Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 17
17Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 Strandveiðar: Aflamet slegin SMIÐJUVEGI 7 200 KÓPAVOGI SÍMI 54 54 300 ISPAN.IS ER KOMINN TÍMI Á NÝTT GLER ? VIÐ SÉRSMÍÐUM GLER EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM • EINANGRUNARGLER • SÓLVARNARGLER • HLJÓÐVARNARGLER • ÖRYGGISGLER • HAMRAÐ GLER • HERT GLER • LAKKAÐ GLER • SPEGLAR Í nýliðnum maí lönduðu alls 611 strandveiðibátar samtals 3.672 tonnum og hefur afli í maí aldrei verið meiri frá upphafi strandveiða árið 2009. Þar af var þorskur 3.293 tonn, sem er aukning um 699 tonn milli ára. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að á öllum svæðum við landið hafi afli aukist á milli ára. Hlutfallslega mest á svæði D, Hornafjörður – Borgarbyggð, um 46% og munar þar mestu um góðan ufsaafla. Þann 30. maí var landað alls 373 tonnum sem er dagsmet. Fyrra metið var 28. júní á síðasta ári, 367 tonn. Áætlað aflaverðmæti er 1.347 milljónir króna og er það mikil hækkun frá síðasta ári þegar afli í maí gaf um 755 milljónir. /VH Þann 30. maí síðastliðinn lönduðu strandveiðibátar 373 tonnum, sem er dagsmet. Mynd / VH „Þegar stjórnvöld ákváðu að festa strandveiðikerfið í lög bar þeim að sjálfsögðu skylda til að tryggja því nægjanlegar veiðiheimildir. Geri þau það ekki er allt tal um „eflingu strandveiða“ marklaust hjal. Strandveiðikerfið er í grunn- inn sóknarmark, en lýtur að auki lögmálum hins almáttuga kvótakerfis. Strandveiðiflotanum er ætlaður ákveðinn pottur af veiðiheimildum en undanfarin ár hafa stjórnvöld látið ráðast hvort þær dugi til að reglugerðarákvæði um rétt manna til 48 sóknardaga á strandveiðitímabilinu (maí-ágúst) dugi til. Þetta er hreinræktaður tví- skinnungsháttur. Landinu er skipt upp í fjögur svæði vitandi vits að veiðin hefst á ólíkum tíma; þannig sitja svæðin fyrir sunnan og vestan við landið uppi með það að veiðin er best fyrir þann tíma sem maí- ágúst tímabilið telur og fyrir austan að veiðin byrjar seinna á tímabilinu. Á þetta hefur verið bent í fjölda ára en stjórnvöld daufheyrast. Á síðasta ári hefði þurft að bæta við veiðiheimildir strandveiðiflotans innan við þúsund tonnum af þorski svo strandveiðimenn gætu lokið vertíðinni með sóma, hringinn í kringum landið. Það reyndist þáverandi stjórnvöldum ofviða. Sem sagt, það þurfti að bæta við sem samsvaraði einum þúsundasta af því sem Hafrannsóknastofnun áætlar að sé stærð þorskstofnsins. Hafró hefur ekki farið leynt með að skekkjumörk stofnstærðarmælinga telur í tugum prósenta til og frá. Stjórnvöld höfðu og hafa hvort í sinni hendi, einn þúsundasta af áætlaðri stærð þorskstofnsins og a.m.k. 7-8 hundruð störf við strandveiðar, hringinn í kringum landið – auk þjónustustarfa í landi. Hvernig það vefst fyrir vel meinandi fólki hvort vegi þyngra er mér hulin ráðgáta. Stórútgerðin hefur fundið strandveiðunum allt til foráttu og reyndar smábátaútgerðinni almennt, allt frá upphafsdögum kvótakerfisins. Gæði aflans vafasamur og slysahættan óskapleg. Opinberar eftirlitsstofnanir hafa hrakið hið fyrrnefnda og hvað varðar hið síðarnefnda hvet ég til þess að nákvæmur listi yfir slys og óhöpp við fiskveiðar allra útgerðarflokka frá því strandveiðikerfið var sett á laggirnar verði birtur. Mig rennur í grun að strandveiðarnar komi ekki illa út í þeim samanburði. Hinn 30. maí sl. ritaði Svandís Svavarsdóttir grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni „Hagkerfi snýst um fólk“. Þar hitti hún naglann lóðbeint á hausinn. Stór hluti af hagkerfinu eru fiskveiðar og þær snúast svo sannarlega um fólk. Þær snúast um fiskimenn, þá sem leggja líf sitt og limi að veði til að framfleyta þjóðinni. Smábátaútgerðin er mannaaflsfrek miðað við afla úr sjó. Þegar strandveiðarnar fara af stað í byrjun maímánaðar kviknar líf í fjölmörgum höfnum landsins – á sama tíma og ferðamenn fjölmenna til landsins. Mannlífið glæðist og í loftinu liggur seiðandi vertíðarstemning sem á prýðilega við okkur Íslendinga. Smábátaútgerðin lagði grunninn að öllu því sem sjávarútvegurinn státar af í dag. Hún á sögulegan rétt til þess að njóta forgangs. Óttinn, hræðslan við frelsið, er óttastjórnun, vel þekkt verkfæri stjórnvalda í gegnum mannkynssöguna til að hræða almenning til hlýðni. Nú eru vísindin miskunnarlaust notuð til að brýna þetta verkfæri. Það er kominn tími til að skera af sér þetta vistarband. Arthur Bogason Formaður Landssambands smábátaeigenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.