Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 Streymi heildverslun ehf. Goðanesi 4 603 Akureyri S N V 588 2544 streymi@streymi.is www.streymi.is KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is LOFTPRESSUR Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI Gerðu kröfur - hafðu samband við Gunnar í síma 590 5135 og kynntu þér þína möguleika. Við bjóðum upp á allar stærðir og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum. Mjög hjóðlátar og einfaldar í viðhaldi. Bjóðum upp á þjónustusamninga og leggjum mikla áherslu á að veita góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu. Landbúnaðartæki, björgunartæki og búnaður. Svansson ehf Sími : 697-4900 ● sala@svansson.is ● www.svansson.is Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Nú er vorið liðið og næsta árstíð tekin við. Fræ komið í jörð þar sem það á að fara og biðinni eftir fyrstu blöðunum víða lokið. Áhyggjur af því hvernig veðrið muni leika þetta græna ekki liðnar hjá, og gera það sennilega aldrei, taka sér kannski hvíld annað slagið en koma svo fílefldar til baka. En það er með þetta sem maður getur ekki breytt, veðrið og allt það. En svo er það hitt sem maður getur breytt og það er ansi margt. Jarðrækt er margslungin, enda spila þar saman fjöldamargir þættir og það þarf að huga að lifandi og dauðum hlutum, sýnilegum sem ósýnilegum og svo þessu sem maður ekki stjórnar. Allt þarf svo að setja í samhengi við tímann, hvað var og hvað verður. Mikilvægi jarðvegs og með­ höndlunar hans er stór þáttur í allri jarðrækt. Kannski er okkur tamara að hugsa um það sem við handleikum og sjáum svo sem fræ, áburð og uppskeruna en ekki má vanmeta mikilvægi jarðvegsins. Það er efniviðurinn sem stjórnar aðgengi næringarefna, miðlun vatns, rótarfestu og vexti plantna svo eitthvað sé nefnt. Því er mjög mikilvægt að gleyma ekki, eða vanmeta, það lífríki sem er neðan svarðar. Vitum við sýrustig (pH) jarðvegsins, gætum við að jarðvegsþjöppun, hvernig er framræsla, pössum við upp á næringarefni og lífræn efni sem eru í jarðvegi, stundum við sáðskipti? Allt skiptir þetta miklu máli þegar kemur að því að viðhalda frjósemi jarðvegs sem er lykilatriði í allri ræktun. Jarðvegurinn sem höfuðþáttur Jarðvegurinn er jafn mikilvægur, og lifandi, eins og skepnurnar sem við venjulega flokkum búgreinarnar eftir. Þannig þurfum við að horfa á hann og huga að allri meðhöndlun hans með sambærilegum hætti og við höfum tamið okkur varðandi aðrar búgreinar í landbúnaði. Það er jafn mikilvægt að næra og hlúa að jarðvegi eins og skepnunum sjálfum og til að geta gert það þarf að vita um ástandið og gera áætlanir hvernig á að breyta og bæta, þegar og ef þess þarf með. Hvað er sýrustigið, hvað er æskilegt að það sé og hvað þarf að gera til að laga það? Er sjáanleg jarðvegþjöppun, hvað er hægt að gera í því og hvernig má fyrirbyggja hana eða minnka? Er framræslu ábótavant, hverjar geta verið afleiðingar af því og hvernig má bæta hana? Eru næringarefni og/ eða lífrænt efni að tapast, hvernig komum við í veg fyrir hugsanlegt tap? Er þörf á að hvíla land, hver er ávinningur af sáðskiptum? En það er sama hvort verið er að vinna land, sá í það, bera á lífrænan eða tilbúinn áburð eða hvað annað sem gert er við ræktun landsins, við þurfum að muna að það er besta mjólkurkýrin okkar. Vitum, greinum, gerum En hvar á að byrja? Jú, við þurfum alltaf að byrja á því að vita hver staðan er, svo tökum við meðvitaðar ákvarðanir um framhaldið í þá átt sem við viljum fara. Það eru ekki allir á sömu leið og því er ekkert eitt svar rétt fyrir alla. Ræktunarsagan er dýrmæt og með vönduðum skráningum höldum við utan um hana, ekki má vanmeta þann þátt. Sprotinn er almenn jarð­ ræktarráðgjöf í boði hjá RML. Hægt er að aðlaga ráðgjöfina að þörfum hvers og eins og áhersluatriði geta verið breytileg. Nánari upplýsingar má finna á heimsíðu RML eða hjá undirritaðri. Þórey Gylfadóttir jarðræktarráðunautur Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Að sveifla haka Þórey Gylfadóttir jarðræktarráðunautur RML thorey@rml.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.