Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 FRÉTTIR Í kjölfar árásar Rússlands á Úkraínu rauk heimsmarkaðsverð á korni upp og náði t.d. verð á einu tonni af hveiti upp í 435 evrur, sem gera um 60.000 íslenskar krónur. Það var hæsta verð sem hefur verið skráð á hveiti en nýlegar tölur benda nú til að heimsmarkaðsverðið sé á niðurleið á ný. Þetta eru góð tíðindi fyrir heimsbyggðina alla og samkvæmt dönskum fréttamiðlum telja þarlendir sérfræðingar að þegar kemur að uppskerutíma á hveiti síðar í sumar gæti verðið verið komið niður í um 200 evrur á tonnið, þ.e. um 27.000 íslenskar krónur, eða jafnvel enn lægra. Skýringin á þessari spá um verðlækkun markaða á ný er margþætt en það er sér í lagi spá um góða uppskeru í haust sem gefur tilefni til þess að ætla að verðið muni lækka verulega. Þá lítur út fyrir að hægt verði að flytja út korn á ný frá Úkraínu, en sem kunnugt er þá er Úkraína lykilland þegar kemur að útflutningi á korni í Evrópu. /SNS Heimsmarkaðsverð á korni á niðurleið Með tilkomu GPS kerfa í dráttarvélum og tengdum vinnutækjum er hægt að ná fram töluverðri hagræðingu við akstur og vélavinnu almennt en sjálfstýring véla er þó ekki enn mjög útbreidd. Þetta gæti þó verið að breytast með tilkomu búnaðar sem hægt er að setja í nánast allar vélar, líka gamlar! Verðið á búnaðinum vekur sérstaka athygli enda er hann seldur á rétt tæplega 1 milljón króna í Danmörku og er þá innifalin ísetning á búnaðinum. Danska fyrirtækið SteerGuide hefur þróað búnaðinn, sem virkar þannig að hann tekur yfir bæði olíugjöfina og stýrið sjálft og sér um aksturinn á túni eða landspildu. Búnaðurinn getur svo séð alfarið um aksturinn og jafnvel tekið U-beygjur við spilduenda og getur því ökumaðurinn einbeitt sér að fullu að því tæki sem verið er að vinna með og þarf ekki að hugsa um aksturinn. Danskir bændur hafa tekið þessari nýju tækni fagnandi, enda ekki verið á markaðinum jafn handhæg og ódýr tæki fyrir eldri vélar áður. /SNS Sjálfstýring fyrir eldri dráttarvélar Flugfélagið Niceair tekið til starfa: Lífæð samfélagsins styrkist – Forsendur fyrir frekari vexti, að mati bæjarstjóra Akureyrar „Það var allt sett á fullt og unnið af kappi þegar allt benti til að kórónuveiran væri á undanhaldi í byrjun árs og að útlit væri fyrir að ferðaþjónustan gæti starfað eðlilega á ný,“ segir Þor- valdur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, sem gerir út frá Akureyri. Starfsemin er farin í gang og verður flogið tvisar í viku til Kaupmannahafnar og tvisvar til Lundúna, en auk þess verður eitt flug í viku til Tenerife. Bókanir í fyrstu flug félagsins eru góðar. Næsta haust bætist Manchester við í áfangastaði félagsins. Niceair hefur til umráða Airbus 319 vél sem kom í fyrsta sinn til Akureyrar um nýliðin mánaðamót. Af því tilefni var efnt til móttöku þar sem Eliza Read forsetafrú gaf vélinni nafnið Súlur eftir bæjarfjalli Akureyringa. Eliza nefndi í ávarpi sínu að um 70% þeirra útlendinga sem komið hafi til Íslands og eru í annarri ferð sinni til landsins langi að fara og gera annað en í fyrstu ferðinni. Taldi hún að tilkoma félagsins myndi auka mjög aðdráttarafl Norðurlands. Dálítið kraftaverk að gerast „Mér líður eins og hér hafi gerst dálítið kraftaverk og verið sé að skrifa merkan kafla í bráðum 160 ára sögu Akureyrarbæjar,“ sagði Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, í sömu athöfn. Akureyri væri að stækka og breytast úr bæ í litla borg og til að bærinn geti áfram þróast og vaxið væri mikilvægt að samgöngur væru eins og best verður á kosið. „Með tilkomu millilandaflugs í föstum skorðum til og frá bænum, styrkist lífæð samfélagsins hér og forsenda skapast fyrir enn frekari vexti Akureyrar, nýjum og sögulegum sigrum svæðisborgarinnar.“ Millilandaflugið væri mikilvægt fyrir fólk á öllu Norðurlandi sem og fyrir atvinnulífið í landsfjórðungnum. „Viðbygging við flugstöðina, beint flug og stórbættur aðflugsbúnaður, renna styrkari stoðum undir þróun efnahagslífsins á allri landsbyggðinni.“ Uppbygging fram undan á Akureyrarflugvelli Hjördís Þórhallsdóttir flug- vallar stjóri á Akureyrarflugvelli, sagði tímamótin mikilvæg fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi, ferðamenn geti nú komið beint til Akureyrar mörgum sinnum í viku allt árið um kring. Áætlunarflugið yki einnig á lífsgæði íbúa á Norðurlandi, sem nú ættu auðveldara með að komast beint út í heim. Stórir draumar væru að rætast. Mikil uppbygging er fram undan á Akureyrarflugvelli, en m.a. verður nýtt flughlað tekið í gagnið ásamt því að flugstöðin verður stækkuð og endurnýjuð. „Við munum bæta við bráðabirgðabyggingu eða gámum við suðurhluta flugstöðvarinnar til að gera aðstöðuna betri næsta árið þar sem farþegaaukningin er nú þegar orðin svo mikil. Sú aðstaða verður tilbúin í júní,“ segir Hjördís. /MÞÞ *Afborganir miðast við Lykillán fyrir 75% af kaupverði til 60 mánaða frá Lykli fjármögnun. Vextir miðast við 6,8% breytilega vexti og eru tengdir við eins mánaða reibor vexti. Lánaskilmála má finna á www.lykill.is. Árleg hlutfalltala kostnaðar – ÁHK er ** 8,88% - Verð innifelur virðisaukaskatt. Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | S: 540 4900 | www.yamaha.is Verð: 2.560.000 kr. 700cc fjórgengis-4WD-H/L drif - driflæsing - spil - rafmagnsstýri - dráttarkúla - götuskráð - hvít númer - 307kg eigin þyngd. GRIZZLY 39.438 kr.* afborgun á mánuði ** 10 Á BYRGÐ Á DRIFREIM ULTRAMATIC ÁBYRGÐ LÁNSHLUTFALL ALLT AÐ 75% Í ALLT AÐ 60 MÁNUÐI Starfsfólk Niceair stilltu sér upp við flugvél félagsins sem er af gerðinni Airbus 319. Myndir /MÞÞ Eliza Reid forsetafrú gaf vélinni nafnið Súlur. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STARTARAR gerðir dráttarvéla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.