Faxi - 01.12.2021, Qupperneq 25
FAXI 25
Vissi ekkert út í hvað hún var að fara
Þarna er Elsa farin að átta sig á því að hún
væri bara nokkuð sterk. Þegar hún sá kraft-
lyftingamót auglýst á Sólseturshátíðinni í
Garði árið 2018 ákvað hún að slá til án þess
að vita eiginlega í hverju væri keppt eða
hverjar reglurnar væru. Segist bara alls ekki
hafa vitað neitt út í hvað hún væri að fara.
„Á þessu móti stóð ég mig alveg ágætlega
og þegar það var aftur boðið upp á svona
keppni snemma árs 2019 þá fór ég aftur,
enda orðin volg. Á milli þessara keppna
hafði ég tekið kraftlyftingar á æfingum einu
sinni í viku en æft áfram með stelpunum
hina dagana í fjölbreyttum æfingum. Það
skilaði sér í mikilli bætingu enda var ég
búin að læra meira inn á þetta, hvað ég ætti
að passa mig á og hvernig ég ætti að gera
þetta. Þá hugsaði ég, já ég ætti kannski að
gefa þessu svolítinn séns. Maður á kannski
ekkert rosalega mörg ár eftir í svona
íþrótt en ég sá að þarna ætti ég alveg góða
möguleika á að standa mig vel. Ég bætti því
við tveimur til þremur æfingum í kraftlyft-
ingum í viku, en var áfram með stelpunum
í hinu. En svo fór þetta að fara út í meiri
alvöru og ég vildi bara gefa mig alla í þetta.
Þannig að um mitt ár 2019 fór ég að snúa
mér alveg að lyftingum.“
Hvað þýðir að gefa sig alveg í þetta?
„Þá er maður bara að gera þessar þrjár æf-
ingar innan klassískra lyftinga og alls konar
styrktaræfingar í kringum þær til að geta
lyft 100 til 150 kílóum. Það er ekki nóg að
geta lyft þessu, þú þarft að vera með sterkan
líkama.“ Elsa æfir sex sinnum í viku, tekur
alltaf frí á sunnudögum eða fer í mesta lagi
í göngutúra þá daga. Æfingar standa yfir í
einn og hálfan til þrjá klukkutíma, allt eftir
því hvað hún hefur mikinn tíma og hvaða
æfingar hún er að taka.
Mjög tæknileg keppnisgrein
Við tökum samtalið um klassískar lyftingar,
hvers konar lyftingar þær eru. „Í klassísk-
um lyftingum ertu að taka þrjár kraftlyft-
ingagreinar; réttstöðulyftu, bekkpressu og
hnébeygju. Þegar hins vegar eingöngu er
talað um kraftlyftingar þá ertu í ákveðnum
búnaði. Þá ertu vafin og í svo miklum búnaði
að þú getur varla hreyft þig. Með þeim hætti
getur þú tekið meiri þyngdir. En í klassískum
lyftingum er maður einungis að stóla á eigin
kraft, maður er eins og maður kemur fyrir.
Ólympískar eru svo enn önnur tegund.“
Á mótum í klassískum lyftingum fá
keppendur þrjár tilraunir í greinunum
þremur og hnébeygjan er alltaf fyrst. Síðan
kemur bekkpressan og loks réttstöðulyftan.
„Þetta eru mjög tæknilegar æfingar, mjög
tæknileg íþrótt og það þarf mjög lítið til að
keppandi geri ógilt. Þú getur kannski lyft
þyngdinni en lyftan getur verið dæmd ógild
út af tæknilegum atriðum, eins og að fara
ekki nógu langt niður í hnébeygjunni eða
vera ekki í takt við dómarann sem gefur
skipanir.“
Þannig að einbeitingin verður
að vera í lagi?
„Já, algjörlega, þú þarft að passa upp á svo
margt. Það gerðist t.d. á fyrsta mótinu mínu
þegar verið var að leiðbeina mér í bekk-
pressunni að leiðbeinandinn segir mér að ég
verði að bíða eftir að dómarinn gefi skipun
um að taka stöngina, láta hana síga, lyfta
upp og skila. Já, já hann fer í gegnum þetta
og ég leggst á bekkinn og geri mig tilbúna
en svo er maður bara svo fókuseraður á
stöngina og hvað maður er að gera, að ég
tek bara stöngina, læt hana síga, lyfti upp og
skila. Og það var dæmt ógilt! Ég fór á undan
dómaranum. Og það má ekkert rykkja í
réttstöðulyftunni, þá er lyftan dæmt ógild.
Og í raun þarf mjög lítið til þess að lyfta sé
dæmd ógild.“
Þeir sem hafa horft á keppni í klassískum
lyftingum sjá einungis þær þrjár tilraunir
sem keppandi fær, en það er ekki allt því
miklar æfingar fara fram bakatil þar sem
engir áhorfendur sjá til. „Við þurfum að hita
vel upp til þess að komast í okkar þyngstu
þyngdir þannig að maður er alveg búinn að
taka þó nokkuð margar lyftur á bakvið áður
en maður gengur í salinn.“
Því betri tækni, þeim mun léttari
verður lyftan
Elsa segir Covid-faraldurinn hafa dregið
töluvert úr henni, enda voru líkamsrækt-
arstöðvar lokaðar til langs tíma í flestum ef
ekki öllum bylgjum faraldursins. Hún fór þó
á íþróttavöllinn í Keflavík og gerði æfingar
þar með æfingafélögunum, alla morgna sex
daga vikunnar, en segir stemmninguna samt
hafa dalað og efa hafa læðst að sér. „Átti
ég að halda þessu áfram eða bara fara að
gera eitthvað annað? En mig langaði til að
halda áfram og þá vildi ég fá mér þjálfara
til þess að komast yfir neikvæðnislægðina
sem ég var dottin í. Svo stóð til boða að
fara á Evrópumótið fyrr á þessu ári og það
Elsa með Evrópu- og heimsmeistaratitlana frá keppni í Tékklandi og Svíþjóð fyrr á þessu
ári. Ljósm. Svanhildur Eiríks