Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 11

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 11
FAXI 11 Aðeins færri fávitar Sólborg Guðbrandsdóttir Sólborg Guðbrandsdóttir sló í gegn á síðasta ári með bók sinni Fávitar og nú kemur út önnur bók hennar, Aðeins færri fávitar sem er byggð á samnefndu samfélagsverkefni hennar gegn stafrænu og annars konar kyn- ferðisofbeldi. Hér er vangaveltum unglinga um samskipti kynjanna, kynlíf og sambönd svarað og áhersla lögð á sterka sjálfsmynd þeirra og sjálfsöryggi. Hálfgerðar lygasögur með heilagan sannleika í bland Guðbergur Bergsson Guðbergur hefur einstaka sýn á mannlegt eðli og samfélag. Hér má lesa sögur úr heillandi blöndu af fyndni og sársauka, sannleika og uppspuna. Þegar lesandinn heldur að hann hafi áttað sig á hvert stefnir er honum komið í opna skjöldu með óvæntum snúningi, órum, háði eða skyndilegri viðkvæmni – sem höf- undurinn hefur flestum betur á valdi sínu. Hjálp! Fritz Már Jörgensson Presturinn í Keflavíkurkirkju heldur áfram að gefa út sakamálasögur og að þessu sinni keppast Jónas og félagar hans hjá sérdeild rannsóknarlögreglunnar við að leysa morð- mál. Á fallegum sumardegi finnst lík af nak- inni konu í sorpgeymslu við safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Reykjavík. Henni hafði verið misþyrmt með hrottafengnum hætti. Brátt vakna grunsemdir um að fleiri konur kunni að vera í hættu og málið teygir anga sína í óvæntar áttir. Etna og Enok fara í sveitina Sigríður Etna Marinósdóttir Grindvíkingurinn Sigríður Etna heldur áfram að skrifa um Etnu og Enok en að þessu sinni fara þau í sveitina til ömmu og afa. Þau keyra sjö fjallvegi til að komast frá Reykjavík til Tálknafjarðar. Systkinin bralla þar ýmislegt; fara á hestbak, tína aðalblá- ber, reka kindur, mjólka kýrnar og njóta náttúrunnar. Slétt og brugðið Árelía Eydís Guðmundsdóttir Árelía Eydís hefur verið iðin við bókaút- gáfu undanfarin ár en í sumar kom út bók hennar Slétt og brugðið. Sex konur hafa í fjöldamörg ár hist í saumaklúbbi. Dag einn ákveða þær hins vegar að gera eitthvað allt annað en vanalega þegar þær koma saman. Þetta hrindir af stað óvæntri atburðarás sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf þeirra. Með grjót í vösunum Sveinn Torfi Þórólfsson Bókin geymir minningar um horfinn tíma og svipmyndir af eftirminnilegu fólki á Skagaströnd, í Grindavík og víðar. Þetta er mikilsverð og bráðskemmtileg heimild um horfinn heim og harða lífsbaráttu sem lögð var á ungar herðar um miðja síðustu öld. Völva Suðurnesja Gunnar M. Magnúss. Þetta er þriðja útgáfa bókarinnar sem upphaflega kom út árið 1969. Bókin segir frá dulrænni reynslu og hæfileikum Unu Guðmundsdóttur (1894–1978) í Sjólyst í Garði. Orðrómur um hæfileika hennar barst víða meðan hún lifði og öllum bar saman um að til hennar hafi verið að sækja styrk og hjálp í orði og verki. Bókin er gefin út í samvinnu við Hollvinafélag Unu. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir Stafrófsbækur Petrínu Mjallar hafa slegið í gegn fyrir smæð sína og einfaldleika. Stafróf ástarinnar og Stafróf hugrekkisins eru nýjustu afurðirnar í ritröðinni en áður hafa komið út Stafróf gleðinnar og Stafróf sorgarinnar. Í ár er einnig endurútgefin bók hennar Salt og hunang sem notið hefur mikilla vinsælda. Stafróf ástarinnar: Það er alltaf dálítið kraftaverk þegar eitt hjarta fyllist ástúð í garð annars. Líttu á það sem lán að fá að elska og njóta ástar. Þessi bók er skrifuð handa þeim sem vilja leggja rækt við kærleikann og hlúa að ástinni í lífi sínu. Stafróf hugrekkisins: Óttinn er mikilvægt varnarkerfi sem varar okkur við hættum og hjálpar okkur að bregðast við. Ótti sem varir stöðugt og nagar okkur að innan er hins vegar annars eðlis. Þessi bók er skrifuð sem hvatning og leiðsögn handa þeim sem vilja sigrast á óttanum með hugrekkið að vopni. Strand Jamestowns Halldór Svavarsson Strand seglskipsins Jamestowns við Hafnir á Reykjanesi árið 1881 og eftirmálar þess er stórmerkileg saga sem allt of fáir þekkja. Varla er hægt að ímynda sér hvílíkur hvalreki strand þessa 4.000 tonna skips var fyrir Reyknesinga en það var fulllestað af unnum eðalvið, furu, sem átti að fara undir járnbrautarteina á Englandi. Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. Þökkum samskiptin á liðnu ári. Jólapennar

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.