Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 LÍF&STARF Með þessum fyrsta vísnaþætti júnímánaðar fylgja mínar kærustu þakkir til Harðar Kristjánssonar, fráfarandi ritstjóra Bændablaðsins. Samstarf okkar Harðar hefur verið fádæma farsælt og ánægjulegt. Um leið fagna ég ráðningu Guðrúnar Huldu Pálsdóttur í ritstjórastarfið og ber þá von í brjósti að geta átt með henni samstarf, svo lengi sem ég endist og umburðarlyndi hennar gagnvart mér varir. Ég hef dregist á það að duga eitthvað lengur, en öllu er þó markaður tími. En meðan efni berst mér frá velunnurum þáttarins og enn tírir á skarinu er mér engin vorkunn að halda eitthvað áfram vísnaverkum. Fyrstu vísur þáttarins eru eftir Björn Schram: Skulda fara að skerðast bönd, skatnar hjara betur, seldi bara hendi hönd hver einn þar, sem getur. Undrun jók það öllum hér, að svo mikið snemma dvíni: Sauðárkrókur kortur er af kaffi, sykri og brennivíni. Finnst mér hentugt, faldabrík fá þig spennta í náðum, eg hef kennt, að eru lík element í báðum. Benedikt Gíslason, Hofteigi kveður: Margur hló og hafði ró, hvar sem bjó og fór hann, átti þó sinn auðnuskó ekki nógu stóran. Indriði á Fjalli orti: Og þótt harðni heljartök, höfum við í draumi einhvers staðar auða vök ofan að lífsins straumi. Eitt sinn gekk Jón í Garðsvík til hárskera. Allur varð hann uppnuminn því kona klippti hann þetta sinnið: Luktur faðmi fram sinn veg fann ég skærin klifa. Bak við hnakkann heyrði ég hjartans klukkur tifa. Við útför einstæðings orti Ólína Jónasdóttir: Það er ekki þys né ys, þröng né fjölmennt erfi, þó að lítið, fölnað fis fjúki burt og hverfi. Í svipaðan máta orti Heiðar Geirdal: Röltir fólk með ríkra ná, raunir þjaka sinni. Þegar snauður fellur frá fylgdin verður minni. Heimildir svo greina, að Gestur Kristinsson í Ytra-Dalsgerði hafi keypt heilt hey af Kristni Jakobssyni á Espihóli. Gestur var þá í þingum við konuefni sitt, Jakobínu Sigurvinsdóttur á Völlum. Þá kvað Jóhannes Þórðarson frá Miðhúsum, tengdafaðir Kristins: Gestur Kristins Gerðum frá gleypti stóra heyið, vaskur síðan vatt sér á Valla-stelpu greyið. Orð lék á, að Stefán Jónsson fréttamaður hefði komið of nærri móður Ragnars Arnalds, en þeir tveir, Stefán og Ragnar voru í framboði í Norðurlandskjördæmunum árið 1971. Um höfund næstu vísu er ekki getið – en Stefán sjálfur þó stundum nefndur: Til Akureyrar skrapp ég fyrir skömmu og skaust á fundi eins og vera ber, og blessunin, sem barnaði hana mömmu er bráðum kominn inn á þing með mér. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com 299MÆLT AF MUNNI FRAMAlþjóðlegi mjólkurdagurinn: Kúabændur slógu í gegn á samfélagsmiðlum Alþjóðlegi mjólkurdagurinn var haldinn hátíðlegur í 21. skipti um víða veröld þann 1. júní síðastliðinn. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna (FAO) stóð að stofnun dagsins og var tilgangur framtaksins að vekja athygli á og viðurkenna mikilvægi mjólkur, næringarlegan, félagslegan og efnahagslegan ávinning mjólkur og mjólkurafurða í heiminum, en mjólkurframleiðsla styður við lífsafkomu eins milljarðs manna um veröld alla. Ákveðið þema er tekið fyrir hverju sinni og í ár var dagurinn tileinkaður þeim fjölmörgu verkefnum sem eru í gangi í mjólkurframleiðslunni til að hraða loftslagsaðgerðum og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Í tilefni af deginum hvöttu Bændasamtökin íslenska kúabændur til að leyfa landsmönnum að skyggnast inn í dagleg störf þeirra með því að vera virkir á samfélagsmiðlum ásamt því að segja frá þeim aðgerðum sem bændur hafa stigið í átt að loftslagsvænni landbúnaði. Á Instagram-síðu Bændasamtakanna (@baendasamtokin) var, og er enn, hægt að skoða myndirnar og hlusta á myndskeiðin sem þangað rötuðu í tilefni af deginum. Uppátækið var afar vel heppnað, bændur tóku þátt og landsmenn höfðu gaman af því að fylgjast með kúabændum landsins. /GBE Kvígan Svandís fæddist nýlega á Egilsstaðabúinu. Hún er nefnd eftir matvælaráðherra. Svandís varð fyrst til þess að fá DNA sýnatökumerki en Herdís Magna Gunnarsdóttir, kúabóndi og eigandi Svandísar, sýndi áhorfendum hvernig farið er að við slíka merkingu. Mynd / HMG Spes frá Daufá var forvitin. Mynd / GBE Milli mjalta og messu í Hátúni, Skagafirði. Mynd / Helga Sjöfn Helgadóttir Úti í sólarlaginu í Skagafirði. Mynd / Helga Sjöfn Helgadóttir Birnir Sigbjörnsson á Egilsstöðum heilsar upp á vinkonu sína. Mynd / Herdís Magna Mjallhvít frá Ytri-Hofdölum lætur sig dreyma um sól og sumar. Myndin er tekin í vetur. Mynd / Þórdís Halldórsdóttir Nýtt lausagöngufjós með mjaltaþjóni var tekið í notkun árið 2019 á Daufá. Með bættum aðbúnaði eykst framleiðsla og vellíðan kúnna. Mynd / Guðrún Björg Egilsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.