Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 57
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 Heklaðir hattar eru að koma aftur í tísku og er þessi hattur heklaður úr 2 þráðum af DROPS Belle. Ég heklaði hatt á dóttur mína eftir þessari uppskrift en skipti um garn til að fá rétta lúkkið. Dóttirin er mikill aðdáandi Eurovision og sló úkraínska atriðið rækilega í gegn hjá henni. Hattinn hennar heklaði ég úr tveimur þráðum af DROPS Safran og einum þræði af DROPS Kid-Silk. Allar þrjár tegundir af upptöldu DROPS garni eru á 30 prósent afslætti hjá okkur til og með 15. júní. DROPS Design: Mynstur vs-083 Stærð: S/M - L/XL. Höfuðmál: ca 54/56 - 58/60 cm Garn: DROPS Belle, 200-200 g, litur á mynd nr 25, skógarbrúnn Bleikur hattur: DROPS Safran 100-100g, litur nr. 55 Cerise, DROPS Kid-Silk 25-25g, litur nr 13 kirsuber Heklunál: 5,5mm Heklfesta: 14 fastalykkjur og 16 umferðir = 10x10 cm. STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Hatturinn er heklaður í hring ofan frá og niður. Hatturinn er ekki heklaður í spíral heldur er snúið við í byrjun hverrar umferðar. Hver umferð byrjar á 1 loftlykkju, þessi loftlykkja kemur ekki í stað 1. fastalykkju. Umerðin endar með 1 keðjulykkju í 1. fastapinna umferðar. HATTUR: Með heklunál 5,5 með 2 þráðum DROPS Belle. Heklið 4 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. 1. umf: Heklið 1 loftlykkju (telst ekki með), heklið 6 fastalykkjur um loftlykkjuhringinn, lokið umferð með 1 keðjulykkju í 1. Fastapinna. Snúið við. 2. umf: Heklið 2 fastalykkjur í hverja fastalykkju. Snúið við. = 12 fastalykkjur. 3. umf: Heklið *2 fastalykkjur í fyrstu fastalykkju, 1 fastalykkja í næstu fastalykkju*, heklið frá *-* út umferðina. Snúið við. = 18 fastalykkjur. 4. umf: Heklið *2 fastalykkjur í næstu fastalykkju, 1 fastalykkja í næstu 2 fastalykkjur *, heklið frá *-* út umferðina. Snúið við. = 24 fastalykkjur. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Haldið svona áfram og aukið út um 6 lykkjur í hverri umferð, en í hverri umferð er hekluð 1 fleiri fastalykkja á milli hverra útaukninga. Þegar heklaðar hafa verið 12 umferðir eru komnar 72 fastalykkjur. Í stærð M/L er hekluð 1 umferð til viðbótar þar sem aukið er út um 2 fastalykkjur jafnt yfir = 74 lykkjur. BÁÐAR STÆRÐIR: Heklið eina umferð frá réttu þannig: Heklið 1 fastalykkju utan um hverja fastalykkju, þ.e.a.s. ekki er heklað í lykkjuna sjálfa, heldur er heklað utan um lykkjuna. Endið umferð með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. Haldið áfram að hekla fastalykkju í hverja fastalykkju þar til stykkið mælist ca. 10-11 cm. Mælt er frá umferðinni þar sem fastalykkjurnar voru heklaðar utan um fastalykkjur fyrri umferðar. Munið að snúa við í lok hverrar umferðar. Heklið barð. BARÐ: Heklið 1 umferð með 1 fastalykkju í hverja lykkju og aukið út um 3-6 lykkjur jafnt yfir = 75-80 lykkjur. Munið eftir að það er snúið við í lok hverrar umferðar í barðinu líka. Nú eru sett 5 prjónamerki í stykkið með 15-16 lykkjur á milli prjónamerkja. Haldið er áfram að hekla fastalykkjur í hring, jafnframt er aukið út um 1 lykkju á eftir hverju prjónamerki með því að hekla 2 fastalykkjur í sömu lykkjuna. (= 5 fastalykkjur fleiri í hverri umferð). Haldið áfram útaukningu í hverri umferð þar til heklaðar hafa verið 6 umferðir með útaukningum = 105-110 fastalykkjur. Nú eru prjónamerkin færð þannig að þau verði staðsett mitt á milli fyrri útaukninga (þetta er gert til að formið á barðinu verði meira hringlaga). Haldið áfram með útaukningar við hvert prjónamerki (= 5 lykkjur fleiri í hverri umferð) 3 sinnum til viðbótar, jafnframt í síðustu umferð er jafnframt aukið út um 0-1 fastalykkju = 120-126 fastalykkjur. KANTUR: Heklið 1 fastalykkju í byrjun á umferð, *3 loftlykkjur, 1 keðjulykkja í 1. loftlykkju (hnútur gerður), sleppið 1 fastalykkju, heklið 1 fastalykkju í næstu lykkju*, heklið frá *-* út umferðina, en endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju í umferðar í stað þess að hekla 1 fastalykkju. Slítið frá og gangið frá endum. Heklkveðjur, Mæðgurnar í Handverkskúnst, www.GARN.is Sumarlegur hattur HANNYRÐAHORNIÐ Galdurinn við Sudokuþrautirnar er að setja inn réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 6 9 5 8 3 7 4 5 1 8 3 8 1 5 6 7 3 7 9 4 9 1 2 6 5 6 5 1 4 2 1 3 8 4 2 9 Þyngst 1 3 6 3 5 8 3 9 7 4 8 7 3 1 2 5 9 7 5 9 2 8 1 2 3 7 9 6 8 2 6 4 3 5 4 6 1 7 5 7 9 1 2 8 3 7 4 9 5 9 6 7 4 8 5 1 3 4 1 9 2 4 9 8 3 4 8 7 6 2 2 1 4 3 8 6 2 5 9 7 Uppáhaldsdýrin eru hestar og kindin mín FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími • 552-2002 ÓDÝR Margskipt gleraugu Verð 39.900 kr Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur) Gleraugu með glampa og rispuvörn Sérsmíðum samdægurs í styrk +/- 6,0 með cyl. til 2,0 19.900 kr. Margskipt gleraugu Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tv r vikur) 39.900 kr. gleraugu umgjörð og gler Vigdís Anna er hestastelpa og finnst fátt skemmtilegra en að hleypa á stökk og hoppa á trampólíni. Nafn: 8 ára. Aldur: Naut. Stjörnumerki: Naut. Búseta: Hofsstaðir, Borgarbyggð. Skóli: Kleppjárnsreykjaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Frímínútur. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestar og Kría, kindin mín. Uppáhaldsmatur: Pitsa. Uppáhaldshljómsveit: Disco. Uppáhaldskvikmynd: Zombie. Fyrsta minning þín? Þegar við fengum nýtt trampólín. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Nei. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Veit ekki. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Kenndi hesti hindrunarstökk og reið berbakt. Gerir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fer til Svíþjóðar. Næst » Ég skora á Valgerði Karin systur mína að svara næst. SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.