Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 FRÉTTIR Helstu upplýsingar Húsakostur jarðarinnar er töluverður m.a. 10.302 m2 fjós frá árinu 2008. Í fjósinu eru tveir mjaltaþjónar, 120 legjubásar og öll önnur nauðsynleg aðstaða. Öll aðstaða í fjósinu er góð til mjólkurframleiðslu. Einnig er á jörðinni myndarlegt tveggja íbúða hús samtals rúmir 300 m2 í allgóðu ásigkomulagi. Allur húsakostur og þá sérstaklega nýja fjósið býður upp á mun meiri framleiðslugetu. Landgæði eru umtalsverð og því auðvelt að auka framleiðslu til muna þess vegna. Jörðin er talin vera rúmir 370 hektarar og er megin hluti þess lands vel nýtanlegur. Ræktað land er um 115 hektarar og gæti verið umtalsvert meira. Framleiðsluréttur er nú 381.585 þúsund lítrar. Áhugaverð jörð sem gefur mikla möguleika til aukinnar mjólkurframleiðslu vegna landgæða og húsakosts. Jörðin selst með bústofni vélum og framleiðslurétti. Bústofns-, véla- og tækjalistar og nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar. Til sölu jörðin Kanastaðir í Rangárþingi eystra. Um er að ræða myndarlegt kúabú í fullum rekstri. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson í síma 892 6000 eða magnus@fasteignamidstodin.is Tölur Hagstofu Íslands: Búum fækkar en tekjur standa í stað – Samantekt yfir afkomu fimm greina landbúnaðarins Hagstofa Íslands birti á dögunum samantekt með upplýsingum um rekstur og efnahag í fimm greinum landbúnaðar; sauðfjárbúa, kúa- búa og annarra nautgripabúa, garðræktar, plöntufjölgunar og loðdýraræktar. Tölurnar ná yfir rúman áratug, eða frá árunum 2008 til 2020. Samanlagt hefur búum fækkað í öllum þeim geirum nema garðrækt, þar sem búum fjölgaði um átta frá árinu áður og voru árið 2020 alls 216 talsins. Í árslok 2008 var saman­ lagður fjöldi búa 2.795 í land­ búnaðargreinunum fimm en tólf árum síðar hafði þeim fækkað um 375 og voru 2.421 talsins, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í fregn stofnunarinnar kemur fram að rekstrartekjur landbúnaðarins hafi nánast staðið í stað síðan 2016. „Mældust samanlagðar tekjur greinanna árið 2020 þær sömu og árið 2015 (á föstu verðlagi). Tekjurnar hækkuðu einungis um tæpt 1% á milli ára 2020 og 2019 og reyndust um 47,7 milljarðar króna. Aukning var í veltu hjá öllum greinum að undanskildum sauðfjárbúum og loðdýrarækt. Árið 2016 fóru tekjur hæst í tæplega 49 milljarða króna en lægstar voru þær um 41 milljarður króna árið 2009.“ Langtímaskuldir lækka Þrátt fyrir dræma afkomu árið 2020 batnaði efnahagur greinanna þegar á heildina er litið. „Langtímaskuldir lækkuðu á milli ára um tæpa tvo milljarða króna (3% lækkun) og eiginfjárstaðan vænkaðist um 1,1 milljarð króna (14% aukning). Í árslok 2020 var eigið fé jákvætt í öllum greinum nema loðdýrarækt og algjör viðsnúningur var orðinn á eiginfjárstöðu kúabúa. Mest var eigið fé hjá sauðfjárbúum og í garðrækt og plöntufjölgun. Eiginfjárhlutfall þeirra var 24% og 33%.“ Samdráttur hjá sauðfjárbúum Samdráttur var í afkomu sauðfjárbúa. Árið 2008 voru tekjur sauðfjárbúa rúmir 13,47 milljarðar króna en árið 2020 voru þær tæp 12,38 milljarðar. Sauðfjárbúum fækkaði frá 1.716 árið 2008 í 1.429 bú árið 2020. Fækkunin hefur haldist nokkuð jöfn á milli stærðarflokka og hefur meðalstærð sauðfjárbúa því haldist tiltölulega óbreytt þar sem yfir 40% búa eru smá með fjölda sauðfjár undir hundrað. Árið 2008 framleiddu búin 8.930 tonn af kjöti en árið 2020 voru tonnin 9.477. „Tap var á rekstri sauðfjárbúa upp á 92 milljónir króna árið 2020, langtímaskuldir lækkuðu um rúmar 300 milljónir króna í 11,7 milljarða króna og eigið fé, sem var jákvætt um 4,6 milljarða króna, lækkaði um rúmlega 250 milljónir króna frá fyrra ári. Eiginfjárhlutfall var 24%.“ Kúabúum fækkar en stækka Alls voru 660 starfandi kúabú árið 2020. Á tólf árum hefur þeim fækkað um 61 bú. Meðalstærð búa hefur heldur vaxið á tímabilinu, þannig voru stærri bú (með yfir 50 mjólkandi kýr) alls 34% allra kúabúa samanborið við 22% hlutdeild árið 2008. „Samanlagðar tekjur kúabúa jukust um rúmar 400 milljónir króna árið 2020 og voru tæplega 26,5 milljarðar króna sem jafnframt var svipað gildi og undanfarin fimm ár miðað við fast verðlag. Aukning var á hagnaði á milli ára úr 54 milljónum króna í 414 milljónir króna sem samt sem áður var langt frá 3 milljarða króna meðalhagnaði 2010­2018. Eiginfjárstaðan batnaði hins vegar úr 359 milljónum króna árið 2019 í tæplega 1,4 milljarða króna árið 2020 enda batnaði skuldastaðan umfram eignaskerðingu (langtímaskuldir voru 38,7 ma. kr. árið 2020 eða 1,7 milljörðum króna lægri en árið 2019). Eiginfjárhlutfall var 3%,“ segir í frétt Hagstofunnar. Þá hefur öðrum nautgripabúum einnig fækkað lítillega og eru í dag 88 talsins. Velta þeirra nam, árið 2020, 1,3 milljörðum króna og var nær óbreytt frá fyrra ári miðað við verðlag. „Tap var á rekstri nautgripabúa upp á 82 milljónir króna sem var jafnframt svipuð afkoma og síðustu tvö árin á undan en almennt hefur reksturinn verið nokkuð sveiflukenndur frá 2008. Fjárhagsstaðan var að mestu óbreytt. Þó lækkaði eigið fé um 60 milljónir króna (í tæplega 450 milljónir króna) og langtímaskuldir jukust um sambærilega upphæð. Eiginfjárhlutfall var 17%.“ Jákvæðar fregnir úr garðrækt Fjöldi búa í garðrækt hefur aukist lítillega á tólf árum en almennt hefur orðið lítil breyting síðan 2008. Búum í ræktun á kartöflum hefur fækkað úr 55 í 40 en fjölgað um 16 í ræktun annarra nytjajurta. „Tekjur árið 2020 jukust í nær öllum flokkum og alls um tæplega 300 milljónir króna. Sé miðað við fast verðlag árið 2020 var aukning um 11 milljónir króna í ræktun á aldingrænmeti og papriku (tekjur ársins námu 1,4 milljörðum króna), 100 milljónir króna í ræktun á kartöflum (tekjur einn milljarður króna) og blómarækt (tekjur 1,1 milljarður króna), 110 milljónir króna í ræktun annarra nytjajurta (tekjur 490 milljarðar króna) og ríflega 130 milljónir króna í plöntufjölgun (tekjur 535 milljarðar króna) en samdráttur um 176 milljónir króna í ræktun á öðru ótöldu grænmeti (tekjur 2,8 milljarðar króna). Jákvæð afkoma og aukinn hagnaður var í öllum flokkum að undanskilinni ræktun á aldin­ grænmeti og papriku þar sem hagnaðurinn dróst töluvert saman, eða um 83 milljónir króna. Alls nam hagnaður garðræktar og plöntufjölgunar um 540 milljónum króna, sem var hækkun um 200 milljónir frá fyrra ári. Eigið fé var jákvætt hjá öllum flokkum (minnst í blómarækt en þó í fyrsta sinn jákvætt á tímabilinu) og alls tæplega 500 milljónum krónum hærra en árið 2019 sem alfarið mátti rekja til hagnaðar ársins 2020 enda voru langtímaskuldir óbreyttar. Eiginfjárhlutfallið var 33%,“ segir í frétt Hagstofunnar. Umfang loðdýraræktunar minnkar verulega Loðdýrabúum hefur fækkað og samhliða hefur samdráttur orðið í afkomu þeirra. Loðdýrabúum hefur fækkað úr 41 árið 2010 í 28 árið 2020. Tekjur hafa dregist saman samfellt síðan 2015. Tekjur loðdýrabúa var árið 2008 alls 1.155 milljónir króna en árið 2020 aðeins 290 milljónir króna. „Þá var tap á rekstrinum árið 2020 upp á 107 milljónir króna en loðdýrarækt var síðast arðbær árið 2013. Í samræmi við samfelldan taprekstur var eigið fé neikvætt um 200 milljónir króna í árslok 2020, langtímaskuldir 589 milljónir króna og eignir 777 milljónir króna (sem fóru hæst í tæpa 2,6 milljarða króna árið 2014),“ segir í fregn Hagstofu Íslands en á vef þeirra má nálgast ítarlegri gögn. /ghp 1716 1692 1698 1665 1531 1429 721 716 703 713 690 660 97 99 111 94 96 88 219 230 220 219 209 216 0 500 1000 1500 2000 2500 3000 2008 2010 2012 2015 2018 2020 Sauðfjárbú Kúabú Önnur nautgripabú Garðrækt Búum hefur fækkað í flestum landbúnaðargeirum á síðustu tólf árum. Hér má sjá þróun fjölda í fjórum greinum samkvæmt tölum Hagstofunnar. Búnaðarsambönd á Norðausturlandi: Sameining af borðinu Ekkert verður að sinni úr sameiningu þriggja búnaðar- sambanda á norðaustanverðu landinu. Tillögur hafa verið lagðar fram í þremur samböndum, Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, Búnaðarsambandi Suður­Þingeyinga og Búnaðarsambandi Norður­ Þingeyinga. Tvö hin fyrst nefndu samþykktu sameiningu, en hún var felld á fundi hjá Búnaðarsambandi Norður­Þingeyjarsýslu og því verður ekki neitt úr sameiningu. Búnaðarsamband Suður­Þing­ eyinga hefur óskað eftir því að kúasæðingar verði sameinaðar í Eyjafirði og Suður­Þingeyjarsýslu og tók það fyrirkomulag gildi um nýliðin mánaðamót. /MÞÞ Í sumar innleiðir Ísland nýja reglugerð Evrópusambandsins (ESB) um framleiðslu á moltu og lífrænum áburði. Reglugerðin tekur gildi í ESB 16. júlí og miðar að grunni til að því að allar áburðarvörur skuli vera CE-merktar. Valgeir Bjarnason, fagsviðsstjóri áburðarmála hjá Matvælastofnun, segir að reglugerðin breyti ekki reglum um notkun á dýraafurðum, eins og húsdýraáburði. „Hún setur fyrst og fremst öryggiskröfur varðandi áburð, bæði ólífrænan og lífrænan,“ segir Valgeir. Allar vörur verði staðlaðar Valgeir segir að ekki megi nota seyru né annað skólp til áburðar­ eða moltuframleiðslu samkvæmt nýju reglugerðinni. „Hún gerir ráð fyrir að allar áburðarvörur á markaði þurfi að fara í samræmismat þannig að varan verði stöðluð sérstaklega með þeim hætti að varan sé örugg, án óæskilegra efna eða örvera sem geta verið hættulegar mönnum, dýrum, plöntum og umhverfi,“ segir hann. „Það er verið að gera umgjörð um verslun með áburðarvörur, hvort sem þær eru lífrænar eða ólífrænar, þannig að aðeins öruggar vörur séu á markaði. Það er verið að opna fyrir frjálst flæði þessara vara innan Evrópska efnahagssvæðisins,“ bætir Valgeir við. Valgeir tekur fram að aðeins megi nota sérflokkað efni til þessarar moltugerðar, einungis matarleifar og til dæmis gróðurleifar úr görðum – ekki blandað heimilissorp. /smh Reglugerð um áburð og moltu: Nýjar öryggiskröfur Áburðarvörur á markaði þurfa, samkvæmt nýju reglugerðinni, að fara í samræmismat þannig að varan verði stöðluð. Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.