Faxi

Volume

Faxi - 01.12.2021, Page 45

Faxi - 01.12.2021, Page 45
FAXI 45 innar, sem ýmsir höfðu á orði að yrði varla að veruleika, er fyrir utan notagildi sitt einnig táknmynd fyrir eina af mikilvægustu áherslum skólans sem er gleðin. Það á að vera skemmtilegt í Stapaskóla. Önnur gildi skólans undirstrika einnig þær áherslur sem starfsfólk, nemendur og foreldrar, ætla að hafa að leiðarljósi í daglegum störf- um sínum, en þau eru auk gleði, vinátta, samvinna og virðing. Lifandi Fíkus-tréð á ganginum minnir okkur einnig á mikilvægi samspils náttúru og mannlífs og þess að við finnum saman nýjar leiðir sem leiða til aukinnar farsældar og sjálfbærs samfélags. Menningarmiðstöð og hjarta hverfisins Í skýrslu undirbúningshópsins sem lögð var til grundvallar við hönnun skólans var megin niðurstaðan sú að byggður yrði heildstæður skóli, leikskóli, grunnskóli, tón- listarskóli, frístundaheimili og félagsmið- stöð. Skólinn átti jafnframt að geta þjónað hverfinu sem einskonar menningarmiðstöð og verið hjartað í samfélaginu, með áherslu á öflugt foreldrastarf og náin tengsl við nán- asta umhverfi skólans. Og það er þannig, því Stapaskóli er svo sannarlega hjartað í hverfinu. Hugmyndafræði Stapaskóla, skóla- byggingin og það framsækna, fjölbreytta og skapandi starf sem öflugur hópur skólafólks er að móta fellur jafnframt vel að nýrri menntastefnu Reykjanesbæjar til ársins 2030 sem ber heitið „Með opnum hug og gleði í hjarta.“ Eins og sagt var hér í upphafi þá hófst undirbúningurinn að Stapaskóla í byrjun árs 2016. Fyrsta skóflustungan var tekin 2. nóvember 2017 og við sama tækifæri var tilkynnt um úrslit nafnasamkeppninnar þar sem nafnið Stapaskóli varð hlutskarpast. Gróa Axelsdóttir var síðan ráðin skólastjóri vorið 2019. Gróa var þátttakandi í undir- búningnum frá upphafi sem hefur reynst happadrjúgt þegar kemur að því að fylgja upphaflegum hugmyndum um skólann eftir og leiða öflugan hóp starfsfólks í því hlutverki að móta og þróa framsækið og árangursríkt skólastarf í nýjum skóla. Byggingu Stapaskóla er ekki lokið. Næstu áfangar eru fullbúið íþróttahús með aðstöðu fyrir allt að 1200 áhorfendur og sundlaug með setlaugum og útisvæði. Þess má geta að með tilkomu þess áfanga, sem ráðgert er að ljúki fyrir árslok 2022, verður bókasafn skólans opnað fyrir almenningi og má þar með segja að Stapaskóli verði farinn að þjóna samfélaginu sem bæði mennta- og menningarmiðstöð. Þriðji og síðasti áfanginn er síðan fyrir leikskóla- stigið, aðstaða fyrir frístund og heimilis- fræðistofa. Helgi Arnarson Við óskum öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Skólamatur ehf. | Iðavellir 1 | 230 Reykjanesbær Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða. Sími 420 2500 www.skolamatur.is D Y N A M O R E Y K JA V ÍK

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.