Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 STÁLGRIND TIL SÖLU! 495 fm2 (18x27,5m) Nánari upplýsingar veitir Gísli Már 842-5462 | gislia@veritas.is < < < < 6 m < < 6 m < < 6 m < < 3 .2 m < < 5.5 m < < 5.5 m < < 5.5 m < < 5.5 m < < 5.5 m < < 18 m 27.5 m < < 4 .1 m 5. 5. 5. 5. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KÚPLINGAR gerðir dráttarvéla Strúktúr ehf | www.struktur. is | struktur@struktur. is | Bæjaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími: 588 6640 Strúktúr ehf | www.struktur. is | struktur@struktur. is | Bæjaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími: 588 6640 Fjölbreyttar lausnir fyrir hús & nýbyggingar Strúktúr er með lausnina fyrir húsið Allt sem við hugsum, allt sem við gerum, snýst um þig okkar viðskiptavin Einingahús CLT krosslímt tré Z Strúktúrhús Gluggar & hurðir Utanhússklæðningar Límtré Stálgrindarhús Yleiningar Dúkar & þéttiborðar Við erum alltaf klár í spjallið Hafðu samband við okkur Strúktúr_ISC000762_220x305.indd 1 10-03-2022 10:58:11 Á enn til nokkra Terhi báta úr síðustu sendingu ársins Terhi 6020c, Terhi 385 og Terhi Sunny Ásamt árum, keipum og rekkverki Löngusker slf. Terhi bátar á Íslandi s. 821 4005 eða agnarkarason@gmail.com Tafla 1: Fjósgerðir og mjaltatækni, þróun í fjölda á landsvísu sl. 10 ár 2011 2021 Breyting Básafjós m. fötukerfum 9 1 -89% Básafjós m. rörmjaltakerfum 343 153 -55% Básafjós m. mjaltabásum 66 33 -50% Lausagöngufjós án mjaltaþjóna 141 83 -41% Lausagöngufjós m. mjaltaþjónum 99 243 145% Annað 1 0 Samtals 659 513 -22% vera í básafjósi með rörmjaltakerfi. Þessi gríðarlega mikli munur getur skýrst af mörgum þáttum og sýna fyrri athuganir hér á landi að t.d. tíðari mjaltir mjaltaþjóna skýra í kringum helminginn af meðal afurðaaukningunni einni og sér. Hinn hlutann má skrifa á betri aðbúnað og hreyfingu, nákvæmari kjarnfóðrun og almennt betri búnaðar til bættrar bústjórnar á búum sem nota sjálfvirk mjaltakerfi. Mjaltaþjónafjós einnig stærst Ekki þarf að koma á óvart að lausagöngufjós með mjaltaþjónum eru stærst að meðaltali en árskúafjöldi þeirra í árslok 2021 var 65,1 kýr en þessi bú eru að jafnaði með 1,25 mjaltaþjóna. Þrátt fyrir að þessi bú beri af í fjölda kúa, þá er bústærðin enn vafalítið nokkuð undir þeim mögulega árskúafjölda sem þessi fjós geta mjaltatæknilega séð borið. Næststærsta fjósgerðin er svo lausagöngufjós án mjaltaþjóns og þar á eftir koma básafjós með mjaltabásum og hafa þessi bú einnig stækkað á undanförnum árum. Hin hefðbundnu básafjós með rörmjaltakerfum eru vel innan við helmingi minni en mjaltaþjónafjósin eins og sjá má á töflu 2. Út frá framangreindum upp- lýsingum má áætla framleiðslugetu hverrar fjósgerðar, sem hlutfall af heild. Árið 2009 var fyrsta árið sem mjólk frá kúm í lausagöngu náði yfir 50% af heildinni en nú reiknast þetta hlutfall vera 77,6%. Fimmtungur kúnna í fjósum með >80 kýr Í skýrslunni kemur fram að flest fjós landsins eru í dag með 21-40 árskýr, eða 172 talsins, en fjós með færri en 20 árskýr voru ekki nema 33 í árslok 2021 og voru þau þá með 502 árskýr. Það eru færri árskýr en t.d. voru í þremur stærstu fjósum landsins, sem voru á sama tíma með 597 árskýr. Meðalbústærð fjósanna í upp- gjörinu var 49,9 árskýr en tveimur árum fyrr var meðalbústærðin 47,8 árskýr, sem er stækkun um 4,4%. Alls voru 205 kúabú með færri en 40 árskýr í þessu uppgjöri, eða 40% fjósa landsins, en í þessum 205 fjósum voru þó ekki nema 22,6% af árskúm landsins. Bú á bilinu 40-80 árskýr voru alls 263 talsins, eða 51,3%, og í þessum fjósum voru 57,8% af árskúm landsins í árslok 2021. Í árslok 2019 var þetta hlutfall nokkuð lægra, eða 55,5% árskúnna á landinu. Þá voru fjós með fleiri en 80 árskýr alls 45, eða 8,8% og hefur þetta hlutfall hægt og rólega verið að skríða upp á við á undanförnum árum. Þannig voru t.d. ekki nema 3,8% fjósa landsins með fleiri en 80 árskýr árið 2013 svo dæmi sé tekið. Nærri fimmtungur árskúa landsins, eða 19,6%, voru í fjósum með fleiri en 80 árskýr í árslok 2021. Þetta hlutfall er það sama og var í árslok 2019 sem bendir til þess að stækkun fjósa á landinu hafi fyrst og fremst orðið meðal fjósa á bilinu 40-80 árskýr. Hlutfall aftakara hækkar hægt Árið 2009 voru í fyrsta skipti teknar saman upplýsingar um vinnuléttandi tækni við mjaltir, þ.e. upplýsingar um brautakerfi í básafjósum, aftakarakerfi í básafjósum og tíðni aftakarakerfa í mjaltabásum. Var þetta gert til þess að varpa betur ljósi á þær vinnuaðstæður sem kúabændur landsins búa við, enda er einn mesti vinnusparnaður við mjaltir talinn felast í aftakaratækninni. Á þeim 12 árum sem liðin eru hefur orðið mikil hlutfallsleg aukning á notkun tækninnar við mjaltir, bæði vegna nýfjárfestinga í tækninni, en einnig vegna úreldingar fjósa sem ekki höfðu þessa tækni. Þannig mátti finna aftakara í 41,7% fjósa árið 2009 en nú í 53,3% allra fjósa þar sem hefðbundin mjaltatækni er notuð. Þessari vinnuléttandi tækni fjölgar því afar hægt sem vekur nokkra furðu, enda fækkaði fjósum með þessa tækni um 28 á síðustu tveimur árum, en athygli vekur að hin notuðu tæki, sem þessi kúabú hafa hætt notkun á, virðist ekki skila sér í áframhaldandi notkun á öðrum búum. Í skýrslunni eru ýmsar aðrar upplýsingar en hér hafa verið nefndar, en hægt er að lesa hina ítarlegu skýrslu í heild sinni á vef Bændasamtaka Íslands, www.bondi.is. Tafla 2. Meðalfjöldi árskúa eftir fjósgerð og mjaltatækni. 2021 Árskýr, meðaltal Básafjós með rörmjaltakerfum 28,7 Básafjós með mjaltabásum 40,2 Lausagöngufjós án mjaltaþjóna 48,7 Lausagöngufjós með mjaltaþjónum 65,1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.