Bændablaðið - 09.06.2022, Side 57

Bændablaðið - 09.06.2022, Side 57
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 Heklaðir hattar eru að koma aftur í tísku og er þessi hattur heklaður úr 2 þráðum af DROPS Belle. Ég heklaði hatt á dóttur mína eftir þessari uppskrift en skipti um garn til að fá rétta lúkkið. Dóttirin er mikill aðdáandi Eurovision og sló úkraínska atriðið rækilega í gegn hjá henni. Hattinn hennar heklaði ég úr tveimur þráðum af DROPS Safran og einum þræði af DROPS Kid-Silk. Allar þrjár tegundir af upptöldu DROPS garni eru á 30 prósent afslætti hjá okkur til og með 15. júní. DROPS Design: Mynstur vs-083 Stærð: S/M - L/XL. Höfuðmál: ca 54/56 - 58/60 cm Garn: DROPS Belle, 200-200 g, litur á mynd nr 25, skógarbrúnn Bleikur hattur: DROPS Safran 100-100g, litur nr. 55 Cerise, DROPS Kid-Silk 25-25g, litur nr 13 kirsuber Heklunál: 5,5mm Heklfesta: 14 fastalykkjur og 16 umferðir = 10x10 cm. STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Hatturinn er heklaður í hring ofan frá og niður. Hatturinn er ekki heklaður í spíral heldur er snúið við í byrjun hverrar umferðar. Hver umferð byrjar á 1 loftlykkju, þessi loftlykkja kemur ekki í stað 1. fastalykkju. Umerðin endar með 1 keðjulykkju í 1. fastapinna umferðar. HATTUR: Með heklunál 5,5 með 2 þráðum DROPS Belle. Heklið 4 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. 1. umf: Heklið 1 loftlykkju (telst ekki með), heklið 6 fastalykkjur um loftlykkjuhringinn, lokið umferð með 1 keðjulykkju í 1. Fastapinna. Snúið við. 2. umf: Heklið 2 fastalykkjur í hverja fastalykkju. Snúið við. = 12 fastalykkjur. 3. umf: Heklið *2 fastalykkjur í fyrstu fastalykkju, 1 fastalykkja í næstu fastalykkju*, heklið frá *-* út umferðina. Snúið við. = 18 fastalykkjur. 4. umf: Heklið *2 fastalykkjur í næstu fastalykkju, 1 fastalykkja í næstu 2 fastalykkjur *, heklið frá *-* út umferðina. Snúið við. = 24 fastalykkjur. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Haldið svona áfram og aukið út um 6 lykkjur í hverri umferð, en í hverri umferð er hekluð 1 fleiri fastalykkja á milli hverra útaukninga. Þegar heklaðar hafa verið 12 umferðir eru komnar 72 fastalykkjur. Í stærð M/L er hekluð 1 umferð til viðbótar þar sem aukið er út um 2 fastalykkjur jafnt yfir = 74 lykkjur. BÁÐAR STÆRÐIR: Heklið eina umferð frá réttu þannig: Heklið 1 fastalykkju utan um hverja fastalykkju, þ.e.a.s. ekki er heklað í lykkjuna sjálfa, heldur er heklað utan um lykkjuna. Endið umferð með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. Haldið áfram að hekla fastalykkju í hverja fastalykkju þar til stykkið mælist ca. 10-11 cm. Mælt er frá umferðinni þar sem fastalykkjurnar voru heklaðar utan um fastalykkjur fyrri umferðar. Munið að snúa við í lok hverrar umferðar. Heklið barð. BARÐ: Heklið 1 umferð með 1 fastalykkju í hverja lykkju og aukið út um 3-6 lykkjur jafnt yfir = 75-80 lykkjur. Munið eftir að það er snúið við í lok hverrar umferðar í barðinu líka. Nú eru sett 5 prjónamerki í stykkið með 15-16 lykkjur á milli prjónamerkja. Haldið er áfram að hekla fastalykkjur í hring, jafnframt er aukið út um 1 lykkju á eftir hverju prjónamerki með því að hekla 2 fastalykkjur í sömu lykkjuna. (= 5 fastalykkjur fleiri í hverri umferð). Haldið áfram útaukningu í hverri umferð þar til heklaðar hafa verið 6 umferðir með útaukningum = 105-110 fastalykkjur. Nú eru prjónamerkin færð þannig að þau verði staðsett mitt á milli fyrri útaukninga (þetta er gert til að formið á barðinu verði meira hringlaga). Haldið áfram með útaukningar við hvert prjónamerki (= 5 lykkjur fleiri í hverri umferð) 3 sinnum til viðbótar, jafnframt í síðustu umferð er jafnframt aukið út um 0-1 fastalykkju = 120-126 fastalykkjur. KANTUR: Heklið 1 fastalykkju í byrjun á umferð, *3 loftlykkjur, 1 keðjulykkja í 1. loftlykkju (hnútur gerður), sleppið 1 fastalykkju, heklið 1 fastalykkju í næstu lykkju*, heklið frá *-* út umferðina, en endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju í umferðar í stað þess að hekla 1 fastalykkju. Slítið frá og gangið frá endum. Heklkveðjur, Mæðgurnar í Handverkskúnst, www.GARN.is Sumarlegur hattur HANNYRÐAHORNIÐ Galdurinn við Sudokuþrautirnar er að setja inn réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 6 9 5 8 3 7 4 5 1 8 3 8 1 5 6 7 3 7 9 4 9 1 2 6 5 6 5 1 4 2 1 3 8 4 2 9 Þyngst 1 3 6 3 5 8 3 9 7 4 8 7 3 1 2 5 9 7 5 9 2 8 1 2 3 7 9 6 8 2 6 4 3 5 4 6 1 7 5 7 9 1 2 8 3 7 4 9 5 9 6 7 4 8 5 1 3 4 1 9 2 4 9 8 3 4 8 7 6 2 2 1 4 3 8 6 2 5 9 7 Uppáhaldsdýrin eru hestar og kindin mín FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími • 552-2002 ÓDÝR Margskipt gleraugu Verð 39.900 kr Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur) Gleraugu með glampa og rispuvörn Sérsmíðum samdægurs í styrk +/- 6,0 með cyl. til 2,0 19.900 kr. Margskipt gleraugu Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tv r vikur) 39.900 kr. gleraugu umgjörð og gler Vigdís Anna er hestastelpa og finnst fátt skemmtilegra en að hleypa á stökk og hoppa á trampólíni. Nafn: 8 ára. Aldur: Naut. Stjörnumerki: Naut. Búseta: Hofsstaðir, Borgarbyggð. Skóli: Kleppjárnsreykjaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Frímínútur. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestar og Kría, kindin mín. Uppáhaldsmatur: Pitsa. Uppáhaldshljómsveit: Disco. Uppáhaldskvikmynd: Zombie. Fyrsta minning þín? Þegar við fengum nýtt trampólín. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Nei. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Veit ekki. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Kenndi hesti hindrunarstökk og reið berbakt. Gerir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fer til Svíþjóðar. Næst » Ég skora á Valgerði Karin systur mína að svara næst. SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.