Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 202220 Stríðsátökin í Úkraínu virðast vera að valda áhyggjum um að þau geti hrundið af stað atburðarás í fjármálakerfi heimsins sem muni hafa ófyrirséðar afleiðingar. Þar séu helstu peningakerfi heims, sem byggja á fljótandi gjald- miðlum án gulltryggingar, orðin afar viðkvæm. Gjáin milli Evrasíu og vestrænna hernaðar- og leyniþjónustubandalaga (NATO, Five-eyes, AUKUS o.s.frv.) stækkar hratt. Þó fjölmiðlaskýringar einblíni á hina sýnilegu hlið átakanna í Úkraínu, þá eru efnahagslegir og fjárhagslegir þættir sem raunverulega skipta máli. Peningahagsmunir eru nefnilega drifkrafturinn á bak við öll hernaðarbandalög, en gjaldmiðlakerfin eru lítils virði ef þau skortir bakstuðning í raunverðmætum. Drifkrafturinn í peningakerfum heimsins byggist líka á beitingu vaxta. Áður hefur verið fjallað í Bændablaðinu um hrikalegar afleiðingar vaxta á hagkerfi heimsins og afkomu fólks. Þá m.a. með vísun í merkilegar heimspekilegar vangaveltur Martinus Simson, í bók sinni „Hugleiðingar um vaxtakerfið og hin skynsama óvita“, sem hann gaf út á Ísafirði árið 1965. Því er fróðlegt að sjá hvernig reyndur fjármálasérfræðingur í heimsklassa tekur nú í raun undir margt af því sem þar kom fram, en 57 árum seinna. Það hriktir í undirstöðum núverandi „Fiat money“- peningakerfa heimsins GoldMoney er eitt virtasta fyrirtæki heims í viðskiptum með gull og aðra góðmálma og í fjármálaþjónustu við tæknifyrirtæki. Það er m.a. skráð á verðbréfamarkaði á Toronto Stock Exchange. Á heimasíðu þess 5. maí síðastliðinn er grein undir fyrirsögninni „Fjármálastríð tekur viðbjóðslega stefnu“. Þar segir að það sé vaxandi óumflýjanleiki við þetta allt saman sem valdi ekki síst áhyggjum. Einnig sú staðreynd að undirstöður núverandi peningakerfa „Fiat Money“, sem notast við myntir og seðla, sem ekki eru baktryggðir í gulli eða öðrum áþreifanlegum verðmætum, séu orðnar afar veik- burða. Þetta á við allar helstu myntir heims eins og dollar, evru sem og rúblu og hið kínverska yuan (rembimi). Á því kann að verða breyting fyrr en menn grunar sem gjörbreytt getur stöðu heimsmála. Í annarri grein á heimasíðu GoldMoney í apríl undir fyrir- sögninni „Verðmætaeyðing“, eða „Value destruction“, segist höfund- ur inn Alasdair Macleod hafa haldið því fram í nýlegum greinum að tímabili staðalsins sem Fiat dollar byggir á sé að ljúka. Hann telur að japanska yenið og evran verði meðal fyrstu gjaldmiðlanna til að falla í valinn. Það byggir hann m.a. á því að það muni reynast nauðsynlegt að kaupa út seðlabanka sem eru á bak við Seðlabanka Evrópu (European Central Bank - ECB). Þeir eru þegar yfirhlaðnir af áhættuskuldabréfum og séu auk þess með útistandandi endurhverf lán upp á 8.725 billjónir evra sem vinda þurfi ofan af. Það eru lán með veði í verðbréfum sem geta orðið verðlaus. Staða bandaríkjadals muni halda í einhvern tíma en ef það takist ekki að tryggja fall skuldabréfa muni tugir billjóna dollara peningaeign þurrkast út. Í þessari ítarlegu grein tekur hann tilgátuna lengra og útskýrir að það er ekki bara tilkoma nýrra hrávöru tryggðra gjaldmiðla í Asíu sem mun ógna yfirráðum vestrænna gjaldmiðla, heldur misheppnuð „FED“ peningamálastefna seðla- banka Bandaríkjanna (The Federal Reserve System) og annarra helstu seðlabanka. Þá segir hann: „Óstöðvandi vaxtahækkun mun að stórum hluta valda því að þeir falla.“ Reynslubolti í fjármálaheiminum Alasdair Macleod er yfirmaður rannsókna hjá GoldMoney og hefur mikla reynslu af fjármálamörkuðum þar sem hann starfaði sem verðbréfa- miðlari á verðbréfamarkaði í London í meira en fjóra áratugi. Hann hefur m.a. haldið því fram að Bitcoin muni deyja um leið og Fiat-peningakerfið lognast út af. Macleod segir að fjármála- markaðir vanmeti þau eyðingaröfl sem felast í fjármálabólum. Það eru fjármálalegar eignir sem eru baktrygg ing stærsta hluta banka- kerfisins. Þegar verð á þeim hrynur vegna hækkunar vaxta mun það valda hruni fyrirtækja, banka og jafnvel seðlabanka. Það mun gera fjármögnun gríðarlegs ríkishalla ómögulega nema til komi mjög hratt fall gjaldmiðla (gengisfelling, innskot blm.). Macleod spyr sig hvort seðla- bankar muni reyna að verja verðmæti fjármálalegra eigna til að koma í veg fyrir að fjármálakerfi vesturlanda hrynji. Hann telur að þessi áhætta sé ástæðan fyrir því að Kína og Rússland séu nú að skipuleggja nýjan mið-asískan gjaldmiðil. Vextirnir eru vandamálið „Þetta snýst allt um vexti,“ segir Macleod. – „Hækkandi vextir grafa undan verðmæti peningaeigna og lækkandi vextir hækka þau. Frá 1981 og fram í mars 2020 hefur þróunin verið sú að verðbólga hefur hjaðnað og vextir lækkað með þeim.“ Síðan segir hann: „Þróun vaxtalækkana er nú á enda og fjármálavæðingin er á undanhaldi. Nýlegir atburðir, lokanir vegna Covid, truflanir á birgða keðjunni og refsiaðgerðir gegn Rússlandi veita áþreifanleg sönnunar gögn um að svo hljóti að vera. Þú þarft ekki að vera sjáandi til að spá fyrir um hrávöruverðskreppu og horfur á víðtæku hungri vegna skorts á korni og áburði í sumar. Heilbrigð skynsemi segir okkur að lok fjármálavæðingartímabilsins muni hafa víðtækar afleiðingar, en samt er varla hægt að merkja þetta á fjármálamörkuðum.“ Hann segir að sérfræðingar hafi verið með nefið klesst í eigin hugarheimi og sjái því ekki stóru myndina. Hann telur að það sé þó að breytast eftir ræðu sem Augustin Carsten hélt um verðbólguna nýverið, en Carsten er framkvæmdastjóri Alþjóða- greiðslubankans og almennt kall- aður seðlabankastjóri seðlabanka, sem er leiðandi í samhæfingu á alþjóða vettvangi og markar peninga- stefnuna í heiminum. Markmið í ræðu hans var að aðstoða seðlabanka við að samræma viðbrögð sín við þeim vanda sem hann viðurkennir þó seint að sé upphafið á nýju peningatímabili. Segir greiningu á ástæðum verðbólgu vera ranga Macleod segir í grein sinni að ein af þeim afdrifaríku mistökum sem þjóðhagsstofnanir hafi gert snúist um skilgreiningu á verðbólgu. Rétt skilgreining sé að verðbólga stafi af falli gjaldmiðils sem verður við það að auka peningamagn í umferð. „Það snýst ekki um hækkun á almennu verðlagi, sem er það sem efnahagskerfið vill láta okkur trúa. Ástæðan fyrir því að þetta er sérstaklega viðeigandi nú, er vegna þess að stjórnvöld í gegnum seðlabanka sína hafa farið að treysta á að beita aukningu á magni gjaldmiðila í umferð og lánsfjár til að auka við skatta. Það gerir stjórnvöldum kleift að eyða meira en þau fá í tekjur.“ Villur vaxtastefnunnar „Seðlabankar nota vexti sem aðal- aðferð sína til að stjórna peninga- stefnunni. Þeirra mistök eru að gera ráð fyrir að vextir séu ekki hærri en peningaverð. Ef þeir eru hækkaðir á eftirspurn eftir peningum að minnka og ef þeir eru lækkaðir er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir peningum aukist. Með eftirspurn eftir peningum sé hægt að stýra eftirspurn eftir vörum og verði þeirra. Því er gert ráð fyrir að verðbólgu og efnahagslegri afkomu sé stýrt með stýringu vaxta. Þetta er þvert á fyrirliggjandi staðreyndir og gögn.“ Síðan segir Macleod: „Við vitum að verðmæti fjáreigna á eftir að lækka, því með því að neytenda- og framleiðendaverð hækkar mikið munu vextir og ávöxtunarkrafa skuldabréfa halda áfram að hækka.“ Fíat-peningar hafa enga baktryggingu í raunverðmætum Peningar eins og íslenska krónan er af því formi sem kallað hefur verið „Fiat money“ sem hefur ekki baktryggingu í neinum áþreifan- legum verðmætum til að tryggja sitt gengi. Samt eru peningarnir upphaflega ávísun á raunverðmæti, eins og kýr eða gull. Að rukka vexti fyrir slíka peninga er því í raun það sama og að rukka afgjald fyrir eitthvað sem ekki er til. Hins vegar hafa menn hingað til talið þokkalega tryggingu í bakstuðningi seðlabanka viðkomandi ríkja sem nota þessa Fiat-peninga, en það er samt ekki það sama og trygging í áþreifanlegum raunverðmætum. Óstjórnleg peningaprentun og innheimta vaxta fyrir lán á peningum veldur því að á endanum skortir raunverðmæti sem geta staðið á bak við þær ávísanir sem peningarnir eru. Afleiðingin verður verðfall eða hrun viðkomandi myntar. Þetta þekkjum við af reglulegum sveiflum í verðmætum gjaldmiðla sem kallaðar eru verðbólgusveiflur. Þær eru í eðli sínu ekkert annað en tilfærsla á raunverðmætum til þeirra sem innheimta vextina og eiga sífellt fleiri peningaseðla sem settir eru í umferð. Nú telja ýmsir, þar á meðal sérfræðingar GoldMoney, að það styttist í stóruppgjör í peningaheiminum. Nafnið Fiat money er komið úr latínu og þýðir „láttu það gerast“. Peningar voru fundnir upp til að auðvelda viðskipti manna á milli í stað beinna vöruskipta. Ýmsir sérfræðingar telja að núverandi kerfi Fíat-peninga sé að renna sitt skeið og smám saman verði slíkar myntir verðlausar. Því verði að grípa til einhvers konar baktrygginga í raunverðmætum, t.d. hráefni eins og gulli. Þar eiga Bandaríkin stærsta gullforðann, eða 8.133 tonn. Þau eiga líka langflesta dollaraseðla í umferð svo verðmæti þeirra yrðu í dag langt frá því eins miklir og þeir voru fyrir 1944 þegar Bretton Woods ráðstefnan ákvað að hver únsa af gulli yrði metin á 35 dollara. Eða með öðrum orðum, þá fékkst 0,81 gramm af gulli fyrir hvern dollar meðan gullfótur var undir þeim gjaldmiðli. Í dag fengist lítið sem ekkert gull fyrir hvern dollaraseðil svo virði allra þeirra 40 billjóna dollara (40.000.000.000.000) sem eru í umferð myndi hrynja. Um 59% af öllum banka- innstæðum seðlabanka heimsins voru í dollurum í árslok 2020 svo hrun á dollar hefði gríðarlegar afleiðingar. Þótt bandaríkjadalur sé öflugasti gjaldmiðillinn í alþjóðaviðskiptum er hann alls ekki með sterkasta gengið og er þar aðeins í tíunda sæti. Sterkasti gjaldmiðill heims er talinn vera dinarinn í Kúveit. Þjóðir íhuga á ný gulltryggingu sinna gjaldmiðla Talið er að Rússar vinni nú hörðum höndum að því að setja gulltryggingu á bak við sína rúblu sem gerði gengi hennar stöðugt. Þannig verði hún óháð sveiflum í verði fljótandi gjaldmiðla og um leið óháð Fiat- peningakerfinu. Þetta eru m.a. sögð viðbrögð Rússa við ítrekuðum refsi aðgerðum Vesturlanda vegna stríðsaðgerða þeirra fyrrnefndu í Úkraínu. Rússar eiga 2.299 tonn af gulli (um 74 milljón únsur) sem er mun minna en Bandaríkja menn, en rúblurnar í umferð eru líka langtum færri. Einn af helstu ráðgjöfum Pútíns, Nikolai Patrushev, staðfesti í viðtali við Rossiyskaya Gazeta fyrir skömmu að verið væri að skoða mögulega tengingu rúblu við framleiðsluvörur, eða hrávöru, sem yrði þá væntanlega gull. Þar á bæ virðast menn nokkuð sann færðir um að bandaríski doll- ar inn sé að missa fótfestu sína í alþjóðlegu samhengi. Evran hefur þó verið í frjálsu falli gagnvart dollar nær allt þetta ár sem bætist við mikið fall evrunnar á síðasta ári. Þá er því spáð á mörkuðum að evran haldi áfram að falla út næsta ár. Rúblan féll mjög hratt við upphaf stríðsátaka í Úkraínu, en var búin að ná jafnvægi gagnvart dollar upp úr miðjum apríl. Síðan hefur rússneska rúblan verið að styrkjast umtalsvert gagnvart dollar þvert á allar spár sem gerðu flestar ráð fyrir algjöru hruni rúblunnar í kjölfar viðskiptaþvingana. Kínverjar eru sagðir vera á sömu braut og Rússar með sitt yuan (rembimi). Rætt er um að aðrar þjóðir íhugi nú með hvaða hráefnum þær geti tryggt sína gjaldmiðla. Gull er augljós kostur en það er af skornum skammti. Sumar þjóðir eru ríkar af silfri og öðrum framleiðsluvörum eins og stáli, kopar og hveiti svo eitthvað sé nefnt. Slíkt mætti mögulega nota sem tryggingu og viðmið fyrir verðmæti gjaldmiðla. Ísland á gríðarleg raunverðmæti sem eru meira en gullsígildi Ísland á ekki mikinn gullforða (um 1,98 tonn), en Ísland á önnur verðmæti sem eru ómetanleg í þessu samhengi, eins og áhugasamur lesandi Bændablaðsins hefur bent greinarhöfundi á. Sú áhugaverða FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Kolsvartar vangaveltur fjármálasérfræðinga um „Fiat money“ peningakerfi heimsins: Fljótandi gjaldmiðlar með enga baktryggingu í raunverðmætum sagðir dæmdir til að hrynja – Kína og Rússland þegar sögð lögð í vegferð við að mynda nýtt peningakerfi með baktryggingu í gulli eða öðrum raunverðmætum Vextir í lánaviðskiptum og vaxtahækkanir munu að stórum hluta valda því að „Fiat-gjaldmiðlar“ með enga baktryggingu í raunverðmætum eins og gulli, munu falla að mati fjármálasérfræðings hjá GoldMoney. Land/sæti Tonn 1. Bandaríkin 8.133,00 2. Þýskaland 3.359,00 3. Ítalía 2.452,00 4. Frakkland 2.436,00 5. Rússland 2.299,00 6. Kína 1.948,00 7. Sviss 1.040,00 8. Japan 846,00 9. Indland 754,00 10. Holland 612,00 29. Svíþjóð 126,00 42. Danmörk 66,55 49. Finnland 49,14 89. Ísland 1,98 Noregur 0,00 Heimild: World Gold Council Gulleign í árslok 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.