Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 33
FAXI 33
hraunið renna niður í Merardali. Kvöldin
á „Gónhóli” eru ógleymanleg bæði þegar 6
gígar voru virkir og dældu af krafti í hraun-
fljótið stóra niður í Merardali og þegar
gígurinn var orðinn stór og gaus reglulega
af miklum krafti svo maður fann hitann
skella á sér.
Svo þegar Gónhóll innilokaðist af hrauni
og varð að óbrennishólma þá var haldið upp
á á Langahrygg og Stóra Hrút til að upplifa
nýtt sjónarhorn yfir eldstöðvarnar og
hraunið sem þá var komið niður í Nátthaga.
Alltaf gaman að fara upp að hrauninu en á
eftir að fara hringinn í kringum eldstöðv-
arnar allar – það verður gert.
Nú á aðventunni er gosinu ekki lok-
ið formlega þótt ró hafi verið yfir
Geldingadölum síðan snemma í haust.
Gígbarmurinn er kominn í 334 metra hæð
og hraunið úr honum mælist 150 milljónir
rúmmetrar og flatarmálið 4,85 ferkílómetr-
ar, samkvæmt Jarðvísindastofnun Háskóla
Íslands. Til samanburðar má geta að Gríms-
ey er 5.3 ferkílómetrar.
Þrátt fyrir að uppstreymi hafi hætt úr
gígnum um miðjan september þá hefur
orðið nokkurra metra þykknun á hrauninu
í sunnanverðum Geldingadölum og niður í
framanverðan Nátthaga. Sléttan í hrauninu
vestan gígsins, nyrst í Geldingadölum, hefur
sigið um 5-7 metra. Rúmmál þess efnis sem
horfið hefur úr norðurenda Geldingadala
er álíka mikið og það rúmmál sem bæst
hefur við í suðurhlutanum og niðri í
Nátthaga. Þarna hefur því orðið tilfærsla
innan hraunsins. Eldstöðvarnar eru því enn
kvikar og ber að umgangast áfram af fullri
virðingu.
Seigla Suðurnesjamanna
Af gosinu í Geldingadölum má ýmsan
lærdóm draga. Það var mikilvægt að jarð-
vísindamenn gátu í aðdragandanum spáð
fyrir hvar kvikan myndi koma upp – ef hún
myndi koma upp. Mikið happ var fólgið
í því hvar kvikan braust upp, fjarri mikil-
vægum innviðum og að gosið var á landi
en ekki í sjó en því hefði fylgt miklu meira
öskufall. Því varð lítil sem engin röskun á
flugi um alþjóðaflugvöllinn okkar og það
sljákkaði í gosinu áður en innviðir eins og
lagnir og vegir lentu í alvarlegri hættu.
Haldið var af skynsemi utan um aðgengi
almennings að eldstöðvunum og umferð
stýrt um svæðið í stað þess að loka því.
Björgunarsveitir lyftu grettistaki með þrot-
lausri vinnu sem enn stendur yfir með því
að útbúa greiðfærar leiðir að eldstöðvunum
og ekki síst vakta svæðið og aðstoða þá
fjölmörgu sem þurft hafa þess við. Þrotlaus
vinna björgunarsveitarfólks verður seint
fullþökkuð. Þá brugðust bæjaryfirvöld
og íbúar Grindavíkur við af æðruleysi og
gengu í verkin, mátu stöðuna, héldu stefnu
en endurskoðuðu hana reglulega og brugð-
ust við því sem upp á kom.
Að mínu mati sýndu viðbrögð Suðurnesja-
manna við gosinu í Geldingadölum seigluna
og kraftinn sem í okkur býr. Við höfum lifað
með náttúrunni í árþúsund – nýtt okkur
kostina og gæðin sem henni fylgja og unnið
með ókostina, af ákveðnu æðruleysi.
Nú þegar þetta er ritað í byrjun aðventu er
allt með kyrrum kjörum, engin kvika komið
upp frá 19. september, óvissustigi verið
aflýst og enginn gosmökkur hefur sést yfir
Fagradalsfjallinu lengi. Enn má þó sjá skýr
merki hitans undir niðri í Geldingadölum í
vetrarstillunni. Allir eldfjallafræðingar spá
því að nú sé hafið nýtt eldsumbrotatímabil á
Reykjanesinu – það síðasta varði í um 300 ár.
Suðurnesjamenn varpa öndinni en eru sem
fyrr viðbúnir hverju sem á dynur.
Eysteinn Eyjólfsson
Heimildir
www.visitreykjanes.is
https://jardvis.hi.is/eldgos_i_fagradalsfjalli
Hraunfljótið sígur niður í Merardali. Ljósm. Eysteinn Eyjólfsson
Útsýnið eitt maíkvöldið af Gónhóli.
Ljósm. Eysteinn Eyjólfsson