Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 5

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 5
FAXI 5 móðir. Ég tók einn vetur í skólanum því ég vildi vita eitthvað um leiklist, hvernig ætti að koma fram, læra um rétta radd- beitingu og öndun. Hann kenndi okkur t.d. að tala með brjóstvöðvunum, en ekki með höfuðvöðvunum eða upp í höfuð. Þá er maður ekki að tala út í sal til áhorf- enda. Hann kenndi okkur líka að leggja áherslu á framburð orða og ýmislegt annað sem mér fannst mjög gagnlegt að læra. Ég gat ekki verið að stofna eitthvað sem ég vissi ekkert um.“ Eftir að vera orðin meiri kunnáttu- manneskja í leiklist hringdi Erna í Soffíu Karlsdóttur og spurði hvort hún vildi ekki vera með henni í stofnun leikfélags. Eftir litla umhugsun var hún til. Soffía var fyrst um sinn meðstjórnandi í stjórn leikfélags- ins Stakks þar sem Erna var varaformað- ur, en tók við formennsku í félaginu þegar Ingvi hætti snemma á formannsferlinum. Stjórnin kom sér saman um að nafnið á leikfélaginu yrði Stakkur. Ekki kröfuharðir leikarar Æfingar Stakks fóru fram í ýmsu húsnæði sem félaginu stóð til boða, herbergjum og skúrum þar sem hægt að var að koma fólkinu fyrir. Sýningar voru einnig víða og meira að segja fór Stakkur með farand- sýningar í samkomuhúsið í Grindavík, Austurbæjarbíói í Reykjavík, samkomu- húsið í Hafnarfirði og á fleiri staði með vinsælustu sýningar. „Sýningarnar fóru fram eftir bíósýningar ef við vorum í bíóhúsum, eða um ellefu á kvöldin og ég man að það var oft þröngt um okkur.“ Erna minnist þess að Bör Börsson, önnur sýning félagsins hafi verið mjög vinsæl, allt upp í 13 sýningar. Kröfur voru litlar af hendi félagsmanna og laun að sjálfsögðu engin. Þau gerðu allt sjálf og gerðu sér hlutina að góðu, líka litla herbergið í Netaverkstæðinu sem um skeið var notað til æfinga. „Búningarnir okkar voru heimatilbúnir eða við komum með að heiman það sem við áttum og karlarnir voru gjarnan í jakkafötunum sínum. Ég minnist þess að við vorum alltof mikið máluð, kunnum þetta ekkert,“ segir Erna kát við upprifjun skemmtilegra minninga. Leikfélagið setti upp sýningu árlega og segir Erna þær alla jafna hafa geng- ið vel og hafi verið vinsælar, enda lítil samkeppni við aðra afþreyingu á þessum árum. „Mér fannst gaman að leika eitt og eitt hlutverk meðfram stjórnarstörf- unum, en ég vildi ekki gera leiklistina að atvinnu.“ Þegar leikfélagið Stakkur lagðist í dvala og var síðar skipt upp í Leikfélag Keflavíkur og Njarðvíkurleikhúsið árið 1965 starfaði Erna með LK fyrstu starfs- árin. Fyrsta leikrit Leikfélags Keflavíkur eftir nafnabreytinguna var Vængstýfðir englar eftir S. og B. Spewack í þýðingu Bjarna Guðmundssonar og leikstjórn Kristjáns Jónssonar. Grein úr Faxa 1. nóvember 1961 þar sem fjallað er um stofnun leikfélagsins Stakks. Frásögn af fyrsta leikriti leikfélagsins eftir að nafninu var breytt í Leikfélag Keflavíkur í Faxa 1. apríl 1966. Erna Sigurbergsdóttir og Eggert Ólafsson. Ljósmynd í eigu Ernu Sigurbergsdóttur

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.