Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022
Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ)
brautskráði nemendur sína af
háskólabrautum og sem búfræðinga
á föstudaginn við hátíðlega athöfn
í Hjálmakletti í Borgarnesi,
þar sem 68 nemendur tóku við
brautskráningar skírteinum sínum.
Bændasamtök Íslands gáfu
þeim nemendum verðlaun sem
voru með samanlagðan bestan
árangur á búfræðiprófi og reyndust
það vera þær Kara Nótt Möller og
Marta Guðlaug Svavarsdóttir, sem
urðu jafnar.
Skólinn verðlaunaði nemanda
fyrir frábæran árangur á BS prófi
og stóð Guðrún Sunna Jónsdóttir
efst í ár af skógfræðibraut með
einkunnina 9,23.
Nýir búfræðingar eru 32
Í umfjöllun LbhÍ um viðburðinn kemur
fram að alls hafi 32 nýir búfræðingar
brautskráðst og af háskólabrautum
voru nemendur brautskráðir af fimm
brautum til BS-náms; búvísindum,
hestafræði, landslagsarkitektúr,
náttúru- og umhverfisfræði og
skógfræði, auk nemenda úr
meistaranámi í skipulagsfræði og
einstaklingsmiðuðu rannsóknarnámi.
Af búfræðikandídötum hlaut
Kara Nótt Möller verðlaun fyrir
frábæran árangur í hagfræðigreinum,
sem Búnaðarsamtök Vesturlands
gáfu. „Fyrir frábæran árangur
í bútæknigreinum hlaut Ísak
Godsk Rögnvaldsson verðlaun frá
Líflandi. Þá hlutu Kara Nótt Möller
og Ísak Godsk Rögnvaldsson
verðlaun fyrir frábæran árangur í
búfjárræktargreinum og gefandi var
Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins.
Minningarsjóður Hjartar Snorra-
sonar og Ragnheiðar Torfadóttur
veitti verðlaun fyrir frábæran
árangur í námsdvöl þeim Mörtu
Guðlaugu Svavarsdóttur og Þorfinni
Frey Þórarinssyni.
Þá verðlaunaði Landbúnaðar-
háskóli Íslands Köru Nótt Möller
fyrir framúrskarandi lokaverkefni
á búfræðiprófi,“ segir í umfjöllun
skólans.
Viðurkenningar af
háskólabrautum
Nemendur af háskólabrautum hlutu
einnig ýmsar viðurkenningar fyrir
góðan námsárangur. „Elínborg
Árnadóttir hlaut verðlaun fyrir góðan
árangur á BS prófi af búvísindabraut
en gefandi þeirra verðlauna voru
Bændasamtök Íslands. Þá gaf
Kaupfélag Borgfirðinga verðlaun
fyrir góðan árangur á BS prófi á
hestafræðibraut og var það Freyja
Þorvaldardóttir sem hlaut þau.
Í landslagsarkitektúr gaf Félag
íslenskra landslagsarkitekta verðlaun
fyrir góðan árangur á BS prófi og
hlaut Lúisa Heiður Guðnadóttir
þau, en hún hlaut einnig verðlaun
frá Skipulagsfræðingafélagi Íslands
fyrir góðan árangur í skipulags- og
landslagsarkitektafögum.
Hið íslenska náttúrufræðifélag
gaf verðlaun þeim nemanda sem
bestan árangur hlaut á BS prófi í
náttúru- og umhverfisfræði og féllu
þau í skaut Maríu Rúnarsdóttur.
Þá hlaut Guðrún Sunna Jónsdóttir
verðlaun fyrir góðan árangur á
BS prófi í skógfræði, gefandi var
Skógræktarfélag Reykjarvíkur.
Þá voru einnig brautskráðir
nemendur úr meistaranámi við
skólann. Skipulagsfræðingafélag
Íslands gaf viðurkenningu fyrir bestan
árangur á MS prófi í skipulagsfræði
en þau hlaut María Markúsdóttir.
Fyrir bestan árangur á MS prófi
í rannsóknarmiðuðu meistaranámi
hlaut Guðrún Björg Egilsdóttir
viðurkenningu, sem gefin var af
LbhÍ,“ segir í umfjöllun LbhÍ.
Auk viður kenninga voru veittir
nokkrir styrkir til fram halds náms
og verkefna. /smh
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor ásamt Köru Nótt Möller og Mörtu Guðlaugu
Svavarsdóttur, sem stóðu jafnar og efstar á búfræðiprófi.
Guðrún Sunna Jónsdóttir, sem stóð efst á BS prófi, er hér ásamt Ragnheiði
rektor. Myndir / LbhÍ
Brautskráning Landbúnaðarháskóla Íslands 2022:
Nýir búfræðingar eru 32 og aðrir 36 brautskráðir af fimm háskólabrautum