ásamt Brynju Ýr Júlíusdóttur frá Leikfélagi Keflavíkur og Arnar Hrólfsson frá Leikflokki Húnaþings vestra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.