Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 42

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 42
42 FAXI Jóhann Friðrik Friðriksson - Framsóknarflokki Hvaða hagsmunamál er brýnast að hljóti framgang fyrir Reykjanesið á þessu kjörtímabili? Stærsta hagsmunamálið til skemmri tíma felst í fjölgun starfa. Atvinnuleysi er enn hæst á Reykjanesi á landsvísu og því mik- ilvægt að allir leggist á eitt í þeim efnum. Það felast mikil tækifæri í orkuskiptum, nýsköpun og uppbyggingu í tengslum við hringrásarhagkerfið og umhverfisvænar lausnir. Orkuskipti í flugi eru nauðsynleg og þar eru Suðurnesin í lykilstöðu. Atvinnu- tækifæri þurfa að vera fjölbreyttari og góð samvinna ríkis og sveitarfélaga getur skapað öfluga umgjörð fyrir frekari nýsköpun og uppbyggingu til lengri tíma. Hverju munt þú helst beita þér fyrir á þessu kjörtímabili? Ég mun fyrst og fremst beita mér fyrir atvinnumálum og heilbrigðismálum og því fagnaðarefni að Framsókn hafi tekið við þeim málaflokki. Þar er verk að vinna. Fjölga þarf heilsugæslum, breyta þjónustu þeirra í heildrænni nálgun á heilsufar íbúa og tryggja jafna þjónustu um landið. Suðurnesin hafa setið eftir og því mikil- vægt að skóflustunga verði tekin að nýrri heilsugæslu í Innri-Njarðvík sem fyrst og aðgengi aukið. Nú þegar hefur verið auglýst eftir bráðabirgðahúsnæði til leigu undir heilsugæslu en með réttu ættu þrjár heilsugæslur að vera á Suðurnesjum. Ekkert er mikilvægara en heilsan okkar og íslenskt heilbrigðiskerfi verður að taka mið af öldr- un þjóðarinnar og mikilvægi heilsueflingar og forvarna. Hversu líklegt finnst þér að stefnumál og áherslur þíns flokks fái framgang á kjörtímabilinu? Ég er mjög bjartsýnn á að áherslur Fram- sóknar nái fram að ganga. Flokkurinn er klárlega sigurvegari þessara kosninga og bætti flokkurinn við sig verulegu fylgi í Suðurkjördæmi. Ég er mjög þakklátur fyrir þann stuðning og sé áherslur okkar skína í gegnum nýjan stjórnarsáttmála. Sem fyrr mun ég vinna skipulega að því að bæta hag íbúa hér á svæðinu og jafna aðstöðumun þeirra. Verkefnin eru fjölmörg og tækifærin hér gríðarleg spennandi. Við getum horft bjartsýn til framtíðar. Oddný Harðardóttir – Samfylkingu Sterkari Suðurnes! Á Suðurnesjum verður að styrkja innviði til að taka á vanrækslu ríkisins undanfarin ár og aukið álag, einkum á heilsugæslu og lögreglu. Til að takast á við nýjar áskoranir á vinnumarkaði þarf að efla menntastofnan- ir á svæðinu. Suðurnesjamenn hafa bent á það oft og of lengi að heilbrigðisþjónustuna á svæðinu verði að bæta, en talað fyrir daufum eyrum. Fólkið sem þarf á þjónustunni að halda finnur á eigin skinni hversu ófullnægjandi hún er. Biðtíminn er langur, engir heimil- islæknar, húsakostur þröngur og takmark- aðar fjárveitingar valda því að skortur er á heilbrigðisstarfsfólki. Við þetta bætist að sum störf er erfitt að manna vegna þess að fagfólk sækir ekki um stöðurnar. Okkar góða heilbrigðisstarfsfólk segir að margir í þeirra röðum séu að bugast undan álagi en fjármálaráðherrann segir þeim bara að hlaupa hraðar. Skilningsleysi á starfs- aðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og þörfum sjúklinga er óþolandi. Nær stefna Samfylkingarinnar fram að ganga? Ég sem þingmaður kjördæmisins og allur þingflokkur Samfylkingarinnar mun leggjast á árarnar til að vinna stefnumálum Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands framgang. Ríkisstjórn og stjórnar- flokkarnir munu því fá kröftugt aðhald frá þingmönnum Samfylkingarinnar. Ég hef saknað þess á undanförnum árum að fá ekki meiri stuðning frá öðrum þingmönnum Suðurkjördæmis við tillögur mínar fyrir Suðurnes en auðvitað er það stjórnar- meirihlutinn sem ræður. Sérstakar áherslur Samfylkingarinnar fyr- ir Suðurnes fyrir næsta kjörtímabil hafa legið fyrir og eru þessar: Heilbrigðisþjónusta fyrir alla Til að mæta öllum íbúum og tryggja góða heilbrigðisþjónustu á Suðunesjum þarf að stórauka fjármagn til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, bæta húsnæði og starfsaðstöðu, styrkja stofnunina faglega og fjölga heil- brigðisstarfsfólki til muna. • Ný heilsugæslustöð í Reykjanesbæ taki til starfa strax á næsta ári og tímasett og fjármögnuð áætlun unnin fyrir heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ. Náms- plássum fjölgað fyrir hjúkrunar- og læknanema. • Félagsþjónusta og heilsugæsla vinni saman með skipulögðum hætti í öllum sveitarfélögunum. Dagdvalarrýmum og hjúkrunarrýmum fyrir eldra fólk fjölgað. Öll þjónusta við eldra fólk verði markvissari og einstaklingsmiðuð. Fjölbreyttari atvinnutækifæri Gáttin inn í landið er um alþjóðaflugvöll á Suðurnesjum og nánast allir erlendir ferða- menn fara þar um. Tryggja þarf lögreglunni og viðbragðssveitum fjármagn til að sinna auknum verkefnum. Ferðaþjónusta og sjávarútvegur eru öflug á svæðinu en fleiri stoðum þarf að renna undir atvinnulífið. • Bæta aðstöðu á vinsælum ferðamanna- stöðum og fjölga viðkomustöðum með betra aðgengi. • Efla nýsköpun og veita þróunarstyrki til sprotafyrirtækja á sviði líftækni, hugverkaiðnaðar og framleiðslu heilsu- varnings og matvæla. Fjölga störfum án staðsetningar. • Efla listnám og fjölga störfum í menn- ingu og skapandi greinum. Námsfram- boð og aðgengi að námi verði bætt með stuðningi við menntastofnanir. Jóhann Friðrik Friðriksson Oddný Harðardóttir

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.