Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) brautskráði nemendur sína af háskólabrautum og sem búfræðinga á föstudaginn við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti í Borgarnesi, þar sem 68 nemendur tóku við brautskráningar skírteinum sínum. Bændasamtök Íslands gáfu þeim nemendum verðlaun sem voru með samanlagðan bestan árangur á búfræðiprófi og reyndust það vera þær Kara Nótt Möller og Marta Guðlaug Svavarsdóttir, sem urðu jafnar. Skólinn verðlaunaði nemanda fyrir frábæran árangur á BS prófi og stóð Guðrún Sunna Jónsdóttir efst í ár af skógfræðibraut með einkunnina 9,23. Nýir búfræðingar eru 32 Í umfjöllun LbhÍ um viðburðinn kemur fram að alls hafi 32 nýir búfræðingar brautskráðst og af háskólabrautum voru nemendur brautskráðir af fimm brautum til BS-náms; búvísindum, hestafræði, landslagsarkitektúr, náttúru- og umhverfisfræði og skógfræði, auk nemenda úr meistaranámi í skipulagsfræði og einstaklingsmiðuðu rannsóknarnámi. Af búfræðikandídötum hlaut Kara Nótt Möller verðlaun fyrir frábæran árangur í hagfræðigreinum, sem Búnaðarsamtök Vesturlands gáfu. „Fyrir frábæran árangur í bútæknigreinum hlaut Ísak Godsk Rögnvaldsson verðlaun frá Líflandi. Þá hlutu Kara Nótt Möller og Ísak Godsk Rögnvaldsson verðlaun fyrir frábæran árangur í búfjárræktargreinum og gefandi var Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins. Minningarsjóður Hjartar Snorra- sonar og Ragnheiðar Torfadóttur veitti verðlaun fyrir frábæran árangur í námsdvöl þeim Mörtu Guðlaugu Svavarsdóttur og Þorfinni Frey Þórarinssyni. Þá verðlaunaði Landbúnaðar- háskóli Íslands Köru Nótt Möller fyrir framúrskarandi lokaverkefni á búfræðiprófi,“ segir í umfjöllun skólans. Viðurkenningar af háskólabrautum Nemendur af háskólabrautum hlutu einnig ýmsar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. „Elínborg Árnadóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi af búvísindabraut en gefandi þeirra verðlauna voru Bændasamtök Íslands. Þá gaf Kaupfélag Borgfirðinga verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi á hestafræðibraut og var það Freyja Þorvaldardóttir sem hlaut þau. Í landslagsarkitektúr gaf Félag íslenskra landslagsarkitekta verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi og hlaut Lúisa Heiður Guðnadóttir þau, en hún hlaut einnig verðlaun frá Skipulagsfræðingafélagi Íslands fyrir góðan árangur í skipulags- og landslagsarkitektafögum. Hið íslenska náttúrufræðifélag gaf verðlaun þeim nemanda sem bestan árangur hlaut á BS prófi í náttúru- og umhverfisfræði og féllu þau í skaut Maríu Rúnarsdóttur. Þá hlaut Guðrún Sunna Jónsdóttir verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi í skógfræði, gefandi var Skógræktarfélag Reykjarvíkur. Þá voru einnig brautskráðir nemendur úr meistaranámi við skólann. Skipulagsfræðingafélag Íslands gaf viðurkenningu fyrir bestan árangur á MS prófi í skipulagsfræði en þau hlaut María Markúsdóttir. Fyrir bestan árangur á MS prófi í rannsóknarmiðuðu meistaranámi hlaut Guðrún Björg Egilsdóttir viðurkenningu, sem gefin var af LbhÍ,“ segir í umfjöllun LbhÍ. Auk viður kenninga voru veittir nokkrir styrkir til fram halds náms og verkefna. /smh Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor ásamt Köru Nótt Möller og Mörtu Guðlaugu Svavarsdóttur, sem stóðu jafnar og efstar á búfræðiprófi. Guðrún Sunna Jónsdóttir, sem stóð efst á BS prófi, er hér ásamt Ragnheiði rektor. Myndir / LbhÍ Brautskráning Landbúnaðarháskóla Íslands 2022: Nýir búfræðingar eru 32 og aðrir 36 brautskráðir af fimm háskólabrautum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.