Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 FRÉTTIR www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 779.000 kr. 25% afsláttur BREKKA 34 - 9 fm Tilboðsverð 489.000 kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 539.000 kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIG PLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! „Greiningarvinna fyrirtækja í landbúnaði og Bændasamtaka Íslands síðustu tveggja til þriggja ára hefur skýrt þessa mynd og það er hlutverk okkar að koma henni á framfæri, íslenskri þjóð til hagsbóta. Margir halda að á Íslandi sé enn í gildi sjóða- og millifærslukerfi í landbúnaði, sem hefur ekki verið til staðar í fjöldamörg ár,“ segir Sigurjón Rafnsson formaður nýrra samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Hann fullyrðir að á Íslandi sé ríkjandi gagnsæjasta stuðningskerfi við landbúnað sem fyrirfinnist í Evrópu. „Hér er í gildi einn búvörusamningur milli bænda og ríkisins sem er opinbert plagg. Þannig er því ekki farið innan Evrópusambandsins þar sem stuðningur við landbúnað er ógegnsær og ekki nema á færi þeirra sem hafa aðgang að stjórnsýslunni og með mikilli vinnu að fá aðgang og upplýsingar um hver stuðningurinn raunverulega er. Hitt er svo annað mál að við megum horfa mun meira til þess hvernig Evrópusambandið og Noregur hlúa að sínum landbúnaði og tengja hann fæðuöryggi, byggðamálum og félagslegum þáttum. Lífið er aldrei bara hvítt eða svart. Þvert á móti gera bæði Noregur og Evrópusambandið sér grein fyrir því að framleiðsla landbúnaðarafurða sé ekki raunhæfur kostur nema með aðkomu ríkisvaldsins og sér þess merki í allri laga- og reglugerðarsetningu. Íslensk stjórnvöld þurfa að tileinka sér sömu aðferðafræði til að gera rekstrarskilyrði íslenskra bænda sambærileg þeim sem gilda í Noregi og á meginlandi Evrópu. Það þarf að jafna aðstöðumun milli íslenskra bænda annars vegar og norskra og evrópskra bænda hins vegar, eins og boðað hefur verið í drögum að nýrri landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Við verðum líka að horfa til þess að gagnrýni frá aðilum sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu gagnvart versluninni hér er alls ekki sanngjörn. Þótt hagsmunasamtök verslunarinnar tali stundum af vanþekkingu um landbúnaðarmál, þá finnst mér að stjórnendur stóru verslanakeðjanna hér á landi hafi oft meiri skilning á landbúnaðarmálum en stjórnvöld. Þeir skilja mikilvægi íslenskrar landbúnaðarframleiðslu og við þurfum að vinna mun þéttara með versluninni í að auglýsa íslenskan landbúnað. Við megum heldur ekki gleyma því að á Íslandi er framlegð verslunar af innlendri landbúnaðarframleiðslu sú langminnsta í hinum vestræna heimi og líklega þótt víðar væri leitað samanburðar.“ Beina aðild að Samtökum atvinnulífsins „Þeir sem standa að Samtökum fyrirtækja í landbúnaði telja að samtökin eigi að hafa beina aðild að Samtökum atvinnulífsins eins og aðrar lykilstarfsgreinar samfélagsins, eins og til dæmis Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fyrirtækja í ferðaþjónustu og Samtök iðnaðarins. Það eitt og sér er mjög mikilvægt til að greinin fái þá rödd og sess sem henni ber sem einni af mikilvægustu atvinnugreinum þjóðarinnar. Stofnun samtakanna er því liður í því að koma umræðunni um landbúnað á þann stað í samfélaginu sem hún á skilið. Það má ekki gleyma því að einungis tvær atvinnugreinar hafa fylgt þjóðinni frá landnámi, sjávarútvegur og landbúnaður. Í því sambandi þarf að rétta hlut landbúnaðar. Samstaða þeirra sem standa að samtökunum er mikil enda gera þeir sér grein fyrir því að það er komið að úrslitastund um það hvort ákveðnar greinar landbúnaðarins leggist hreinlega af, eins og nautakjötsframleiðsla og dilkakjötsframleiðsla, svo alvarleg er staðan,“ segir Sigurjón. Samkvæmt upplýsingum Bænda- blaðsins er fyrirmynd samtakanna dönsk samtök sem kallast Landbrug & Fødevarer, auk þess sem horft er til Bondelaget í Noregi. Hér er um að ræða samtök sem koma fram fyrir hönd virðiskeðja í landbúnaði, nánar tiltekið frá „jörð til borðs“, eins og það er orðað í Danmörku, eða frá „bónda til borðs“ eins og það er orðað í Evrópusambandinu. Meðal fyrirtækja sem koma að stofnun nýju samtakanna eru Auðhumla, Mjólkursamsalan, Mjólkursamlag KS, Sölufélag garðyrkjumanna, Sláturfélag Suðurlands, Kaupfélag Skagfirðinga, Kjarnafæði/Norðlenska, SAH afurðir, Ísfugl, Norðlenska matborðið, Matfugl, Síld og fiskur, Sláturhús KVH, Kjötafurðastöð KS, Stjörnugrís og Fóðurblandan, auk annarra sem átt er í samræðum við. Samhliða stofnun nýju samtakanna munu mörg fyrirtækjanna ganga úr Samtökum iðnaðarins. Samtal við Bændasamtökin „Við höfum þegar hafið viðræður við Bændasamtökin um það hvort við getum sameiginlega unnið að lykilhagsmunamálum landbúnaðarins og BÍ hefur tekið vel í það. Tilgangur SAFL er ekki að fara inn á starfssvið Bændasamtakanna, þar sem þau hafa sínum tilgangi að sinna, bæði félagslega og gagnvart ríkinu. Við sjáum fyrir okkur að gera samstarfssamning við Bændasamtökin til að vinna sameiginlega að hagsmunamálum. Við erum sterkari saman, Bændasamtökin og Samtök fyrirtækja í landbúnaði, þar sem við komum sameiginlega fram fyrir allt framleiðsluferli landbúnaðarvara – fyrir alla virðiskeðjuna eins og þekkist í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Einn lykiltilgangur Samtaka fyrirtækja í landbúnaði er að tryggja að bændum og fyrirtækjum í landbúnaði verði búin svipuð starfsaðstaða og gerist annars staðar í Evrópu, auk þess að stuðla að aukinni fræðslu um málefni landbúnaðarins í samfélaginu,“ segir Sigurjón. /VH Samtök fyrirtækja í landbúnaði: Ísland rekur lestina – Samhliða stofnun nýrra samtaka ganga fyrirtæki úr Samtökum iðnaðarins Sigurjón Rafnsson, formaður nýrra samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Meðal fyrirtækja sem koma að stofnun nýju samtakanna eru Auðhumla, Mjólkursamsalan, Mjólkursamlag KS, Sölufélag garðyrkjumanna, Sláturfélag Suðurlands, Kaupfélag Skagfirðinga, Kjarnafæði/Norðlenska, SAH afurðir, Ísfugl, Norðlenska matborðið, Matfugl, Síld og fiskur, Sláturhús KVH, Kjötafurðastöð KS, Stjörnugrís og Fóðurblandan. Mynd / Bbl Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að árið 2020 hafi verið samþykkt á Búnaðarþingi að skoða möguleika á að skapa aðra stoð undir íslenskan landbúnað ásamt Bændasamtökunum, sem væru fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu. „Fram til þessa hafa ekki verið til nein formleg samtök fyrirtækja í landbúnaði sem Bændasamtökin hafa getað rætt við og það hefur þurft að ræða við tæplega þrjátíu aðila hver í sínu lagi um málefni sem að þeim lúta, í stað þess að geta rætt við þau undir einum hatti.“ Að sögn Gunnars mun samstarf við samtökin hafa í för með sér möguleika til samtals um hagsmuni landbúnaðarins í heild sinni þegar kemur að öllu sem snertir allt regluverk í landbúnaði, upplýsingaöflun, söfnun hagtalna og samvinnu um að minnka kolefnisspor íslensks landbúnaðar í gegnum alla virðiskeðjuna en ekki bara hjá frumframleiðendum. Styrk stoð undir íslenskan landbúnað Eggjaframleiðsla: Dönsk egg voru til sölu í verslun – Kanna vankanta á regluverki vegna innflutnings Lífræn dönsk egg voru til sölu í verslun hér á landi nýverið. Til þessa hefur einungis verið leyfður innflutningur á gerilsneyddum eggjamassa en ekki hráum eggjum. „Satt best að segja brá mér þegar ég fékk upplýsingar um að hægt væri að kaupa lífræn egg frá Danmörk hér á landi,“ segir Halldóra Kristín Hauksdóttir, eggjabóndi hjá Grænegg á Svalbarðsstönd og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands. Halldóra segist líta það alvarlegum augum út frá sjúkdómavörnum að hægt sé að kaupa innflutt hrá egg á Íslandi. Halldóra bendir á að íslenski varpfuglastofninn sé laus við sjókdóma og að íslenskir eggjaframleiðendur fylgi ýtrustu heilbrigðiskröfum, bæði á búum sínum og við innflutning á eggjum til kynbóta. Hún bendir einnig á að einungis er leyfilegt að flytja inn frjó egg í gegnum einangrunarstöð Stofnunga á Hvanneyri. „Það hlýtur að skjóta skökku við að nú sé hægt að kaupa innflutt hrá lífræn egg,“ segir hún. Halldóra veltir því fyrir sér hvort ekki sé eitthvað athugavert við regluverkið. Vernd í íslenskum landbúnaði, þar á meðal í eggja- framleiðslu, er annars vegar í formi tolla og hins vegar á grundvelli sjúkdómavarna. „Það er alveg ljóst að ef þessi vernd væri ekki til staðar þá værum við ekki með íslenska eggjaframleiðslu. Svo að mínu mati er mikilvægt að vera á verði gagnvart þessu.“ Kanna hvort eftirliti sé ábótavant Auknar kröfur voru nýlega settar á innflutning á eggjum og þarf sem dæmi að fylgja heilbrigðisvottorð um að eggin séu laus við salmonellu. Halldóra segir stöðu eggja- framleiðenda, til þessa, hafa verið nokkuð góða enda séu egg vinsæl og góð matvara og seljist vel. Sumarið í ferðaþjónustu fari vel af stað, en hótel og veitingastaðir eru stórkaupendur eggja. „Útlitið er að því leyti til ágætt, þrátt fyrir að ákveðnar áhyggjur af stöðunni séu til staðar. Hækkanir á aðföngum undanfarið eru miklar, m.a. á fóðri, sem er stór liður í okkar rekstri,“ segir hún. Fjárfest fyrir milljarða Eggjaframleiðendur hafa síðast liðin ár fjárfest fyrir marga milljarða króna vegna reglugerðarbreytinga sem snúa að aðbúnaði alifugla. Að sögn Halldóru er um það bil tíu eggjabú eru í rekstri hér á landi um þessar mundir fyrir utan þá sem halda hænur til heimilisins. Halldóra hefur spurnir af því að rekstri verði hætt á tveimur minni búum, m.a. vegna nýrra reglugerðarbreytinga. „Það er margt sem hefur verið okkur andsnúið undanfarið, heimsfaraldurinn hafði vissulega slæm áhrif og ofan í hann bætist svo stríð í Úkraínu sem bætir gráu ofan á svart.“ /MÞÞ Halldóra K. Hauksdóttir, eggjabóndi hjá Grænegg á Svalbarðsströnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.