Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 2022 35
Nútíma landbúnaður krefst mikils vélakosts. Gæðasmurefni
skipta öllu máli fyrir virkni og endingu véla. Olís veitir ráðgjöf
um olíu- og smurefnanotkun fyrir allar landbúnaðarvélar.
Ráðgjafar Olís veita allar nánari upplýsingar
í síma 515 1100 eða pontun@olis.is.
Smurefni fyrir
vélvæddan landbúnað
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10
104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
LOFTPRESSUR
Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI
Gerðu kröfur - hafðu samband við Gunnar
í síma 590 5135 og kynntu þér þína möguleika.
Við bjóðum upp á allar stærðir
og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum.
Mjög hjóðlátar og einfaldar í viðhaldi.
Bjóðum upp á þjónustusamninga og leggjum mikla áherslu
á að veita góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu.
Göngum á nóttunni og sofum á daginn,
endurnærandi kvennaferð um Gerpissvæðið,
POP-UP ferðir og margt fleira.
Skoðaðu úrval ferða á www.tannitravel.is
TANNI TRAVEL
LÍF&STARF
Hjólhýsaleiga á Laugarvatni
Bjarni Finnsson, sem er oftast
kenndur við Blómaval, hefur
sótt um hjá sveitarstjórn
Bláskógabyggðar að hefja hjól-
hýsaleigu á Laugarvatni
í Stórholti.
Sveitarstjórn hefur samþykkt
að veita jákvæða umsögn um
erindið og telur staðsetningu
ökutækjaleigunnar og aðkomu að
henni henta vel fyrir væntanlega
starfsemi.
Fyrst í stað verður Bjarni og
fyrirtæki hans Mountain Trailers,
með fimm hýsi til útleigu.
/MHH
Guðlaugur Þór fyrir miðri mynd, með fulltrúum þeirra fyrirtækja og
Þróunarfélags Grundartanga þegar viljayfirlýsingin var undirrituð. Mynd / Aðsend
Uppbygging græns iðngarðs
á Grundartanga
Nýlega var undirrituð af eigend-
um Þróunarfélags Grundar -
tanga og fyrirtækja, sem starfa
á Grundartangasvæðinu, vilja-
yfirlýsing um uppbygg ingu græns
iðngarðs með hringrásarhugsun á
Grundar tanga.
Sérlegur verndari verkefnisins
verður Guðlaugur Þór Þórðar son
umhverfis-, orku- og loftslags-
ráðherra. Ávinningur verkefnisins
er í takt við stefnu stjórnvalda og
sveitarfélaga um þróun í átt að
hringrásarhagkerfi og styður við
aðgerðaráætlun í loftslagsmálum.
„Grænum iðngarði er ætlað að
styðja við sjálfbærni með því að
innleiða félagsleg, efnahagsleg
og umhverfisleg sjónarmið
í skipulagningu, stýringu og
framkvæmd. Markmiðið er að
Grundartangi – grænn iðngarður
geti orðið leiðandi á heimsvísu
með áherslu á fyrirmyndar
sjálfbærniumgjörð og bætta
fjölnýtingu auðlinda og innviða í
gegnum hringrásarhagkerfið,“ segir
í tilkynningu vegna málsins. /MHH