Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.2021, Side 24

Faxi - 01.12.2021, Side 24
24 FAXI E lsa Pálsdóttir leikskólakennari og kraftlyftingakona úr Garðinum hefur sýnt og sannað að það er aldrei of seint að setja sér markmið og að aldur er engin fyr- irstaða þegar hefja á keppni í íþróttagrein. Hún hefur á árinu bæði sett Evrópumet og heimsmet í klassískum lyftingum og er á leið á fleiri mót. Hún er af kraftakyni komin í báða leggi og komst að því fyrir stuttu síð- an að hún vildi einbeita sér að því sem hún er best í, styrknum og kraftinum. Svanhildur Eiríksdóttir settist niður með kynsystur sinni og sveitunga úr Garðinum til þess að ræða feril hennar í klassískum lyftingum og hvernig það kom til að hún fór að keppa af krafti, þá komin fast að sextugu. „Ég varð fimmtug í október 2010 og í janúar 2011 ákveð ég að taka þátt í Þrekmótaröðinni, sem er röð móta sem reyna á þrek, styrk og þol keppenda. Við vorum nokkrar „kellur“ á mínum aldri sem langaði til að prufa að setja saman lið, fimm konur sem allar höfðum verið í líkamsrækt. Við tókum sem sagt þátt í einu móti, stóðum okkur ágætlega en gerðum svo ekkert meira með þetta. Það var líka annar hópur héðan sem tók þátt í þessu móti, „Dirty nine“ og í framhaldi af mótinu pikkuðu þær í mig og ég fór að æfa og taka þátt í mótum með þeim. Við urðum þá „Fimm fræknar,“ segir Elsa. Elsa þurfti að skora B-manneskjuna í sér á hólm því æfingafélagarnir fræknu æfðu alltaf á morgnana og sú tilhugsun var erfið. „Ég hugsaði með mér, ef ég ætla að fara að keppa með þeim, þá tek ég að sjálfsögðu æfingar með þeim, þó það sé enn nótt hjá mér. Vekjaraklukkan var því stillt á 5:15 frá janúar 2011, alla virka daga. Við vorum í fjölbreyttum æfingum, í Crossfit og Bootcamp og alla vega æfingum með okkar eigin líkamsþyngd, ásamt hlaupi. Við kepptum saman í rúm sjö ár og fórum m.a. til Bretlands og Skotlands, tókum þátt í nokkrum mótum þar. Erlendis eru keppn- irnar einstaklingskeppnir, en bæði liðamót og einstaklingskeppnir á Íslandi. Ég tók yfirleitt eingöngu þátt í liðakeppnunum hér heima.“ Hvernig varst þú að standa þig í einstaklingskeppnunum? „Bara ágætlega“, segir Elsa af hógværð. „Auðvitað var maður búinn að æfa helling fyrir þau. Það sem lá best fyrir mér voru æfingar með þyngdir, úthaldslega er ég ekkert mjög sterk. Þegar við vorum í liðakeppnunum hér heima þá voru svo fjölbreyttar æfingar að yfirleitt var hægt að skipta keppendum niður eftir styrkleikum hvers og eins.“ -Elsa Pálsdóttir Evrópu- og heimsmeistari í klassískum lyftingum segir árið í ár hafa þróast með allt öðrum hætti en hún átti vona á. Óvissuferðin sé vissulega óvænt en um leið mjög skemmtileg upplifun. „Ég er bara á einhverri óvissuleið“ Elsa gefur sig alla í hnébeygjuna og á skjánum má lesa að þyngdin er 117,5 kg, sem gaman er að geta að var fyrsta lyfta Elsu á Evrópumótinu og fyrsta heimsmetið. Ljósm. European Powerlifting Federation

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.