Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 36

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 36
36 FAXI að nokkrum verkefnum á Hafnargötunni. Það fyrsta var skipulagsverkefni sem við unnum fyrir unga heimamenn sem höfðu keypt tvö hús við Hafnargötu 22 og 24. Þeir gáfu okkur alveg frjáls spil á útfærslunni, en við áttum að útbúa tillögu að íbúða- og verslunarhúsnæði á lóðum þessara tveggja húsa. Það fyrsta sem við tókum eftir við forvinnslu, var hversu illa svæðið var nýtt og hve mikil verðmæti voru í nærliggj- andi umhverfi. Það kitlaði að skoða hvort mögulegt væri að gera tvennt í einu; að uppfylla markmið verkkaupa um arðsemi og um leið skapa aðlagandi bæjarrými. Við höfðum nándina við eldri bæinn sem var spennandi og sóttum því samhengi við hann. Þannig drógum við útlínur og fyrir- komulag af eldri húsunum yfir í formmál og uppskipun nýju húsanna. Okkur þykir vænt um þetta byggingarform og það gefur svo skemmtilegan karakter. Með þessu vorum við komin með ásýnd og hrynjanda húsanna í samhengi við eldri bæjarhlutann og sterkari heildar- tillögu þar sem nýtt og eldra styður hvort annað. Við uppröðun húsanna var lögð áhersla á að mynda skjólgott útirými, en það vantar einmitt þessi hliðarrými á Hafnargötuna þar sem þú getur upp- götvað eitthvað nýtt og sótt þér skjól í góðri birtu. Þessar hugmyndir koma ekki frá okkur heldur er almennt mjög mikil vakning í samfélaginu, með upplýsingar- flæði netsins og aukinni aðsókn í upplif- unarferðalög. Það sem var sérstakt við þetta verk- efni var að við vorum með tvö friðuð hús á lóðunum. Bæði voru upprunalega byggð sem íbúðarhúsnæði, en búið var að breyta þeim í verslunar- og þjón- ustuhúsnæði. Þannig voru húsin ekki lengur í samræmi við uppruna sinn og mögulegar hugmyndir um uppbyggingu á reitnum. Tvennt var í stöðunni, að rífa húsin í samræmi við samþykkt skipulag frá árinu 2000 eða leggja til að færa húsin. Við ákváðum að leggja til flutning húsanna, en setja í staðinn þá skilmála að nýbygging skyldi líkjast ásýnd eldri húsa. Svo heppilega vildi til að við enda Klapparstígsins voru tvær lóðir sem smellpössuðu fyrir eldri húsin. Þannig gátum við haldið húsunum í nærumhverfi og sá möguleiki skapast að færa þau í sinn upprunalega búning sem íbúðarhúsnæði. Tillagan fékk jákvæð viðbrögð og komu góðir punktar frá almenningi sem höfðu áhrif á útkomuna, þar má helst nefna varðveislu húsanna og aðlögun nýbygginganna að nágrannabyggingum. Fyrri tillögur í engu samræmi við umhverfið Í framhaldi fórum við að vinna að skipulagi við Hafnargötu 12 en bæði verkefnin H12 og H22-24 eru sambærileg að því leyti að þau tengjast eldri húsaþyrpingu og eru staðsett í hjarta bæjarins. Þar byrjum við á að taka við nýsam- þykktu skipulagi, sem hafði verið hafnað í fyrstu vegna athugsemda íbúa um of mikið byggingarmagn og skort á samhengi við umhverfið í kring. Þarna sjáum við í verki, hversu mikilvægt það er að við höfum skoðun og tjáum okkur í hvert sinn sem skipulag er kynnt. Þetta upphaf gerði verkefnið svolítið sérstakt, því við vissum að ef einhverjar breytingar yrðu gerðar á skipulaginu yrðu þær að vera sannfærandi fyrir alla. Hvað var það helsta sem þið gerðuð öðruvísi? Við mótuðum tillöguna upp á nýtt í raun og veru, brutum röðun húsanna upp, færðum þau í samræmi við byggðina í nágrenninu og bættum við torgi á kostnað verkkaupa, sem lýsir vilja skjólstæðings okkar til að mynda sátt. Við staðsettum torgið við upp- haf Norðfjörðsgötu með tilfærslu bygginga aftar á lóðina, með þessu opnast líka á ásýnd gamla Ungó þegar keyrt er til norðurs eftir Hafnargötunni. Skipulagsvinnan var unnin með fyrri og núverandi eigendum lóðarinnar, báðir skildu mikilvægi staðarins og vildu vanda til verka. Því fengum við að útbúa aðgengilegri gögn fyrir íbúana og kynna áform okkar á eigin forsendum. Við létum útbúa fyrir okkur módel af svæðinu og gerðum þrívíddarmyndband þar sem íbúarnir gátu ferðast um tillöguna. Þetta var svo kynnt á opinni sýningu hjá okkur á Ljósanótt, þar sem spjallið var tekið. En þessi vinna var viðauki við almenna íbúa- kynningu fyrir breytingu skipulagsins. Engin þróun á miðbænum án aðkomu hagmunaaðila Auk þess fórum við lengra með skipulagið, lögðum ekki aðeins áherslu á hefðbundna skilmála eins og byggingarmagn og hæð bygginga, heldur bættum við sérskilmál- um um hvernig húsin ættu að líta út, t.d. gluggaskipan, litir, útfærsla á svölum og annað uppbrot sem hefur áhrif á upplifun svæðisins. Við uppröðun húsanna var lögð áhersla á að mynda skjólgott rými

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.