Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 6

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 6
6 FAXI Guðný Kristjánsdóttir á 40 ára leikaf- mæli á þessu ári, en ferill hennar hófst í verkinu Rauðhetta og úlfurinn sem Leikfélag Keflavíkur setti á svið árið 1981, hún var þá 14 ára. Guðný varð strax heilluð af leiklistinni og enn meir þegar hún kom aftur að sýningum félagsins síðar á 9. áratugnum eftir að starfsemin hafði legið í dvala um stund. Þá var ekki aftur snúið og síðan hefur nánast allur frítími Guðnýjar farið í áhugaleikhús, ekki bara við að leika heldur einnig að stýra félaginu og taka þátt í uppbyggingu og bakvinnslu. „Það var Árni okkar Óla, sem starfaði mikið með félaginu og var mjög eftirminnilegur sem hafði samband við mig og nokkrar vin- konur og bauð okkur hlutverk í Rauðhettu og úlfinum. Ég lék hérakríli. Ég hafði ekkert verið á sviði áður en tekið þátt í skólaleik- ritum.“ Guðný segir að þarna hafi komið í ljós að leikgleðin og hæfileikarnir væru til staðar þó hún hafi ekkert leitt hugann að því þá að feta þessa braut. En skyldi aldrei hafa komið til greina að gera leiklistina að atvinnu? „Nei, ég vildi það aldrei. Ég var viss um að það hentaði mér mun betur að leika bara þegar ég vildi en ekki hafa leik- listina að atvinnu. Ég sótti hins vegar leik- listarnámskeið bæði hér heima og erlendis sem nýttust mér mér vel og gera enn.“ Vinskapurinn sem myndast er einstakur Þó atvinnumennska hafi ekki orðið raunin hefur Guðný alla tíð fengið mikla hvatn- ingu og stuðning til þess að geta sinnt þessu áhugamáli sínu, bæði þegar hún var enn í foreldrahúsum og síðar þegar hún stofnaði fjölskyldu. Enda er það svo að rekstur leikfélagsins er ekki bara áhugamál Guðnýjar heldur allrar fjölskyldunnar og börnin nánast alin upp í leikhúsinu. „En það er ekki eins og maður sé að fá pening í budduna fyrir alla þessa vinnu, því þetta er allt sjálfboðavinna. En þetta er eitthvað annað, hvað þetta gefur manni.“ Þegar starfið fór aftur í gang árið 1987 var verkið Skemmtiferð á vígvöllinn sett upp í Þotunni og árið eftir semur Hulda Ólafsdóttir leikritið Erum við svona? Og leikstýrir þegar verkið er sett upp á Glóð- inni. Í dómi Ómars Jóhannssonar í Faxa 1. desember 1988 um leikritið segir: „Ég ætla nú ekki að fara að fjölyrða um frammistöðu einstakra leikara. En get þó ekki látið hjá líða að nefna eina leikkonuna sem bæði lék og söng mjög mikið. Það er Guðný Krist- jánsdóttir. Hún á góða framtíð fyrir sér ef hún heldur þessu áfram.“ Þessi ummæli Ómars hljóta að hafa verið mikil hvatning fyrir Guðný, raunin varð a.m.k. sú að hún hélt áfram. „Já, þetta var mikil hvatning, ég man vel eftir þessu. Við Hulda vorum að vinna saman á Garðaseli á þessum tíma og hún fær mig í raun til að koma aftur þegar leikfélagið vaknar úr dvalanum sem það hafði verið í. Eftir þetta átti leikfélagið hug minn allan, ég tók aldrei pásu, ekki einu sinni þegar ég eignaðist börnin, heldur hjálpuðust allir að við að leyfa mér að vera í þessu.“ Þarna fer Guðný líka að starfa í stjórn leik- félagsins, var yngsti stjórnarmeðlimurinn en vann með miklum reynsluboltum eins og Hilmari Jónssyni, Hjördísi Árnadóttur, Jóhannesi Kjartanssyni, Gísla Gunnarssyni og Jóni Sigurðssyni. „Það loðir við svona áhugafélag að vinskapurinn sem myndast „Þetta er eitthvað annað, hvað þetta gefur manni“ Guðný heima á Skólaveginum, klár í jólin og jólafríið eftir annir þessa hausts. Ljósm. Svanhildur Eiríks Leikfélag Keflavíkur 60 ára:

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.