Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 Um er að ræða húsnæði og rótgróInn rekstsur sem hefur verið í sömu fjölskyldunni s.l. 34 ár. Um er að ræða mjög gott og vel við haldið hús alls 190 fm sem stendur í alfaraleið á 2,503 fm malbikaðri lóð með góðri eldsneytis- og þjónustuaðstöðu fyrir umferð um svæðið. Verslunin þjónar mjög stóru svæði, þ.e. Árnesi og nágrenni ásamt ógrynni sumarhúsa og lögbýla, bílaumferð ferðamanna, þjónustu-,og atvinnubifreiða. Í nágrenninu er tjaldsvæði Árness og sundlaug með mikilli umferð sumarið um kring sem nýta sér verslun og þjónustu verslunarinnar. Það styttist í að Þjórsárbrúin verði að veruleika sem mun mjög líklega auka umferð og viðskiptin ásamt frekari uppbyggingu ferðaþjónustu í Þjórsárdal Reksturinn samanstendur af veitingasölu, grilli, fjölbreyttri matvöruverslun með allar helstu nauðsynjar ásamt bensín og olíusölu með samningi við N1 TIL SÖLU Verslunin Árborg Árnesi Ólafur B. Blöndal Löggiltur fasteigna- fyrirtækja- og skipasali s. 690 0811 olafur@gimli.is OG VINNUM ÚR ÞEIM LAUSNIR TÖKUM AÐ OKKUR VERKEFNI VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Bændurnir á Kaldbak og Landvernd hlutu Landgræðsluverðlaunin 2022 Bændurnir á Kaldbak á Rangárvöllum og Landvernd hlutu Landgræðsluverðlaunin 2022. Svandís Svavarsdóttir matvæla- ráðherra afhenti þau á ársfundi Landgræðslunnar 27. maí. Þau eru afhent einstaklingum, félagasamtökum og sveitarfélögum sem hafa þótt sýna góðan árangur við landgræðslu og landbætur og voru fyrst afhent 1990.Í rökstuðningnum fyrir valinu á Kaldbaksbændum er tiltekið að þau Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson hafi stundað öflugt og árangursríkt uppgræðslu- og landbótastarf á jörð sinni – og fleiri svæðum á Rangárvöllum – um áratuga skeið. Svæði sem áður voru ógróinn sandur séu nú meira og minna uppgróin og ekki marga ógróna bletti að finna á jörð þeirra í dag. Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands hlýtur verðlaunin fyrir „afar öflugt fræðslustarf síðustu árin tengt vernd og endurheimt vistkerfa og sjálfbærri landnýtingu,“ eins og segir í rökstuðningnum. Í því sambandi eru nefnd verkefni eins og Grænfáninn, Vistheimt með skólum, Græðum Ísland (CARE), Öndum léttar, Loftslagsvernd í verki – auk fræðsluritsins Vörsluskylda búfjár sem kom út vorið 2021. Verðlaunahafarnir fengu afhent Fjöregg landgræðslunnar, verðlauna- gripi sem unnir eru úr tré í Eik- listiðju, í Miðhúsum við Egilsstaði. /smh Árni Bragason landgræðslustjóri, Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson á Kaldbak á Rangárvöllum ásamt Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Myndir / Landgræðslan LÍF&STARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.