Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 22

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 22
22 FAXI frá Grindavíkurvegi yfir hraunið, en sú leið var ógreiðfær og mjög löng, þó hún liti út fyrir að vera stutt á yfirlitskorti, auk þess sem fólk þekkti hana ekki. Engin lýsing var á leiðinni og fólk oft vanbúið svo verkefni björgunarsveitarfólks urðu ærin. Bogi var minntur á það snemma í ferlinu að hann hafði ekki hitt fjölskyldu sína í þrjár vikur, kom heim þegar allir voru sofnaðir og var farinn út að morgni meðan fólk var enn sofandi. Hann segir þó kostinn óneitanlega hafa verið þann að hafa getað sofið í eigin rúmi. Bogi hefur verið formaður björgunar- sveitarinnar í 19 ár og segir þetta mest krefjandi verkefnið sem hann hafi fengið í starfinu, þó vissulega megi hrósa happi yfir því að enginn lést í náttúruhamförunum. Hins vegar hafi þurft að bjarga mannslíf- um. Það komu slysatarnir, allt upp í tvo göngumenn á dag og nefnir Bogi sérstak- lega Langahrygg þar sem aðstæður urðu eins og í glerhálku, sandur ofan á móbergi. Málin hafa hins vegar þróast þannig að úr hefur orðið mjög skemmtileg gönguleið og Reykjanesið hafi komist enn betur á kortið sem áhugavert útivistarsvæði. Bogi sem starfar hjá Grindavíkurbæ og við sjúkraflutninga hefur fengið mikinn stuðning og skilning hjá vinnuveitendum sínum, þrátt fyrir að hafa verið nýbúinn að skipta um starf þegar gosið hófst. Öðruvísi sé ekki hægt að sinna svona sjálfboðaliðs- starfi á tímum sem þessum. Það sama gildir um vinnuveitendur annarra sjálfboðaliða hjá Þorbirni, segir Bogi. Allt verið rosalega magnað Þó tímanir hafi oft og tíðum verið erfiðir og aðstæður krefjandi, segir Bogi mjög marga góða punkta hægt að taka úr ferlinu. „Allt sem maður hefur upplifað og tekið þátt í er rosalega magnað. Allt samstarf viðbragðs- aðila, bæði hér og þeirra sem tóku þátt í þessu með okkur gekk svo rosalega vel. En maður sá líka einkennilegt háttarlag fólks sem fór upp að gosi þegar virknin var sem mest, áttaði sig ekki á aðstæðum. Sumir tóku jafnvel víðsjárverðar áhættu með börnin sín og um afdrif allra sem komu sér í hættu er ekki vitað.“ Miklar vangaveltur hafa verið uppi um hvort gosi sé lokið eða ekki og segir Bogi ekkert hægt að segja til um það. Klárlega sé virkni enn mikil, því hraunið fljóti um und- ir storknuðu hrauninu og allt sé að þykkna í Merardölum. Það sé því engin leið að segja til um framhaldið. „Menn hafa kastað því fram að dyngjugos geti varað allt upp í 120 ár. Það verður laglegt að þurfa að skipta út formanni vegna aldurs í miðju verkefni,“ segir Bogi og hlær. Björgunarsveitinni hefur tekist að sinna öðrum útkallsverkefnum samhliða þessu mannfreka verkefni. Þó nokkuð hefur verið um bátaútköll og annars konar útköll á sama tíma sem þeim hefur tekist að sinna. „Í raun voru menn fegnir að komast annað slagið í önnur verkefni og þeir voru fljótir að stökkva til þegar útköll komu. Eðli björg- unarsveitarmannsins er þannig að hann sækir í verkefni, vill drífa hlutina áfram og þrífst á því að hjálpa þeim sem eru hjálpar- þurfi.“ Gosið hefur dregið að sér fjölda fólks og hluti af verkefnum björgunarfólks hefur verið að passa að fólk fari sér ekki að voða. Ljósm. Þráinn Kolbeinsson fyrir SSS Ljósm. Þráinn Kolbeinsson fyrir SSS Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.