Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 30

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 30
30 FAXI Þegar jörð tók að skjálfa á Reykjanes- skaga í janúar 2020 leist rithöfundin- um og fréttamanninum Sigríði Hagalín Björnsdóttur ekki á blikuna þar sem hún vann að skáldsögu sem fjallaði um eldgos á Reykjanesi. Hún hélt áfram að skrifa í kapp við tímann og henni og útgefandanum til mikils léttis hélt Reykjanesskaginn í sér þar til bókin kom út. „Ég er honum mjög þakklát,” segir Sigríður og hlær þar sem við tökum spjallið í gegn- um myndsímtal þar sem hún er í einangrun af sóttvarnarástæðum. Það er einhvern veginn við hæfi að ræða fyrsta eldgos á Reykjanesi í 800 ár í miðjum heimsfaraldri. Það vantar ekki dramatíkina. En hvar kviknar sú hugmynd að skrifa skáld- sögu um eldgos á Reykjanesskaga? „Ég eiginlega veit það ekki. Ég var búin að skrifa aðra skáldsögu sem ég þurfti að henda, hún var bara ekki góð. Ég var því í hálfgerðu uppnámi að leita að öðru umfjöllunarefni þegar ég rakst á grein í tímaritinu National Geographic um breytingar á segulpólnum í norðri. Þar hnaut ég um þessa setningu: „Eins og allir vita er segulpóllinn í norðri ákaflega viðkvæmur staður.” Þetta var svo fallegt og ég vissi um leið að ég yrði að skrifa bók um svona manneskju. Sem gerði ráð fyrir að allir væru jafn vel að sér í jarðvísindum og hún sjálf og talaði og hugsaði um jörðina sem tilfinningaveru.” Þar var kveikjan að bókinni komin að sögn Sigríðar, sem gladdist mikið því hún hafði alltaf haft gaman að því að skrifa um jarðvís- indi og eldgos. Fannst skaginn bara vera þessi ræma sem þú keyrir eftir á leið út á flugvöll „Fréttamenn eru með eldgos á heilanum. Fyrsti fréttapistillinn minn á fréttastofu út- varps árið 1999 var einmitt um yfirvofandi Kötlugos, þannig að þetta hefur alltaf fylgt manni í starfinu. Ég bjó því að tengiliðum og vissi hvernig almannavarnir virkuðu og fannst gaman að tappa inn á það. Reykjanesskaginn kom til þar sem ég vildi finna stað sem væri eins nálægt þéttri byggð og hægt væri. Ég held að fæstir íbúar suðvest- urhornsins hafi verið meðvitaðir um það að þeir búa á eldvirkasta svæði landsins. Ég var það að minnsta kosti ekki fyrr en ég byrjaði að vinna að sögunni. Ég hafði enga tilfinn- ingu fyrir Reykjanesi sem landsvæði, fannst skaginn bara vera þessi ræma sem þú keyrir eftir á leið út á flugvöll. Ég skynjaði ekki þetta ofboðslega landslag og öll þau ævintýri sem eru þarna rétt við tærnar á manni. Eldarnir er náttúrulega skáldsaga með jarðvísindalegri atburðarás sem var alls ekki líkleg þótt hún væri ekki útilokuð. En mér hálfbrá þegar ég áttaði mig á því hversu margt gæti gerst þarna. Þegar jarðskjálftarnir hófust í janúar 2020 var ég búin að vera að skrifa bókina í fjóra mánuði og fékk eiginlega áfall. Eldgos á þeim tímapunkti hefði alveg eyðilagt fyrir mér bókina. Ég fékk einmitt sms frá útgefandanum mínum: „Ó nei, ekki núna!” Á þessum tíma var ég að vinna fyrir frétta- skýringaþáttinn Kveik hjá RÚV og ákvað að vinna fréttaskýringu um jarðskjálftavirkni og eldvirkni á Reykjanesi, til að öll þessi forvinna kæmi að minnsta kosti að einhverjum notum. Svo hélt ég bara áfram að skrifa milli vonar og ótta, og viti menn: Reykjanesskaginn hélt í sér í 14 mánuði, bókin Eldarnir kom út fyrir jólin en í mars hófst eins og allir vita eldgos.” Þú hefur vafalaust þurft að vinna rann- sóknarvinnu fyrir bókina og kynna þér Reykjanesskagann? „Já, ég byrjaði að skrifa bókina í september 2019 og þurfti þá að viða að mér efni og átta mig á landsvæðinu. Það má segja að jarð- fræðikort ÍSOR af Reykjanesskaganum hafi verið biblían mín fyrstu mánuðina þegar ég var að skrifa og stórvirkið Náttúruvá á Íslandi, sem kom út árið 2016 og ætti að vera til á hverju heimili. Ég fór líka í vett- vangsferðir en það er erfitt að komast upp á Reykjanesskagann, maður keyrir bara í kringum hann. Ég þurfti því að ímynda mér hvernig aðstæður væru á svæðinu. Þá bjó ég að góðum samböndum við marga jarðvís- indamenn út af störfum mínum hjá Ríkisút- varpinu og þeir hjálpuðu mér mikið.” Eldfjallakúrekar og rómantíkerar Sigríður segist hafa komist að því að það sé munur á starfsstéttum í jarðvísindum. „Ég upplifi jarðeðlisfræðinga sem varkárt og raunsætt talnanna fólk, en eldfjalla- fræðingarnir eru meiri rómantíkerar og dálitlir eldgosakúrekar,” segir Sigríður og hlær. „Þeir eru svo hrifnæmir. Jarðvísindamenn eiga í mjög rómantísku sambandi við fagið og landið og þeir skrifa margir ofboðslega fallegan texta um allar þessar hreyfingar í jarðskorpunni. Það kom mér á óvart að finna í vísindatextum skáldlegar lýsingar þar sem þeir vitna í bókmenntir og nota myndlíkingar til að skýra mál sitt. Þannig gat ég oft leitað í heimildirnar þegar ég stóð á gati í sögunni og fundið fallega lýsingu sem gat leitt mig áfram og hjálpað mér við textann. Það má segja að jarðvísindi séu ákveðin bókmenntagrein á Íslandi.” Við hlæjum að þessu. En um hvað fjallar bókin, svona annað en yfirvofandi eldgos? „Ég reyndi að skrifa um hið rómantíska samband þjóðarinnar við eldvirknina. Við erum svo stolt af henni og eldfjöllunum okkar og þeirri staðreynd að við búum á eldfjallaeyju. Jarðvísindamenn segja að það sama eigi alls ekki við um önnur eldfjalla- svæði í heiminum. Þar er engin rómantík og fólk einfaldlega hatar eldfjöll eins Krakatá og Tambora. Við Íslendingar skírum börnin okkar í höfuðið á stórhættulegum eld- fjöllum eins og Heklu og Kötlu, sem lýsir tilfinningum okkar í þeirra garð ágætlega. Ég hafði áður reynt að skrifa ástarsögu, en mér fannst ég ekki finna flöt á henni sem væri nógu áhugaverður. Ég hafði lesið töluvert í Önnu Kareninu Tolstojs, í gamalli íslenskri þýðingu sem rígheldur enn í dag og ég hvet fólk til að lesa hana. Tolstoj skrifar eiginlega um tvær tegundir af ást; siðferðislega rétta og ranga. Sú siðferðislega rétta er uppbyggileg og siðprúð og leiðir til hjónabands - bókin er Hið rómantíska samband þjóðarinnar við eldvirknina Sigríður Hagalín Björnsdóttir nýtti sér reynsl- una sem fréttamaður á RÚV þegar hún skrifaði Eldana.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.