Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 KOMPÁS er óháður samstarfs- vettvangur vinnuveitenda og launþega, þar sem stórir vinnu- staðir vinna með þeim litlu. Byggist hugmyndafræðin á því að þekking sé því verðmætari sem hún er aðgengilegri og miðlun fagefnis á skilvirkan hátt skapi margþættan ávinning. Björgvin Filippusson er stofnandi KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins og framkvæmdastjóri. Hann segir að hugmyndin á bak við þetta sé að með víðtæku samstarfi og miðlun þekkingar milli ólíkra greina losni menn við að þurfa stöðugt að vera að finna upp hjólið aftur og aftur. Þannig náist líka aukin skilvirkni og tímasparnaður. Áhersla á mannauðinn „Þekkingarsamfélagið verður til með áherslu á mannauðinn sem okkar mestu verðmæti og birtist sem KOMPÁS Mannauður. Þrátt fyrir að strax í upphafi hafi verið horft víðtækt til þess málaflokks var kallað eftir því að útfæra verkfærakistuna fyrir fjölda annarra viðfangsefna og atvinnugreina. Hefur margt verið nefnt í því sambandi og hefur aukist ákallið um að KOMPÁS Landbúnaður fái aukið vægi. Þó svo að sá samstarfsvettvangur sé ekki formlega kominn í loftið, þá er þegar í verkfærakistu KOMPÁS mikið efni sem nýtist þeirri atvinnugrein og fjöldi hagaðila landbúnaðar eru þegar þátttakendur í Þekkingarsamfélaginu.“ Verkfærakista atvinnulífs og skóla KOMPÁS Þekkingarsamfélagið er að sögn Björgvins eins konar verkfærakista atvinnulífs og skóla, þar sem komið er samstarf meðal fjölda fyrirtækja, stofnana, sveitarfélaga, háskóla, fræðsluaðila, stéttarfélaga og fleiri um miðlun og gerð hagnýtrar þekkingar sbr. verkferla, eyðublaða, gátlista, vinnulýsinga, leiðbeininga, reiknivéla, myndbanda og tengdrar fræðslu og þekkingar. „Þessi vettvangur er hugsaður þannig að vottaðir vinnustaðir vinni með nýsköpunarfyrirtækjum og opinberir aðilar vinni með einkageiranum. Þá vinni fræðasamfélagið með reynsluboltunum og íþróttahreyfingin með atvinnu- lífinu. Einnig er KOMPÁS að vinna samkvæmt samstarfssamningum við nokkra aðila t.d. háskóla. Samkvæmt þeim samstarfs- samningum hefur verið gert kennsluefni með kennurum og nemendum, nemendur hafa nýtt verkfærakistuna í sínu námi, hún nýtt til kennslu og vera brú milli atvinnulífs og skóla, sem og fræða og hagnýtrar þekkingar.“ KOMPÁS Landbúnaður Innan landbúnaðar eru stórar sem smáar rekstrareiningar og fjöldi búgreina, einnig eru hagaðilar öflugs landbúnaðar mjög margir. Segir Björgvin að aukið samstarf og aðgengi hagnýtrar þekkingar sé þarna mikið og samnýtist öðrum atvinnugreinum. Fyrir páska átti hann góðan fund með stjórn Samtaka ungra bænda. Hann telur að hugmyndafræði Kompáss geti einmitt komið að góðum notum í landbúnaði. „Hefðbundinn bóndi er með rekstur, er að ráða fólk eða verktaka til vinnu, þarf að hlúa að öryggismálum, heilsuvernd, sinni sí- og endurmenntun o.s.frv. en býr jafnframt yfir mikilli reynslu sem getur nýst öðrum. Innan landbúnaðar eru líka stórar rekstrareiningar með fjölda fólks í vinnu, þar sem gerðar eru ýmsar kröfur og væntingar til faglegrar stjórnunar og árangurs. Á vegferð KOMPÁS hefur reglulega komið fram ákall um aukna áherslu Þekkingarsamfélagsins á þá atvinnugrein. Einnig samnýtist sú þekking og vinna inn í önnur viðfangsefni Þekkingarsamfélagsins sbr. KOMPÁS Mannvirki eða KOMPÁS Nýsköpun,“ segir Björgvin. /HKr. LÍF&STARF „Kjarnaklass er eitt af þeim verkefnum sem við vinnum að í Kjarnaskógi, grunnurinn klár og eitt tæki komið niður, við fáum svo fleiri eftir efnahag,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Hann bætir við að Kjarna- skógur, með öllum sínum lýðheilsu- mannvirkjum, sé ein stærsta líkams- ræktarstöð landsins. Upphífingartæki og bekkpressa í bland við tré Fyrsta líkamsræktartækið er komið upp á Kjarnaklass vellinum sem er að rísa rétt við snyrtingarnar í Kjarnakoti. Um er að ræða öflugt upphífingartæki, en Ingólfur segir að til standa að bæta við allt að 10 minni tækjum til vibótar, sem og bekkjum og aðstöðu fyrir hópa að safnast saman, t.d. fyrir ferð um skóginn eða til að teygja á eftir túrinn. „Við vonumst til að Kjarnaklass virki bæði sem sjálfstæð eining og einnig sem ein stöð af mörgum í skóginum þannig að fólk geti gengið, hjólað, faðmað tré, skellt sér í bekkpressu, teygt og slakað í einni og sömu heilsubótargöngunni,“ segir Ingólfur. Fjölmörg verkefni eru fram undan í sumar líkt og vanalega. Ingólfur nefnir að um þessar mundir sé vinna að hefjast við endurbyggingu á Kjarnavelli, en völlurinn er eitt af þremur leiksvæðum Kjarnaskógar. „Við setjum þar upp sérstakt svæði sem hentar ungum börnum og leggjum einnig upp með að svæðið nýtist á veturna með tengingu við sleðabrekku. Á þessu svæði munu tröllið og geiturnar þrjá búa,“ segir hann. Átak verður gert í viðhaldi stíga, grisjun skógarreita og þá sérstaklega meðfram stígum til að rýma fyrir nýjum snjótroðara sem tekinn verður í gagnið næsta vetur. Reist verður skýli yfir sög og snjótroðara í sumar. Afmælisár í Miðhálsskógi Skógræktarfélagið hefur einnig umsjón með fjölda reita í Eyjafirði, Vaðlareit, Laugalandsskógi, Leynishólum og Hánefsstaðareit og verður unnið við alla þessa reiti á komandi sumri. Miðhálsskógur í Hörgársveit á afmæli í ár og verður haldið upp á það, en Ingólfur segir að skógargöngur og ýmsir aðrir viðburðir verði í boði í sumar. /MÞÞ Björgvin Filippusson stofnaði KOMPÁS Þekkingarsamfélag sem hann lýsir sem eins konar verkfærakistu atvinnulífs og skóla. Mynd / Aðsend KOMPÁS Þekkingarsamfélag: Vinnur að samnýtingu þekkingar og reynslu á milli ólíkra atvinnugreina Ein stærsta líkamsræktarstöð landsins: Kjarnaklass í Kjarnaskógi Miðað við æskufjörið sem hljóp í tvo gamalreynda garðyrkjumenn, þá Kristján Þorvaldsson, Stjána í Garðverki og Begga, Bergsvein Þórsson, hjá Skógræktarfélaginu, sem unnu að hönnun og uppsetningu og vígðu svæðið, má ætla að gleði muni ríkja í Kjarnaklass til framtíðar. Mynd / Facebooksíða Skógræktarfélags Eyfirðinga YLEININGAR ERU LÉTTAR STÁL- KLÆDDAR SAMLOKUEININGAR SEM FÁST MEÐ ÞÉTTIFRAUÐS- EÐA STEINULLARKJARNA. Einingarnar eru sterkar og burðarmiklar og fást með mismunandi yfirborði og litum að eigin vali. Helstu kostir þess að nota samloku- einingar er auðveld og fljót uppsetning, auðveld þrif, mikil burðargeta, mikið einangrunargildi og er ódýr kostur ef miðað er við hefðbundnar lausnir. Yleiningar henta vel fyrir eldri gripahús þar sem skipta þarf út þak- og eða veggjaklæðningum. BALEX yleiningar eru framleiddar undir ströngu eftirliti samkvæmt viðurkenndum evrópskum stöðlum. Hafðu samband: bondi@byko.is YLEININGAR bondi@byko.is Samstarfssamningur Marel og Lax-Inn: Frá hrogni til fisks á disks Auka á fræðslu og þekkingu og styðja við að gera tækifærin sem byggja á tækniþróun og nýsköpun í vinnslu eldisafurða sýnilegri með samstarfi Marels og Lax-Inn, nýsköpunar- og fræðslumiðstöðvar lagareldis, sem nýlega var staðfest með undirritun samnings. Með samstarfinu á að kynna heildarferla aðfangakeðjunnar, frá hrogni til fisks á disks, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Lax-Inn. „Mikil aukning hefur orðið á síðustu árum í laxfiskaeldi á Íslandi sem síðustu ár hefur verið leidd af hröðum vexti laxeldis í sjó og sú þróun hvergi í heiminum verið hlutfallslega jafn mikil og hér á landi. Ísland er þegar leiðandi á heimsvísu í eldi á bleikju sem og landeldi á Atlantshafslaxi og landeldisfyrirtækin hér á landi gera ráð fyrir að ná svipuðum vexti og sjóeldið og vera komin í um 100 þúsund tonn á næstu 3-5 árum,“ segir í tilkynningunni en þar segir einnig að í framtíðarsýn FAO og OECD um fiskneyslu til 2030 sé gert ráð fyrir því að vegna mannfjölgunar þurfi að mæta um 20 milljón tonna eftirspurn eftir fiskafurðum með auknu eldi. Á meðan Marel er leiðandi í tækjaframleiðslu fyrir eldisiðnað er Lax-Inn fyrsta nýsköpunar- og fræðslumiðstöð lagareldis hér á landi, en það var stofnað á síðasta ári. Haft er eftir Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra fiskiðnaðar hjá Marel, að frekari fræðsla og þekking starfsfólks fyrirtækisins á eldisstarfsemi sé mikilvæg. /ghp Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel og Sigurður Pétursson, stofnandi Lax-Inn, skrifuðu undir samstarfssamning. Mynd/Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.