Faxi

Volume

Faxi - 01.12.2021, Page 44

Faxi - 01.12.2021, Page 44
44 FAXI Undirbúningur að byggingu Stapa- skóla hófst fyrir um sex árum síðan, eða í byrjun árs 2016, þegar settur var á stofn fjölskipaður undirbúningshópur þar sem áttu sæti fulltrúar foreldra, nem- enda, kennara, skólastjórnenda, fræðslu- ráðs, fræðslusviðs og umhverfissviðs. Lagt var upp með að vinna undirbún- ingsvinnuna vel og gefa góðan tíma í hönnunarferlið, að ákveða hvernig skóla við vildum fá áður en farið væri af stað í að byggja. Ákveðið var jafnframt að vinna hugmynda- og hönnunarvinnuna eftir ákveðnu ferli sem er kallað Design Down Process eða Hönnun frá hinu almenna til hins sérstæða. Aðferðin var þróuð af skólafólki og arkitektum í Minnesota í Bandaríkjunum og gengur ferlið í raun út á að fá alla hagsmunaðila að borðinu og fá sem flestar og fjölbreyttastar hugmyndir um hvernig best er að byggja nýjan skóla. Undirbúningsferlið sem skiptist í nokkur þrep náði til markmiða skólans, innra starfs og loks grófrar útfærslu eða hönnunar á byggingunni sjálfri. Við lok vinnunnar voru því til gögn sem lýstu megináherslum í skóla- starfinu og lausleg hugmynd að innra fyrir- komulagi þeirrar byggingar sem nú er risin. Það var skýr útgangspunktur í upphafi vinnunnar að ganga út frá því að skólar í nú- verandi mynd hafi ekki verið til um allar aldir. Þeir hafi verið mótaðir af venjulegu fólki og þeim megi að sjálfsögðu breyta á ýmsa vegu. Umhverfið þriðji kennarinn Nú er risinn þessi glæsilegi og framsækni skóli, þar sem umhverfið og skólabyggingin leikur svo sannarlega hlutverk þriðja kennarans eins og ýmsir fræðimenn tala um þegar þeir benda á námsumhverfið sem veigamikinn þátt í því að ýta undir fjöl- breytt, merkingarbært og skapandi nám. Og þó ekki hafi allt gengið snurðulaust fyrir sig á þessari vegferð þá hefur öllum hindrunum verið rutt jafn óðum úr vegi í anda þess skólastarfs sem verið er að móta, þar sem byggt er á styrkleikum nemenda, sköpun, tækni, teymisvinnu og gleði. Þetta eru áherslur sem mótaðar voru strax í upphafi. Klifurveggurinn á gangi yngri deildar- Það á að vera skemmtilegt í Stapaskóla

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.