Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022
Um er að ræða húsnæði og rótgróInn rekstsur sem hefur
verið í sömu fjölskyldunni s.l. 34 ár.
Um er að ræða mjög gott og vel við haldið hús alls 190 fm
sem stendur í alfaraleið á 2,503 fm malbikaðri lóð með góðri
eldsneytis- og þjónustuaðstöðu fyrir umferð um svæðið.
Verslunin þjónar mjög stóru svæði, þ.e. Árnesi og nágrenni
ásamt ógrynni sumarhúsa og lögbýla, bílaumferð
ferðamanna, þjónustu-,og atvinnubifreiða.
Í nágrenninu er tjaldsvæði Árness og sundlaug með
mikilli umferð sumarið um kring sem nýta sér verslun og
þjónustu verslunarinnar.
Það styttist í að Þjórsárbrúin verði að veruleika sem mun
mjög líklega auka umferð og viðskiptin ásamt frekari
uppbyggingu ferðaþjónustu í Þjórsárdal
Reksturinn samanstendur af veitingasölu, grilli, fjölbreyttri
matvöruverslun með allar helstu nauðsynjar ásamt bensín
og olíusölu með samningi við N1
TIL SÖLU Verslunin Árborg Árnesi
Ólafur B. Blöndal
Löggiltur fasteigna-
fyrirtækja- og skipasali
s. 690 0811
olafur@gimli.is
OG VINNUM ÚR ÞEIM
LAUSNIR
TÖKUM AÐ OKKUR VERKEFNI
VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði
Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is
Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing
og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020
eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is
Skipholt 50b, 105 Reykjavík
Vegna aukinnar eftirspurnar óskum
við eftir bújörðum á söluskrá
Bændurnir á Kaldbak og Landvernd
hlutu Landgræðsluverðlaunin 2022
Bændurnir á Kaldbak á
Rangárvöllum og Landvernd hlutu
Landgræðsluverðlaunin 2022.
Svandís Svavarsdóttir matvæla-
ráðherra afhenti þau á ársfundi
Landgræðslunnar 27. maí.
Þau eru afhent einstaklingum,
félagasamtökum og sveitarfélögum
sem hafa þótt sýna góðan árangur við
landgræðslu og landbætur og voru fyrst
afhent 1990.Í rökstuðningnum fyrir
valinu á Kaldbaksbændum er tiltekið
að þau Sigríður Heiðmundsdóttir og
Viðar Steinarsson hafi stundað öflugt
og árangursríkt uppgræðslu- og
landbótastarf á jörð sinni – og fleiri
svæðum á Rangárvöllum – um áratuga
skeið. Svæði sem áður voru ógróinn
sandur séu nú meira og minna uppgróin
og ekki marga ógróna bletti að finna á
jörð þeirra í dag.
Landvernd, landgræðslu- og
umhverfisverndarsamtök Íslands
hlýtur verðlaunin fyrir „afar öflugt
fræðslustarf síðustu árin tengt
vernd og endurheimt vistkerfa
og sjálfbærri landnýtingu,“ eins
og segir í rökstuðningnum. Í því
sambandi eru nefnd verkefni eins og
Grænfáninn, Vistheimt með skólum,
Græðum Ísland (CARE), Öndum
léttar, Loftslagsvernd í verki – auk
fræðsluritsins Vörsluskylda búfjár
sem kom út vorið 2021.
Verðlaunahafarnir fengu afhent
Fjöregg landgræðslunnar, verðlauna-
gripi sem unnir eru úr tré í Eik-
listiðju, í Miðhúsum við Egilsstaði.
/smh
Árni Bragason landgræðslustjóri, Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson á Kaldbak á Rangárvöllum ásamt
Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Myndir / Landgræðslan
LÍF&STARF