Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 FRÉTTIR Nýir starfskraftar hjá Bændablaðinu Í næstu tölublöðum munu lesendur Bændablaðsins verða varir við nýja starfskrafta. Ástvaldur Lárusson hefur verið ráðinn í starf blaðamanns. Ástvaldur er búfræðingur og stjórnmálafræðingur að mennt. Hann var kosningastjóri Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi sl. haust og hefur einnig starfað sem lögreglumaður og ísbílsstjóri. Að undanförnu hefur hann sinnt sölu og faglegri ráðgjöf á sviði fóðrunar hjá Líflandi og er sérstakur áhugamaður um tæki og tækni í landbúnaði. Þá hefur Hulda Finnsdóttir verið ráðin til starfa við vefumsjón og efnisöflun í sumar. Hulda er viðskipta- og tölvunarfræðingur með meistarapróf í upplýsinga -stjórnun. Hún hefur m.a. starfað hjá hesta tímaritinu Eiðfaxa, bæði sem blaðamaður og ritstjóri, en er einnig hrossaræktandi og rekur ásamt fjölskyldu sinni hrossaræktarbúið Vesturkot. Nýir efnisþættir hefja göngu sína í blaðinu. Á bls. 18 munum við birta með reglulegum hætti upplýsingar um helstu hagtölur sem tengjast landbúnaði lesendum til glöggvunar. Ljósmyndarinn og fugla- áhugamaðurinn Óskar Andri Víðisson mun fegra blaðið með fallegum myndum og skemmti- legum fróðleik um fugla Þá ætlar Skógræktin að fræða okkur um tré landsins í nýjum dálki. Matarkrókurinn verður leiddur áfram af þremur mætum mönnum. Mataráhugamaðurinn og ljósmyndarinn Hari, Haraldur Jónasson, ásamt feðgunum og verðlaunakokkunum Hafliða Halldórssyni og Halldóri Hafliða- syni munu hvetja lesendur til dáða við fyrsta flokks matreiðslu á íslenskum hráefnum. Hin vinsæli efnisþáttur Nytjar hafsins mun einnig fá til sín aukinn mannafla en í sumar ætla Arthur Bogason og Brynjólfur Sigurgeir Kristgeirsson að munda pennann á því sviði, en þeir hafa áður skrifað nokkra pistla á þessum vettvangi. Um leið og þau eru boðin velkomin til starfa er þeim Hirti L. Jónssyni og Bjarna Gunnari Kristinssyni þakkað fyrir ómetan- legt framlag sitt til blaðsins á undanförnum árum. Hjörtur hefur sett svip sinn á blaðið í Vélabásnum og með fróðlegum greinum um öryggismál og Bjarni Gunnar hefur deilt gómsætum uppskriftum í Matarbásnum. /ghp Ástvaldur Lárusson. Óskar Andri Víðisson. Feðgarnir Hafliði og Halldór. Hulda Finnsdóttir. Rekstrarvandi íslenskrar nautgriparæktar: Nautakjöts framleiðendur í mjög erfiðri rekstrarstöðu Verulega kreppir að innlendri nauta kjöts framleiðslu, sem virðist sú íslenska búgrein sem býr við einna verstu rekstrar skilyrðin þessi misserin. Þrír rekstrarþættir hafa þar afgerandi áhrif; lágt afurðaverð, hár breytilegur kostnaður og slæm samkeppnisstaða gagnvart innfluttu kjöti. Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði og formaður deildar nautgripabænda innan Bændasamtaka Íslands, samsinnir því að hljóðið sé mjög dauft í bændum í nautakjötsframleiðslu. „Greinin er enda í feikna erfiðri stöðu. Einhverjir hafa dregið úr framleiðslunni meðan önnur bú hafa einfaldlega ákveðið að hætta framleiðslu nautakjöts.“ Kúabændum fækkar líka Rekstrarhorfur í mjólkur fram- leiðslunni hafa einnig versnað, eins og fram kom í úttekt Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins um stöðuna í greininni í febrúar síðastliðnum. Einhver fækkun hefur orðið meðal kúabænda á undanförnum árum en þar hefur orðið samþjöppun á mjólkurkvóta og bú stækkað. Í þeirri grein á verðlagsnefnd búvöru að tryggja það að afurðaverð til bænda fylgi eftir almennu verðlagi og notar til þess tiltekinn verðlagsgrundvöll, sem Herdís hefur haft efasemdir um að þjóni tilgangi sínum nægilega vel í dag. Herdís segir þó að samkvæmt upplýsingum frá Auðhumlu hafi þó ekki fækkað mikið að undanförnu í hópi kúabænda. Verðhækkanir á kjarnfóðri vega þyngra fyrir kúabændur Miklar verðhækkanir hafa orðið á undanförnum mánuðum á fóður- hráefnum á erlendum mörkuðum, sem hefur leitt til þess að tiltekin hráefni hafa hækkað um nærri 50 prósent frá síðasta hausti. Í byrjun árs þurftu bændur að takast á við allt að 120 prósenta áburðaverðshækkanir. Herdís segir að í samantekt, sem deild kúabænda hefur unnið um áhrif verðhækkana á aðföngum á nautgripabændur, komi skýrt fram að áhrif kjarnfóðurhækkana vegi þyngra í mjólkurframleiðslunni en á móti vegi áburðarhækkanir meira í kjötframleiðslunni. Fóðurkostnaður vegna innflutts fóðurs sé að meðaltali 37 prósent af breytilegum kostnaði mjólkur- framleiðenda en að meðaltali 29 prósent á nautakjötsbúum. Áburðarkostnaður sé að meðaltali 22 prósent af breytilegum kostnaði hjá nautakjötsframleiðendum en 14 prósent hjá mjólkurframleiðendum. „Gríðarlegar aðfangahækkanir síðustu misseri reynast auðvitað öllum landbúnaðinum gríðarleg áskorun, sem greinarnar eru svo misvel í stakk búnar til að takast á við. Staðan er ekki eins slæm í mjólkurframleiðslunni og nauta- kjötsframleiðslu en uggur er í kúabændum yfir stöðu mála,“ segir Herdís. /smh Íslensk nautgriparækt glímir við mikinn rekstrarvanda. Mynd / smh Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egils stöðum og formaður deildar nautgripabænda innan Bændasamtaka Íslands. Mynd / Aðsend Bolungarvík: Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík Creamery mjólkurvinnslu í Pennsylvaníu undir viljayfirlýsingu um samstarf á milli fyrirtækjanna um framleiðslu og sölu á mjólkurvörum Örnu í Bandaríkjunum. „Ég og við hjá fyrirtækinu erum mjög ánægð og stolt með þennan samning, það er frábært að komast inn á Bandaríkjamarkað með vörunar okkar,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu í Bolungarvík. Samningurinn felur í sér framleiðslu og sölu á laktósafríu mjólkurvörum Örnu, sem þekktar eru og seldar hér á landi. En auk þess er ætlunin að framleiða próteinríka hafrajógúrt, sem Arna ætlar sér að setja á markað á Íslandi í sumar. Gert er ráð fyrir að flytja út vörur frá Íslandi í fyrstu, en síðar mun Reykjavík Creamery framleiða vörurnar í nýrri verksmiðju sinni í Pennsylvaníu. „Það er blússandi gangur í fyrirtækinu, vörunar okkar seljast mjög vel á Íslandi og markaðurinn hefur tekið okkur opnum örmum. Við erum 44 í fyrirtækinu í dag og það er allt sem bendir til að þess að okkur eigi eftir að fjölga og fjölga,“ segir Hálfdán. Próteinvatn í bauk Það er ekki nóg með það að Hálfdán og hans fólk í Bolungarvík, sé að hefja útflutning á vörum fyrirtækisins til Bandaríkjanna því fyrirtækið var líka að setja splunkunýja vöru á markað. Það er próteinvatn í áldósum, vatnið er uppleyst í mysupróteini en í hverjum bauk eru 14 grömm. Hálfdán segir vöruna alveg upplagða fyrir þá sem þurfa að bæta á próteintankinn og svala þorsta. /MHH Hálfdán með nýja vöru Örnu, próteinvatn í áldósum. Mynd /MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.